Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 30.04.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 húsnæði í boði Mjög gott 141,9 m² skrifstofu­ húsnæði á annarri hæð v/ Reykjavíkurveg alfaraleið! Gott auglýsingagildi. Þrjár skrifstofur, auk opins skrifstofurýmis. Allar uppl. veitir Gyða í s. 695 1095. þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir vorið. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Húsgagnahreinsun. Djúphreinsun á borðstofustólum, hægindastólum, sófa settum, rúmdýnum og teppum/ mottum. Einnig leðurhreinsun. Kem á staðinn og hreinsa. S. 780 8319. gefins 3ja sæta brúnn leðursófi og stakur stóll með fæst gefins. Uppl. í s. 565 3051, 690 1613. til sölu Myndlist til sölu. Olíu- og akrýl mál- verk, vatnslita- og grafíkverk eftir Kristberg Ó. Pétursson. Úrval mynda á tilboðsverði. S. 694 8650 - kbergur@mi.is smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/ fjardarposturinn LÍKAR VIÐ Sýning Listdansskólans Vorsýningar Listdansskóla Hafnar- fjarðar verða í Borgarleikhúsinu á morgun, föstudag kl. 16.30 og kl. 18.30. Allir nemendur skólans 5 ára og eldri taka þátt í sýningunum. Þemað í ár er Hans og Gréta og er ævintýrið túlkað í dansi á glæsilegri sýningu. Miðar eru seldir á midi.is og í Borgarleikhúsinu. Áheyrnarprufur Rósanna Hjá nýstofnuðum Kvennakórnum Rós um er lögð áhersla á faglegan söng, samrýmdan hóp, léttan anda og vináttu. Starfið hefst næsta haust en áheyrnarprufur fara fram þann 16. maí frá kl. 13. Skráning á www.rosir.is Sýningar í Hafnarborg Tvær sýningar standa yfir í Hafnarborg. Í aðalsal sýningin MENN og sýningin Vörður í Sverrissal. Á sunnudaginn kl. 15 ræðir Finnur Arnar Arnarson við gesti Hafnarborgar um verk sín á sýningunni MENN. Skriðið úr skelinni Tónleikaröðin Skriðið út úr Skelinni heldur áfram og á laugardaginn verða sjöttu tónleikarnir á A. Hansen Bar. Tónlistin hefst upp úr kl. 21 og fram koma Skúli mennski, Unnur Sara, Kristín Waage & band og Electric Elephant. Að vanda er frítt inn og allir velkomnir. Bakaraofn í sumarfrí Bakaraofninn með Gunna og Felix hefur gengið fyrir fullu húsi síðan í febrúar í Gaflaraleikhúsinu. Síðasta sýning fyrir sumarfrí er á sunnu­ daginn kl. 13. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Bæjarráð Hafnarfjarðar veitir félagasam tök­ um, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Verkefni skulu tengjast Hafnarfirði með einhverj­ um hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitar félaginu. Verkefni eru ekki styrkt eftirá. Sótt er um í gegnum Mínar síður á vef bæjarins. Umsóknarfrestur er til 14. maí 2015 og skal úthlutun lokið fyrir 1. júní 2015. Fyrirspurnir má senda á netfangið jonaosk@hafnarfjordur.is Aðstoð við skráningu/ umsókn er hægt að fá í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 eða í netspjalli á heimasíðunni. ERTU MEÐ GÓÐA HUGMYND? BÆJARRÁÐ AUGLÝSIR EFTIR STYRKUMSÓKNUM Gjaldfrjáls leikskóli Björt framtíð í Hafnarfirði hefur málefni fjölskyldufólks í forgrunni. Brúa þarf bilið milli fæð ingarorlofs og leikskóla með einhverjum hætti og ljóst er að sveitarfélög ráða ekki ein við það verkefni. Fjárhagsstaða Hafn­ arfjarðar er reyndar með þeim hætti að ekki er svigrúm í fjár hags­ áætlun þessa árs til að taka börn sem fæddust í fyrra inn í leikskóla í haust. Foreldrar sem eiga börn sem fæddust á fyrstu mánuðum ársins 2014 gerðu líklega ráð fyrir leik skóla­ vist fyrir barnið sitt í haust og þegar þeir átta sig á að það geng­ ur ekki eftir eru þeir auðvitað ósáttir. Það er skiljanlegt. Það er leiðinlegt að valda fólki von­ brigðum og Björt framtíð bauð ekki fram í kosningum til þess. Það er því mikilvægt að greina frá nokkrum hugmyndum sem núna er verið að skoða. Niðurgreiðslur vegna dagforeldra Í fyrsta lagi er rétt að taka fram að þó börn sem fæddust snemma í fyrra fái ekki inni í leikskóla í haust, hefur meirihlutinn í bæjar­ stjórn aldrei haldið því fram að þau fái ekki pláss fyrr en þrjátíu mánaða. Það getur vel verið að væntanleg rekstrarúttekt gefi tilefni til að lofa því að þessi börn komist í leikskóla um áramót. Vistun barna hjá dagforeldrum er mun kostnaðarsamari fyrir pyngju foreldra en leik skóli, enda niður greiðir Hafnarfjörður leikskóla um 85%. Nið ur greiðsl­ ur á dagfor eldra gjaldi í bænum er þó með því lægra sem þekkist. Nú hefur meir hluti sveitar­ stjórnar og fræðsluráðs það til skoðunar að auka greiðsl ur til foreldra vegna dagfor­ eldragjalds en það þarf þá að vera háð því að samningar takist við dag foreldra um að foreldrar barn anna njóti aukinna niður greiðslna. Sex tímar fríir? Við höfum það einn­ ig til skoð unar að setja skýrar og einfaldar regl ur um á hvaða aldri börn komast í leikskóla og setja okkur metnaðarfull markmið í því sam bandi. Það ætti að vera óþarfi að foreldrar vakni upp við vondan draum og komist að því að þjón usta sem þeir héldu að væri til staðar er það alls ekki. Vondandi er hægt að lofa því að á kjörtímabilinu verði börn að jafnaði um 18 mánaða þegar þau komast í leikskóla. Við höfum nú til skoðunar ákveðið fyrirkomu­ lag hvað það varðar. Stóra fréttin er þó sennilega sú að meirhlutinn í fræðsluráði hefur beint því til starfshóps um skólastefnu að skoða möguleika á gjaldfríum leikskóladegi. Við sjáum fyrir okkur að hægt sé að skilgreina tiltekinn hluta dagsins, t.d. sex klukkutíma, sem leik­ skóladag án kostnaðar fyrir for­ eldra og einungis sé greitt fyrir þann tíma sem er umfram þessar sex stundir. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóladagur. Hvernig hljómar það? Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði (Æ). Hörður SvavarssonHjallastefnan í Engidalsskóla? Eftir sameiningu Víðistaða­ skóla og Engidalsskóla var starfsemi leikskóla settur í hluta húsnæðis Engidalsskóla en Víðistaðaskóli nýtir húsnæðið enn undir kennslu yngri barna. Nokkur órói varð við breyt­ ing una og tíma tók að ná fram sátt um samnýtinguna svo fólk liði vel í skólanum. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs og fræðsluráðs og Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar hafa a.m.k. í tvígang sést í húsnæði skólans ásamt skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar. Er fullyrt að verið sé að skoða nýtingu á húsnæðinu undir 5. bekk Barna­ skóla Hjallastefnunnar. Engar tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram í ráðum eða nefndum bæjarins. Tryggið ykkur miða 565 5900 midi.is Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Gunni og Felix í drepfyndnum ölskyldufarsa Sunnudagur 3. maí kl. 13.00 „Leikhúsgaldrar og töfrabrögð eru nýtt með frábærum hætti í sýningunni...“ Mbl Síðasta sýning á leikárinu Myndir úr mannlífinu Skoðaðu myndir úr mannlífinu síðustu viku á: www.facebook.com/fjardarposturinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.