Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Með einu pennastriki hefur menntamálaráðherra ákveðið að einkavæða Iðnskólann í Hafnar­ firði og segja upp öllu starfsfólki hans. Í nafni hagræðingar á að leggja skólann undir Tækni­ skólann ehf. Starfsemi á áfram að vera í Hafnarfirði en sjálfstæðið er tekið burt og fátt bendir til annars en að hægt og rólega hjaðni undan iðnmenntun í Hafnarfirði. Kusum við þetta yfir okkur? Markaðshyggja í skólastarfi er að verða landlæg og í stað þess að hugsa til lengri tíma er hugsað til skamms tíma í senn og hagræðingar sem alls ekki þurfa að skila ábata þegar til lengri tíma er litið. Iðnmenntun hefur átt undir högg að sækja þrátt fyrir að þörfin á vel menntuðu iðnaðarfólki aukist jafnt og þétt. Í stað þess að skoða hvað gera þurfi til að bæta iðnmenntunina, auka möguleika á framhaldsmenntun í iðninni í stað þess að hvetja gott iðnaðarfólk út úr henni og að hvetja til iðnmenntunar, er hugsað um hvernig spara megi peninga. Þó ég vilji kaupa sláttuvél með nágrannakonunni, þarf ég ekki að giftast henni til þess! Á sama hátt hefði mátt auka samstarf skólanna án þess að þeir þyrftu að ganga í eina sæng. Iðnmenntun á Íslandi verður ekki betri við það að einkavæða Iðnskólann í Hafnarfirði, það er deginum ljósara. Enn verri er aðferðafræðin þar sem ekkert samráð er haft við Hafnarfjarðarbæ, engin almenn umræða um málið og engin fagleg rök kynnt áður en ákvörðunin er tekin. Fækkun nemenda frá 2008 hefur verið miklu meiri í Tækniskólanum en í Iðnskólanum þar sem nemendur er aftur farið að fjölga. Í úttekt um sameininguna er sagt að bóknámið kalli frekar á unga fólkið og geri það enn meir við styttingu á námi til stúdentsprófs. Engar lausnir eða tillögur eru um iðnnámið í hvítbók menntamálaráðherra! Fullyrt er að áfram muni fækka í skólunum báðum. Framlög til skóla byggjast á fjölda nemenda sem taka próf. Ekkert fæst því fyrir þá sem falla út fyrir próf. Af hverju? Með fjárhagslegum ávinningi er sagt að gjaldtaka af nemendum verði með sama hætti og almennt í framhaldsskólum! Hvað er verið að boða? Tækniskólinn er í dag í raun 11 skólar með 11 skólastjórum auk yfirstjórnar. Tólfti skólinn verður í Hafnarfirði, a.m.k. á meðan ekki er hægt að losna út úr leigusamningi sem rennur út árið 2024, nema húsnæðið verði notað undir annað. Ráðherra sýndi Hafnfirðingum og bæjarstjórn Hafnarfjarðar lítils­ virðingu með þessum vinnubrögðum. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagur 3. maí Messa kl. 11 Félagar úr Barbörukórnum syngja, organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. 50, 60 og 70 ára afmælisárgangar fermingarbarna sækja kirkjuna og borða saman léttan hádegisverð í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju eftir messu. Veislustjóri verður úr hópi 50 ára fermingarbarna. Björn Pálsson ljósmyndari tekur hópmyndir. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 3. maí Fjölskylduhátíð í Kaldárseli kl. 11 Boðið er upp á létta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna og hljómsveitin heldur uppi fjörinu. Börnin fá grillaðar pylsur og hinir eldri setjast að veisluborði í sumarbúðunum og þar er tekið við frjálsum framlögum fyrir veitingarnar. Sjáumst í Kaldárseli! Þriðjudagurinn 12. maí Aðalfundur kl. 20 Aðalfundur safnaðarins kl. 20 í safnaðar­ heim ilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarstjórn. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 3. maí Sunnudagaskóli kl. 11 Þema: Allir litir vorsins. Krakkar komi í litskrúðugum fötum eða hafi með sér eitthvað litríkt. Gospelmessa kl. 20 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar. Sr. Kjartan leiðir stundina. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 3. maí Guðsþjónusta kl. 11 Hulda Hrönn Helgadóttir þjónar. Tónlist: félagar úr kór Víðistaðakirkju undir stjórn Helgu Þórdísar. Kaffi eftir guðsþjónustuna. www.vidistadakirkja.is Frjálsíþróttafólk í samstarf um aðstöðu Fyrir skömmu var undirritaður samstarfssamningur milli SamVest, héraðssamböndin á Vesturlandi og Vestfjörðum; UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS, HFF og Frjálsíþróttadeildar FH. Samningurinn felur í sér m.a. að SamVest býðst að koma á æfingar á æfingatíma frjálsíþróttadeildar FH undir stjórn 2­3 þjálfara FH­inga 3­4 sinnum á ári. Eins býðst iðkendum SamVest sem stunda framhalds skólanám á höfuð­ borgarsvæðinu að stunda æfingar hjá FH og grunnskóla­ nemendum að koma á einstaka æfingar hjá FH. Á móti býðst iðkendum og þjálfurum frj.deildar FH til boða að nýta sér aðstöðu á starfssvæði SamVest og að mæta á einstaka æfingar hjá aðildarfélögum SamVest. Þetta er tímamótasamningur í samstarfi milli lands­ hluta eins og framkvæmdastjóri Frjálsíþrótta sam­ bandsins komst að orði við undirritunina. Björg Ágústsdóttir f.h. SamVest og Súsanna Helga­ dóttir f.h. Frjálsíþróttadeildar FH við undirritunina. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Litli könnuðurinn. Potað í linsu ljósmyndarans.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.