Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu 565 5900 midi.is “hló eins og brjálæðingur” Frosti í Harmageddon föstudagur 30. janúar kl 20.00 UPPSELT mmtudagur 5.febrúar kl 20.00 örfáir miðar “Konubörn sló í gegn” Fjarðarpósturinn Næstu sýningar Kristinn Ólafsson sá torkenni­ leg spor fyrir utan sumarbústaðinn sinn efst í Sléttuhlíðinni. Hann tók mynd af þeim sem sjá má hér til hliðar. Segist hann vera búinn að rekast á þessi för í vetur og hafi verið alveg með það á hreinu að þetta væri ekki eftir hund. Jón Sigursson tófubani frá Vopnafirði sagði eftir að hafa skoðað myndina að þetta væri eftir tófu. Uppland Hafnarfjarðar iðar greinilega af lífi en minnkur er t.d. ekki sjaldséður gestur þar. Rjúpan gerir sig líka kærkomna víða í bæjarlandinu og er það sem hún viti að ekki má skjóta fugla í bæjarlandinu. Tófan er talið eina upprunalega land­ spendýrið á Íslandi og á séu ýmis nöfn eins og refur, melrakki, fjallarefur, gráfóta, skolli og mörg önnur. Tófa í Sléttuhlíðinni Upplandið iðar af lífi „Þú leitar líka að mér“ Hafnfirskur texti og bassaleikur Sameining St. Jósefsspítala og Landspítala gerræði Sjúkrahúsið St. Jósefsspítali hafði verið starfandi í 85 ár þegar fyrrum velferðarráðherra, Guð­ bjartur Hannesson, lagði starf­ semina niður. Og það þrátt fyrir að 70% íbúa Hafnar­ fjarðar höfðu mótmælt breytingum á starfsemi St.Jósefsspítala. Íbúar Hafnarfjarðar eiga nú 15% í eigninni og lands menn 85%, þar af leið andi bætist 10% í viðbót við hlut Hafn­ firð inga. Þegar ríkið keypti 85% af spítalanum af St. Jósefssystrum og bæjarstjórn Hafn firðinga 15%, var sjúkra­ húsið í fullum rekstri. Ríkisvaldið tók svo einhliða ákvörðun um niðurlagningu sjúkra hússins og hirti alla innviði þess, allar gjafir gefnar af líknar­ félögum í Hafnarfirði og síðan hefur húsið legið undir skemmd­ um. Nú á að selja sjúkrahúsið hæstbjóðanda. Hafnfirðingar vilja sjúkrahúsið sitt aftur, uppgert og afhent með þeim búnaði sem fyrir var í sjúkra húsinu. St. Jósefsspítali var sérgreina­ sjúkrahús, sem sinnti að hluta til öllu landinu. Þar voru sérfræð­ ingar sem ekki voru annarsstaðar og gerðu um 4000 aðgerðir á ári. Sumir þessara sérfræð inga hættu eftir að sjúkra húsinu var lokað og aðgerðirnar lögðust af eftir sam­ einingu við LSH. Af ­ leið ingin er lengri bið ­ listi með verri lífs gæð­ um þurfandi sjúkl inga. Á St. Jósefsspítala var rekin meltingardeild á landsvísu og forvarnir unnar varðandi ristil­ krabbamein. Þessi deild var í fararbroddi á Ís landi og horft til starfs ins er lendis frá. Þetta starf var eyðilagt, þrátt fyrir loforð um að starfseminni skyldi haldið áfram eftir sameiningu. Ekkert hefur staðist í því máli. Legurými á lyflækningadeild á St. Jósefsspítala var um 50 rúm, einmitt það sem upp á vantar í dag samkvæmt skýrslu land­ læknis. Lyflækningadeildin átti að halda áfram störfum sem og stoðdeildir hennar eftir sam ein­ inguna, það loforð var líka svikið. En með því að leggja niður lyflækningadeild St. Jósefsspítala fór legunýting Landspítalans úr 85% nýtingu í yfir 100% sem þýðir sjúklingalegur á göngum og baðherbergjum með tilheyr­ andi hraðútskriftum. Augnsteinaaðgerðir voru hátt í 1000 árlega á St.Jósefsspítala og voru þær margfalt ódýrari en samskonar aðgerðir á LSH. Í dag hafa biðlistar eftir þessum aðgerðum margfaldast. Loks ber að nefna kostnað skattgreiðenda vegna ákvörðunar fyrrum stjórnenda heilbrigðismála um sameiningu sjúkrahúsanna. Frá því að sjúkrahúsið var keypt af St. Jósefssystrum 1987 á 130 milljónir hafa skattgreiðendur greitt til LSH árin 2012­2014 vegna þessarar sameiningar um þrjá milljarða, án þess þó að fá þjónustuna sem áður var veitt á St.Jósefsspítala. Sameiningin var því í raun ekki flutningur á þjónustu heldur hún hreinlega aflögð. Að framansögðu er augljóst að ákvörðunin um að loka St. Jósefsspítala var RÖNG og færa má góð rök fyrir því að hún standist ekki lög. Þessi ákvörðun var ekki tekin með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi og einungis ein leið til úrbóta: Að snúa við þessari sameiningu og koma aftur á heilbrigðisstarfsemi í St. Jósefsspítala. Steinunn Guðnadóttir Hljómsveitin Hinemoa tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarps­ ins 2015 með lagið „Þú leitar líka að mér“. Tveir ungir Hafn­ firðingar koma að þessu lagi en það eru þau Sindri Magnússon (24), bassaleikari hljómsveit­ arinn ar og Bergrún Íris Sævars dóttir (29), texta­ höfundur, en hún samdi líka textann við lagið „Eftir eitt lag“ sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni 2014. Hljómsveitin hefur starf að í núverandi mynd frá því í ágúst 2014 og hefur verið mjög dug leg við að spila og taka upp síðan þá. Hinemoa hefur komið reglu lega fram, þar á meðal 12 sinnum á Airwaves hátíðinni sl. nóvember. Sindri lærði á kontra bassa í Tónlistarskóla Hafn ar­ fjarðar og er í námi við Tónlistarskóla FÍH. Bergrún Íris spilaði á saxó fón í mörg ár í Skóla hljóm sveit Kópa ­ vogs en semur nú einn og einn laga texta. Bergrún Íris Sindri Af plötuumslagi Hinemoa REYKJAVÍKURVEGI 60 – SÍMI 561 0562 SENDUM FRÍTT HEIM í Hafnarfjörð, Garðabæ og á Álftanes Pantaðu á www.osushi.is ..og fáðu afslátt!netinu © F ja rð ar pó st ur in n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.