Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar var hlaupið á Víðistaðatúni á sumardaginn fyrsta. Keppendur voru rúmlega fimmhundruð í tólf flokkum. Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd hlaupsins en Hafnar fjarðarbær gaf verðlaunin Fengu allir kepp endur verðlauna­ pening og fyrstir í hverjum flokki fengu verðlaunabikara. Keppnis­ skapið var mismikið, sérstak lega hjá þeim yngstu þar sem keppnis­ skap for eldr anna var jafn vel meira áber andi. Þrír fyrstu hlaup­ arar í hverjum flokki: Konur 15 ára og eldri Þórdís Eva Steinsdóttir Adda Hrund Hjálmarsdóttir Birgitta Lind Scheving Karlar 15 ára og eldri Torben Gregersen Hannes Örn Ólafsson Ævar Þórólfsson Stúlkur 13-14 ára Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Guðrún Lilja Friðjónsdóttir Saga Líf Ævarsdóttir Piltar 13-14 ára Gizur Gottskálksson, Tómas Bragi Starrason, Óskar Atli Magnússon. Stúlkur 11-12 ára Jana Sól Valdimarsdóttir, Úlfheiður Linnet, Lára Karen Arnardóttir. Piltar 11-12 ára Arnór Gauti Úlfarsson, Baldur Örn Þórarinsson, Ágúst Jens Birgisson. Stúlkur 9-10 ára Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Ólína Ágústa Valdimarsdóttir, Selma Sól Sigurjónsdóttir. Piltar 9-10 ára Andri Clausen, Pétur Már Jónasson, Sindri Dan Sigurðsson. Hnátur 7-8 ára Rut Sigurðardóttir, Rakel Brá Bjarnadóttir, Guðlaug Arnardóttir. Hnokkar 7-8 ára Egill Jónsson, Jóhann Darri Harðarson, Hlynur Örn Hjálmarsson. Hnátur 6 ára og yngri Hafrún Birna Helgadóttir, Amanda Rán Oddsteinsdóttir, Elín Margrét Þorsteinsdóttir. Hnokkar 6 ára og yngri Jón Viktor Hauksson, Gunnar Ingi Jónasson, Krummi Víglundsson. Hlaupið af mikilli gleði. Rúmlega 500 í Víðavangshlaupinu Lang fjölmennast í yngstu aldurshópunumStarfsendurhæfing Hafnarfjarðar Aðalfundur Aðalfundur Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 13. maí kl. 14 í húsnæði Starfsendurhæfingarinnar að Flatahrauni 3, efri hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Um staðsetningu á nýju hjúkrunarheimili Gylfi Ingvarsson skrifar kostu­ lega grein nýlega Fjarðapóstinn um hjúkrunarheimili og stöðu undirbúnings á byggingu nýs heimils hér í Hafnarfirði. Tilefni skrifa hans er ályktun Félags eldri borgara þess efnis að horfið verði frá því að byggja í Skarðshlíð og horft til svæða þar sem fyrir er stoðþjónusta, eins og er bæði á Sólvangi og Hrafn istu. Ennfremur lýsir félagið yfir áhyggj um yfir því að mið að við fyrirliggjandi samning um nýtt hjúkr unar­ heimili er um óverulega fjölgun rýma að ræða sem skýtur skökku við þegar horft er til hve eldri borgurum mun fjölga á næstu árum. Það er skynsamlegur tónn í ályktun Félags eldri borg ara og samhljómur með þeirri vinnu sem er í gangi hjá nýrri bæjar­ stjórn sem tók við þessu mikil­ væga verkefni á síðasta ári. Endurmat nauðsynlegt Sá tími sem ný bæjarstjórn hefur tekið sér til þess að skoða þetta mál er ekki langur ef litið er til þess að samningur við ríkið var undirritaður árið 2009, sem­ sagt fyrir 6 árum án þess að fram­ kvæmd ir hafi hafist en nú á vor­ mánuðum, hillir undir að ný til ­ laga að staðsetningu líti dags ins ljós og verði kynnt bæj ar búum. Málflutningur Gylfa hér í blað inu í þar síðustu viku er nokk uð sérstakur í ljósi þess að hann ætti að vita sjálfur þar sem hann sat í starfshópi á síðasta kjörtímabili um undirbúning verks ins að fyrir liggur milli bæj­ arins og ríkisins samningur þar sem skýrt er kveðið á um stærð herbergja og alla aðra þjónustuþætti og ekki stendur til að gera neinar breytingar á gæðum. Allt tal um „flott ræfilshátt“ er því marklaust þvaður en það er alveg ljóst að stærð, þ.e. fjöldi rýma, þjónst uframboð og stað setn ing skiptir máli við byggingu hjúkrunar heim ilis, það hafa teikningar og útreikn­ ingar sýnt með skýrum hætti. Rekstrarforsendur ganga ekki upp í Skarðshlíðinni miðað við 60 rými Gylfi ætti líka að vita eftir setu í undirbúningshópnum sem nú hefur skilað af sér að Hafn­ firðingar ráða staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis og ennfremur að rekstrarúttekt sem fram­ kvæmd var fyrir þann starfshóp sem hann sat í sýndi svart á hvítu að ekki væri hægt að reka 60 rýma hjúkrunarheimili í Skarðs­ hlíð nema bærinn greiddi meðlag með rekstrinum frá fyrsta degi og það er ekki forsvaranlegt hjá skuldugu sveitarfélgi að haga málum með þeim hætti. Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður umhverfis­ og framkvæmdaráðs og situr í fjölskylduráði. Helga Ingólfsdóttir Ég ætla að leika mér í sumar Sumarið er komið, þótt kuldinn úti bendi nú ekki beint til þess svona fyrstu daga sumarsins. Þessa dagana eru bæði börn og foreldrar komin með hugann að einhverju leyti hvernig verja skuli sumrinu. Einhverjir ætla sér að ferðast innanlands og enn aðrir ætla sér að fara út fyrir landsteinana. Síðan eru það þeir sem vilja bara helst ekkert fara út fyrir Hafnarfjörðinn sinn og ætla að njóta alls þess sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Hvað er það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða fyrir börn og unglinga í sumar? Jú það er nefnilega heilmargt sem er í boði. Úrvalið er of ­ boðs lega fjölbreyttar tómstundir sem hægt verður að stunda í sumar, bæði til þess að læra og fræðast og sem og að vera í samneyti við jafnaldra, kunn­ ingja og vini. Kynnast nýju fólki og eignast jafnvel nýja vini. Hafn arfjarðarbær rek­ ur vefinn www.tomstund/sumar­ vefur þar inni eru svör við flest­ um þeim spurningum sem geta komið upp varðandi tómstunda­ starf fyrir börn og ungmenni í sumar. Skráning hófst í síðustu viku, nánar tiltekið á sumar­ daginn fyrsta. Sjálfur ætla ég að gera mitt til að njóta sumarsins, lifa, læra og leika mér með fjölskyldunni. Ég hvet þig til að kynna þér hvað er í boði í bænum okkar góða í sumar og vil nota tækifærið og óska Hafnfirðingum öllum gleðilegs sumars. Höfundur er formaður íþrótta­ og tómstundanefndar Hafnarfjarðar (Æ). Matthías Freyr Matthíasson Laugardaginn 2. maí kl. 11:00 Strandgötu 11 Kynnum til leiks Elvu Dögg & Sverri Garðars. Kaffi og léttur morgunverður í boði. Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna! VG félagar athugið! Keppni var hörð í flokki 9­10 ára stúlkna. Hamagangurinn var mikill hjá strákunum en fall er fararheill! Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.