Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Horft til norðurs eftir Strandgötu Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur nú verið innlimaður í Tækni­ skólann ehf. Það má vel vera að það hafi verið heillavænlegt skref að einkavæða iðnnámið með þessum hætti en það verður tíminn einn að skera úr um. Það var mjög erfitt að taka afstöðu miðað við þá skýrslu sem gerð var með snatri á vordögum enda virtist ákvörðunin hafa verið tekin – og áður en skýrslan var birt á vef ráðuneytisins. Það er oft sagt að það sé gott að geta tekið skjóta ákvarðanir og fyrir það hrósaði skólameistari Tækniskólans menntamálaráðherra. Aðstoðarskólameistari hefur sagt að öruggt sé að kennsla verði áfram í Hafnarfirði, Tækniskólinn hafi ekki húsnæði til að taka við allri kennslunni. Vonandi að þetta verði til frambúðar og ekki síður að bæjaryfirvöld muni áfram vera á tánum og fylgjast með og styðja við starf skólans í Hafnarfirði. Iðnnám er gríðarlega mikilvægt og mennta­ málaráðherra sagði að ná þyrfti því upp úr hjólför­ unum. Ekki er mér kunnugt um það hvað hann átti raunverulega við en fljótt á litið er margt sem má taka til skoðunar. Dæmi eru um að talsmenn iðnskólanna hafa litið niður til iðnnáms sem m.a. hefur sést á því að góðir námsmenn í iðnskólum hafa jafnvel verið hvattir til tæknináms. Ég veit engin dæmi að fólk líti niður til iðnaðarmanna þó mörg dæmi séu um að foreldrar letji börn sín til að fara í iðnnám og það þykir mörgum fínt að nefna námstitla úr háskólum en sveinspróf og jafnvel meistarabréf í iðnnámi. Iðnnám á ekki að vera einhvert afgangsnám fyrir þá sem ekki treysta sér í bóknám. Iðnnám á að vera eðlilegur valkostur þess sem hefur skapandi hugs­ unarhátt og áhuga á að byggja upp. Margar iðn greinar eru orðnar mjög tæknivæddar og breytast hratt og má nefna rafvirkjun sem gott dæmi. Bjóða þarf upp á uppbyggilegt framhaldsnám og gefa iðnnemum og sveinum kost á skiptinámi og ­starfi erlendis þar sem viðkomandi iðn er í hávegum höfð. Einnig er ljóst að núverandi meistarakerfi þarf að stokka upp til að tryggja sveinum kost á að ljúka námi sínu með sæmd. Þetta á ekki bara við um Ísland en fréttir berast t.d. úr Danaveldi að þar gangi iðnnemum mjög illa að kom­ ast á samning. Hitti ég m.a. ungan danskan skóg­ fræðinema sem varð að koma hingað í starfs þjálfun! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 30. ágúst Guðsþjónusta kl. 11 í veislusal Haukaheimilisins Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. Hausthátíð Ástjarnarkirkju verður 6. september. Fjölbreytt dagskrá. www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 30. ágúst Messa kl. 11 Sr. Jón Helgi leiðir stundina. Guðmundur leikur á orgelið og félagar úr Barbörukórnum syngja. Innritun í fermingarstarfið stendur yfir. Skráning á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju. www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju Innritun stendur yfir í barna- og unglingakóra Hafnarfjarðarkirkju Skráning í netfangið helga.loftsdottir@gmail.com Barnakór æfir á mánudögum kl. 17 - 17.50 fyrir börn í 2. - 5. bekk Unglingakór æfir mánudaga kl. 18 - 19 og fimmtudaga kl. 15.15 - 18.45 fyrir ungmenni í 6. - 10. bekk. Fyrsta æfing 31. ágúst Sjá nánar á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju. HAFNARFJARÐARKIRKJA Úr 3 í 2 hæðir Úr einbýlishúsalóð í 13 íbúðir Skipulags­ og byggingarráð samþykkti á þriðjudag breytt deiliskipulag fyrir Stekkjarberg 9. Þar var áður einbýlishús sem var rifið og var búið að samþykkja teikningar af stóru einbýlishúsi sem aldrei var byggt. Nú hefur verið samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir 13 íbúðum í par­ og raðhúsum auk jafnmargra bílskúra sem standa við lóðarmörk. Gert er ráð fyrir 1,7 bílastæðum á hverja íbúð. Nýtingarhlutfall er 0,36. Töluverðar deilur sköpuðust um upphaflegar tillögur sem gerðu ráð fyrir 3ja hæða húsum sem nú verða 2ja hæða. Í erindi til skipulagsfulltrúa segir Ágúst Már Ármann eigandi lóðarinnar að eftir samtal við nágranna þá teldi hann að sátt myndi náðst ef húsin væru 2ja hæða en hafði eftir fasteignasölum að nauðsynlegt væri að halda 13 húsum svo að verkið gangi upp kostnaðarlega séð. Eftir samþykki bæjarstjórnar fer skipulagstillagan í lögbundinn auglýsingaferil. Núverandi hugmyndir að gerð húsa. Skipulagsbreytingar Deiliskipulagstillögur samþykktar Skipulags­ og byggingarráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag breytingu á deiliskipulaginu Miðbær Hraun, vestur. Athugasemdir bárust en eru ekki birtar í fundar­ gerð. Er þetta reitur sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum, auk þess sem lagt er til að deiliskipulag Hverfisgata­Mjósund­Austurgata­Gunnars­ sund verði fellt inn í deiliskipulagið. Að hluta til er þetta nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Þá var deiliskipulagsbreyting fyrir Strandgötu 26­30 samþykkt en gert er ráð fyrir að húseignin verði nr. 30. Gert er ráð fyrir verslunum á fyrstu hæð og íbúðum á þremur efri hæðunum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.