Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 Leikskólamál eru alltaf hitamál. Í Hafnarfirði geta börn hafið leik­ skóla göngu á árinu sem þau verða tveggja ára. Það má a.m.k. lesa á heimasíðu bæjarins. Hafa ýmsir foreldrar lýst óánægju sinni með það að börn sem fædd séu snemma á árinu njóti ekki sömu réttinda og önnur börn þar sem að jafnaði er ekki tekið inn í leikskóla nema á haustin. Það er eðlilegt að svigrúm fáist á haustin þegar börn hætta til að fara í grunnskóla. Hins vegar er það líka óeðlilegt að börn komist ekki inn í leikskóla á öðrum tíma, jafnvel þó laust pláss sé í leikskólum bæjarins. Nú hefur fækkað í leikskólum Hafnarfjarðar og útlit er fyrir enn frekari fækk­ un. Það sparar Hafnarfjarðarbæ 73 milljónir kr. því þeir geta fækkað leikskóladeildum. Ennþá sitja þá mörg börn og foreldrar með sárt ennið og fá ekki pláss nægilega snemma fyrir börn sín. Á sama tíma er erfitt að fá pláss hjá dagforeldrum og fólki er jafnvel vísað í önnur sveitarfélög. Hér hlýtur eitthvað að vera að í kerfinu. Hins vegar kemur uppsögn á samningi við lítinn einkarekinn ungbarnaleikskóla ekkert sérstaklega á óvart ef rétt er að hann var bænum mjög dýr. Þeir sem kvarta yfir að rekstri skóla sé úthýst til einkaaðila ættu að minnsta kosti að fagna þeirri ákvörðun. Samingur um rekstur Bjarma er sagður mjög umdeilanlegur og því getur vart talist mjög óeðlilegt að samningi sé sagt upp með lögformlegum hætti, með 6 mánaða fyrirvara eins og samningurinn kvað á um. Sem betur fer er að verða viðhorfsbreyting í Hafnarfirði. Bæjarbúar eru búnir að fá sig fullsadda af neikvæðri umræðu og vilja horfa fram á veginn af bjartsýni. Það kom því ekkert á óvart að í könnun sem gerð var fyrir sveitarfélögin að íbúar í Hafnafirði eru ánægðari með þá þjónustu sem sveitarfélagið er að veita í heild en árið 2013. Heldur minnkar þó ánægja með sveitarfélagið sem stað til að búa á úr 4,4 í 4,3 af 5 mögulegum. Skorar Hafnarfjörður sama og Kópavogur en mun hærra en Reykjavík en lægra en Garðabær sem trónir á toppnum af þeim sveitarfélögum sem voru með í könnuninni. Helst er óánægja með skipulagsmál og skólamál koma ekkert sérstaklega vel út. Reyndar hefur sést í þessum könnunum að það skiptir máli hvernig samheldnin og bæjarbragurinn er og sambærileg þjónustu getur fengið mismunandi mat í sveitarfélögum sem veita eins þjónustu. Það kemur hins vegar mjög á óvart að þegar íbúar eru spurðir hversu líklegt eða ólíklegt er að fólk mælti með þjónustu sveitarfélagsins við vini og ættingja þá kemur í ljós að letjendur eru miklu fleiri en hvetjendur! Benda má á að Reykjavík kemur miklu verr út þegar þetta er skoðað. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 1. febrúar Messa kl. 11 Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli kl. 11 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Leiðtogi er Anna Elísa Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar eru Margrét Heba og Ingeborg. Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs eftir messu og sunnudagaskóla. Messa kl. 17 Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir setur nýskipaðan prófast Kjalarnessprófastsdæmis sr. Þórhildi Ólafs inn í embætti. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Veitingar í Hásölum Strandbergs eftir messu. Sóknarbörn fjölmennið. Miðvikudagur 4. febrúar Morgunmessa kl. 8.15 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 1. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Gospelmessa kl. 20 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Sérstakir gestir Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir söngkona og Jón Björgvinsson trommuleikari. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Víðistaðakirkja Sunnudaginn 1. febrúar Fjölskyldustund kl. 11 Ólafur Stefánsson handboltahetja kemur í heimsókn og spjallar um „leikinn“ Kaffi og djús á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudaginn 1. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Stoppleikhópurinn sýnir leikritið um Hans klaufa. Gospelmessa kl. 20 í Haukaheimilinu Kórar Ástjarnarkirkju og Lindakirkju syngja undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar og Óskars Einarssonar. Undirleikur: Friðrik Karlsson, Þorbergur Ólafsson, Óskar Einarsson og Matthías V. Baldursson. Sr. Kjartan Jónsson leiðir stundina. www.astjarnarkirkja.is Sr. Þórhildur sett í embætti á sunnudag Nýr prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir mun á sunnudag kl. 17 setja nýskipaðan prófast Kjalarness­ prófastsdæmis, sr. Þórhildi Ólafs, prest í Hafnar­ fjarðarkirkju, í embætti í Hafnarfjarðarkirkju. Er Þórhildur annar hafnfirski presturinn sem gegnir þessu embætti. Prestar og sóknarnefndarformenn í Kjalarnessprófastsdæmi tilnefna í embættið en það er biskups að velja þann sem fær embættið. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.