Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Mánastígur 6. Glæsilegt einbýli á besta stað í Hfj. Verð: 79 millj. kr. Samningi um reksturs leikskóla sagt upp Hafnarfjarðarbær hefur sagt upp samningi við Bjargir ehf. um rekstur ungbarnaleik skól­ ans Bjarma með 6 mánaða fyrirvara. Í tillögu sem lögð var fram í fræðsluráði á mánu­ daginn segir að við þessa ákvörð un sé litið til hag­ kvæmni rekstrar eininga í leikskólum í bæjar félaginu, en dvalargildið á Bjarma sé 17­23% dýrara en á öðrum þjónustureknum leik skólum bæjarins. Ekki hefur heldur alltaf verið hægt að fylla í pláss leikskólans þótt bærinn þurfi, samkvæmt þjónustusamningi, að greiða fyrir allt að 24 börn í átta tíma á dag. Uppsögnin mun ekki hafa nein áhrif á þau börn sem nú eru í Bjarma því þau munu öll fara í aðra leikskóla næsta haust eins og til stóð vegna aldurs þeirra. Rósa Guðbjartsdóttir, for­ maður fræðsluráðs, segir að í fjárhagsáætlun sé gert ráð fyrir lokun deilda og eftir skoðun hafi þetta verið eðli­ legasti kosturinn. Alls ekki sé verið að skerða þjónustu við íbúa enda færist þjónustan á aðra leikskóla bæjarins sem, vegna fækkunar barna, hafa möguleika á að taka við yngstu börnunum. Fulltrúar Samfylkingar og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni og ítrekuðu fyrri bókanir sínar í þessu máli. Það svigrúm sem skapist við fækkun leik skólabarna á tilteknum aldri hefðu þeir viljað nýta til að efla leik­ skólastigið með því að stíga fyrstu skrefin í því að lækka inntökualdur á leikskóla til frambúðar. Hún vakti athygli bókun áheyrnarfulltrúa foreldraráðs leikskóla og grunnskóla sem lýstu áhyggjum á vinnu­ brögðum við uppsögn samn­ ingsins og þeim fyrirvara sem stjórnendur leikskólans fengu. Eins og áður hefur komið fram gerðu stjórnendur skól­ ans samning með 6 mánaða uppsagnarfresti.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.