Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 Námskeið fyrir hjón/pör hefst fimmtudaginn 5. feb. kl. 19 Það er hugsað fyrir hjón/pör sem vilja gera gott samband betra. Kennt er sjö fimmtudagskvöld kl. 19-21.45. Aðeins er greitt 1.500 kr. fyrir námshefti og 1.000 kr. fyrir hvern kvöldverð á mann, en hver samvera hefst með mat. Námskeiðið hefur verið kennt í fleiri söfnuðum og orðið mörgum til góðs. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.astjarnarkirkja.is. Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Alls höfðu 160 umsóknir borist slökkviliðinu þegar umsóknarfrestur um störf slökkvi liðs­ og sjúkraflutninga­ manna rann út þann 19. janúar sl. Nú stendur yfir strangt inn­ töku ferli þar sem umsækjendur þurfa m.a. að standast próf í hlaupi, lofthræðslu, innilokunar­ kennd, þreki og styrk, sundi og akstri. Að því loknu taka þeir skriflegt próf og fara síðan í læknisskoðun og viðtal. Fjarðarpósturinn leit við við í Kaplakrika sl. laugardag en þar þurftu umsækjendur að hlaupa 3 km vegalengd á innan við 13 mínútum á nýju hlaupabrautinni í frjálsíþróttahöllinni. Ekki komu allir ánægðir út úr þessu prófi en sumir voru staðráðnir í að prófa aftur að ári liðnu. Það er ekki fyrir neina aukvisa að komast í slökkviliðið og menn verða að vera í mjög góðu líkamlegu ástandi. Fjöl­ margir stóðust með glans og héldu áfram í næsta áfanga. Hlaupa þarf þessa 3 km á innan við 11:30 mínútum til að fá 10 á próf inu. Ekki fyrir lofthrædda Fyrir utan Kaplakrika var körfu­ og stigabíll Slökkviliðsins. Reynd ar var hann merktur Slökkviliði Reykjavíkur og vakti það margar spurningar vegfar­ enda, enda var það lið lagt niður fyrir löngu er Slökkvilið höfuð­ borgarsvæðisins var stofnað. Þar hafði stiginn verið reistur beint upp í loftið ­ upp í um 20 m hæð. Það var napurt þennan dag og það reyndi blaðamaður Fjarðar­ póstsins sem fékk að vera uppi í körfunni þegar nokkrir um ­ sækjendur komu upp snarbrattan stigann. Var reynt að fiska eftir því hvort þeir væru hræddir með ýmsum spurningum og að sjálfsögðu að horfa á þá. Allir virtust hæstánægðir en nokkuð móðir er þeir komu upp á meðan blaðamaður dvaldi þar uppi. Fjölþætt inntökupróf Inntökupróf felast í hlaupa­ prófi, könnun á lofthræðslu og inni lokunarkennd, skriflegu prófi, þrek­ og styrktarprófi, göngu prófi, sundprófi, aksturs­ prófi, læknisskoðun og viðtali. Ef sótt er um sumarstarf er bara lagt fyrir þrek­ og styrktarpróf, göngupróf, aksturspróf, læknis­ skoðun og viðtal. Þrekprófin fóru líka fram í Hafnarfirði, í slökkvistöðinni við Skútahraun. Einn hópurinn undirbúinn fyrir 3 km hlaupið í Kaplakrika. 160 vilja vinna hjá Slökkviliðinu Hlaupapróf og lofthræðslupróf geta fækkað umsækjendum Stiginn er snarbrattur en allir eru tryggði í línu. Ekki amalegt að vera kominn upp – og með þetta útsýni! Mennirnir virðast sem lítið peð þegar litið er niður úr körfunni sem er í um 20 m hæð. Glaðbeittur og léttur á fæti síðustu metrana. Náði! Einbeittur vilji til að klára. Engin lofthræðsla þarna. Lj ós m yn di r: G uð ni G ís la so n Lj ós m yn di r: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.