Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Orlofsnefnd Húsmæðra í Hafnarfirði auglýsir kynningar- og skráningarfund í orlofsferðir á árinu 2015 Fundurinn verður haldinn í Hraunseli fimmtudaginn 7. maí kl. 17.30 Innanlandsferð í september Ferð til Strassburg í október Rétt til þess að sækja um orlofsferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar um ferðirnar: Svanhildur Guðmundsdóttir, s. 698 0472 og Kristín Gunnbjörns, s. 692 3129 Orlofsnefndin Hafnarfjarðarbær veitti menn­ ingarstyrki við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. föstudag og hlutu 23 einstaklingar, menn ingar­ hópar og samtök styrk frá menn­ ingar­ og ferðamálanefnd í ár. Veitt ir voru styrkir að upphæð 4.240.000 kr. Að auki fær Gafl­ araleikhúsið samkvæmt sam­ starfs samningi 20.000.000 kr. á ári. Kór Öldutónsskóla söng í upphafi og að lokinni úthlutun, þegar boðið var upp á veitingar, spilaði þungarokkssveitin Alchemia nokkur lög. Má segja að þar hafi karlmannleg tónlist hljómað á sýningunni Menn og líklega var tónlist Himbrims það karlmannlegasta í salnum. Styrki hlutu: Lúðrasveit Hafnarfjarðar kr. 500.000. Leikfélag Hafnarfjarðar kr. 500.000. Menningar­ og listafélag Hafn­ arfjarðar ehf. vegna tónleika­ hátíðarinnar Heima kr. 500.000. Sveinssafn kr. 500.000. Kór Öldutúnsskóla kr. 200.000. Kristbergur Ó. Pétursson vegna myndlistarsýningar kr. 200.000. Camerarctica vegna tónleika í Hafnarfirði kr. 150.000 Karlakórinn Þrestir kr. 150.000. Barbörukórinn kr. 150.000. Guido Werner Baumer, f.h. alþjóðlegs tangóhóps, vegna tónleika í sumar kr. 100.000. Hljómsveitin Alchemia vegna útgáfu kr. 150.000. Hljómsveitin Himbrim vegna tónleika og myndbands­ upptöku kr. 150.000. Linda Sigurjónsdóttir vegna barnaskemmtunar í samvinnu við Leiðarljós, kr. 150.000. Músík og Mótor vegna ljós­ mynda sýningar á verkum ungs fólks kr. 150.000. Stanislaw Zawada vegna myndabókarinnar How do you like Hafnarfjörður? kr. 150.000. Hafnarfjarðarbær ­ Húsið, vegna tónleika og myndlistar­ sýningar í Húsinu kr. 150.000. Björgvin og Aðalsteinn Valdimarssynir vegna snjóbrettamóts í Hafnarfirði kr. 100.000. Ólafur B. Ólafsson kr. 100.000 vegna „Sungið í Kænunni“. Símon Jón Jóhannsson vegna útgáfu á vísnabók kr. 100.000. Steinunn Guðnadóttir, vegna verkefna sem tengjast Hátíð Hamarskotslækjar kr. 100.000. Jórunn Jörundsdóttir fyrir hönd hóps áhugamyndlistamanna kr. 50.000. Hulda Hreindal Sigurðardóttir vegna myndlistarsýningar í Hafnarfirði kr. 50.000. Rathlaupafélagið Hekla vegna kynningar á rathlaupi í Hafnarfirði kr. 40.000. 4,2 milljónir í 23 menningarstyrki Fjórir fengu helminginn, 500 þús. kr. hver Styrkþegar við athöfn í Hafnarborg þar sem styrkirnir voru afhentir sl. föstudag. Vegið að iðnnámi í Hafnarfirði Í síðustu viku tilkynnti mennta­ málaráðherra ákvörðun um að leggja niður Iðnskólann í Hafnar­ firði og sameina hann Tækni­ skólanum. Þessi ákvörðun hefur ekki verið rædd við bæj ar yfirvöld eða íbúa. Minni hluti bæjar stjórn­ ar varð þess áskynja að eitthvað stæði til fyrir nokkrum vikum og þá var fenginn fulltrúi ráðuneytis á fund, sem sagði málið í vinnslu. Ákvörðunin var svo til­ kynnt strax í kjölfarið. Fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar í skólanefnd átti þó sæti í starfshópi sem gerir þessa tillögu til ráðherra. Það hlýtur að vekja spurningar um aðkomu meiri­ hluta bæjarstjórnar að þessari ákvörðun. Í húfi eru hagsmunir 100 starfsmanna og nemenda, sem hafa undanfarin ár verið á bilinu 450 og 600. Ákvörðunin felur í sér einka­ væðingu nærri 90 ára mennta­ stofnunar, án þess að sú ákvörðun hafi nokkru sinni verið kynnt Alþingi eða rædd þar. Það er fullkomlega óeðlilegt. Þá felst í ákvörðuninni að framtíð iðnnáms í Hafnarfirði er sett í uppnám. Iðnskólinn á að baki glæsta sögu og hefur verið höfuðstoð atvinnulífs í Hafnar­ firði alla tíð. Auk kennslu í bygginga­ og mannvirkjagreinum fer fram í Iðnskólanum kennsla í háriðn, mál miðn um, rafiðnum, tækni teiknun og hönn unar­ og listnámi. Þá er starfrækt starfs­ braut við skólann fyrir nem endur sem þurfa sérstakan stuðning í námi. Vinnumarkaður í Hafnar­ firði er ólíkur vinnu markaði í öllum öðrum sveitar félögum á höfuðborgarsvæðinu að því leyti að mikill meirihluti bæjarbúa starfar í bænum. Forsenda þess­ arar sérstöðu er starfsnám í bæn­ um. Engin trygging er veitt fyrir áframhaldandi iðnnámi í Hafnarfirði með þessari ákvörð­ un. Það er vissulega rétt sem kom­ ið hefur fram að fækkað hefur í iðnnámi á höfuðborgar­ svæðinu öllu á síðustu árum og því má halda fram með góðum rök­ um að nemendafjöldi sé nú ekki slíkur að hann sé til skiptanna milli tveggja skóla. Á þeim vanda er hins vegar hægt að finna fleiri lausnir en eina. Ein ástæða þessa er auðvitað hversu hornreka verk­ og listnám hefur orðið í mennta­ kerfi þjóðarinnar undanfarin ár og sérstaklega nú í tíð nýs mennta málaráðherra. Þegar hefur verið sótt að fjölbreytni náms framboðs í Flensborgar­ skóla og þar er nú einungis hefðbundið bóknám eftir. Það hefði verið hægt að blása til sóknar og skapa forsendur fyrir aukinni samkeppni í framboði á iðnnámi. Hvers vegna hefur ekki verið reynt að útfæra aðrar lausnir? Ein leið hefði verið að leita samráðs við bæjaryfirvöld og þau öflugu samtök iðnaðarmanna sem eru í Hafnarfirði og bjóða þeim að taka yfir stjórn skólans. Af hverju má ekki hugsa slíkar leiðir til sóknar? Allir vita hvað gerist þegar sameining af þeim toga sem hér er rædd verður að veruleika. Þorri starfsins leitar í stærstu ein­ ing una og framboð þjónustu í minni stofnuninni minnkar. Eftir nokkur ár verður ekkert eftir í Hafnarfirði sem máli skiptir. Það er stóra hættan. Þess vegna er brýnt að spyrna nú við fótum. Höfundur er formaður Samfylk ing arinnar og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Árni Páll Árnason Strákarnir á eldra ári í 5. flokki FH tryggðu sér Íslands meistara­ titilinn í handbolta á 5. og síðasta móti vetrarins sem haldið var í Garðabæ. FH­ingar höfðu sigrað á fyrstu 4 mótunum í vetur en leikið er í tveimur deildum. Selfoss sigraði á 3 mótum en þessi lið léku saman í síðasta leiknum. FH jafnaði á síðustu sekúndu og liðin stóðu því jöfn. Liðin voru með jafna markatölu en aðeins er skráður 7 marka munur þó fleiri mörk séu skoruð. Leiknum var ekki framlengt og hlutkesti látið ráða hvort liðið sigraði á mótinu. Kom það í hlut Selfoss en FH­ingar fengu stoltir Íslands meistara bikarinn. Íslandsmeistarar í 5. fl. FH Íslandsmeistari í 5. fl. í handbolta drengja Íslandsmeistar FH í 5. flokki drengja, eldra ár ásamt þjálfurum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Maíhátíð við Bókasafnið Á laugardaginn stendur Bókasafn Hafnarfjarðar í sam­ vinnu við Þýsk­íslenska tengsla­ netið fyrir maí­hátíð. Þjóðverjar á Íslandi og þýska deildin á bókasafninu vilja með henni kynna þessa skemmtilegu þýsku hefð fyrir bæjarbúum. Dagskráin hefst kl. 16 fyrir utan bókasafnið og stendur til kl. 18. Börn og fullorðnir munu skreyta maítréð og svo verður dansað í kringum það. Kaffi, kökur og hefbundinn maídrykk­ ur verður á boðsstólnum auk leikja fyrir börn, tombóla og hestakerru­hringferðir. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta í sólskinsskapi og fagna þannig sumrinu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.