Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Sennilega hefur mikilvægi jafn­ aða stefnunnar aldrei verið meira í íslensku samfélagi en einmitt núna þegar ójöfnuður er að aukast og verða skýrari. Ljóst er að stjórnvöld gera ekkert til þess að sporna við þeirri þró­ un sem á sér stað, þvert á móti virðist það vera á stefnuskrá núverandi ríkis stjórn­ ar að tryggja þeim efnameiri enn stærri sneið af kökunni og láta þá efnaminni borga brúsann. Stöðugleikinn ekki einkamál launafólks Það er stefna núverandi stjórn­ valda að láta þá sem lægstar hafa tekjurnar viðhalda efnahagslegum stöðugleika í samfélaginu. Að þeirra mati þolir íslenska krónan ekki sveiflur og því þarf launafólk að borga á meðan stórfyrirtæki hafa stórhagnast á gengishruni. Samfylkingin styður kröfur launa fólks um hækkun lág marks­ launa í 300 þúsund og teljum við það jafnframt fráleita kröfu að ætlast til þess að þeir sem verst hafa kjörin eigi að standa straum af stöðugleika í íslensku sam­ félagi. Sveitarfélögin og lífskjörin Þjónusta sveitarfélaga og verðlagning hennar hefur mikil áhrif á lífskjör íbúanna og mögu­ leika þeirra til að láta enda ná sam an og lifa með reisn. Við verðum að horfast í augu við það að gjöld á barnafólk eru meiri hér á landi en í þeim löndum sem við venjulega viljum bera okkur saman við. Fæðingarorlof er sömuleiðis styttra og húsnæðis stuðningur er minni. Ekkert bólar á húsnæðisfrumvarpi velferða ráðherra á þeim tveimur árum sem hún hefur unnið að málinu. Það skýrir þá forgangs­ röð un sem unnið er eftir, en umbætur í húsnæðismálum eru einmitt eitt brýnasta velferðarmál samtímans. Mannréttindi alla ævi Ríkið hefur hingað til þráast við að gefa sveitarfélögunum tækifæri til að samþætta og efla þannig heimaþjónustu, heimahjúkrun og aðra mikilvæga stoðþjónustu sem veitt getur fólki grundvöll til að búa á eigin heimili lengur og við eðlileg og ásættanleg lífsskilyrði. Ef ætlunin er að tryggja borgurum þessa lands viðunandi lífskjör verður þetta að breytast. Stjórn­ völd og samfélagið allt þarf að viðurkenna rétt fólks til fullra mannréttinga alla ævi og haga þjónustunni þannig að fólki á efri árum sé ekki svipt sjálfs ákvörð­ unarrétti sínum, rétti til einkalífs og eðlilegra lífsskilyrða. Sérhagsmunir víki Við þurfum að stokka upp í íslensku samfélagi og tryggja að almenningur fái sanngjarna hlut­ deild í sameiginlegri verð mæta­ sköpun þjóðarbúsins. Að launa­ fólk njóti afrakstur vinnu sinnar og nýtingu þeirra auðlinda sem við eigum öll saman. Við þurfum leikreglur sem tryggja að al manna hagsmunir ríki en sér­ hagsmunir víki. Við viljum sam­ félag sem virðir og fagnar fjöl­ Jöfnum leikinn Adda María Jóhannsdóttir Gunnar Axel Axelsson Ófeigur Friðriksson Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða störf í cateringu, hlaðdeild og flugvélaræstingu. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur: CATERING Starfið felst m.a. í útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Aldurstakmark 20 ár, almenn öku- réttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, íslensku- og/eða enskukunátta. HLAÐDEILD Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, íslenska og/ eða enskukunnátta. RÆSTING FLUGVÉLA Lágmarksaldur 18 ár, almenn öku- réttindi, íslensku og/eða enskukunnátta. STÖRF HJÁ IGS 2015 Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 15. maí 2015. breyti leika mannskyns og gefur öllum jöfn tækifæri. Í tilefni af alþjóðlegum baráttu­ degi launafólks sendum við okkar baráttukveðjur! Höfundar eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Handbolti: 6. maí kl. 19.30, Mosfellsbær Afturelding ­ Haukar úrvalsdeild karla ­ úrslit Knattspyrna: 4. maí kl. 19.15, KR­völlur KR ­ FH úrvalsdeild karla Handbolti úrslit: Karlar: Valur ­ Haukar: 22­29 Körfubolti úrslit: Karlar: Haukar ­ Tindastóll: 62­69 Íþróttir Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní geta sótt um söluleyfi til skrifstofu tóm­ stunda mála, netfang: ith@hafnarfjordur.is eða í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötur 6 merktar 17. júní. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 20. maí kl. 15:00, en þá verður dregið um staðsetningu söluaðila og er aðilum boðið að vera viðstaddir. Þjóðhátíðarnefnd SÖLUTJÖLD/HÚS 17. JÚNÍ

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.