Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 KvennaKór Hafnarfjarðar getur bætt við sig konum sem hafa áhuga á að syngja í skemmtilegum félagsskap. Raddprófun fer fram í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fimmtudaginn 3. september kl. 19:30. Ýmislegt skemmtilegt verður á döfinni í vetur. Fyrsta æfing kórsins verður mánudaginn 7. september. Stjórnandi kórsins er Erna Guðmundsdóttir. NáNaRi upplÝSiNGaR GEFa: Fjóla Kristjánsdóttir s. 695-1868 Elísabet Sverrisdóttir s. 899-6802 kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com NÁMSKEIÐ á vegum Félags eldri borgara Hafnarfirði Ef næg þátttaka fæst, verður boðið upp á eftirtalin námskeið: 1. Tölvunámskeið fyrir byrjendur 2. Notkun spjaldtölvu (iPad) 3. Enska, talmál 4. Tálgun 5. Fluguhnýtingar 6. Bridge Áhugsamir skrái sig á lista í Hraunseli fyrir 15. september. Stjórn Félags eldri borgara Hafnarfirði. Kolbeinn Höður Gunnarsson, einn efnilegasti spretthlaupari landsins er genginn í raðir frjáls­ íþróttadeildar FH. Kolbeinn, sem er tvítugur að aldri, hefur td. hlaupið 100 metra á 10,65 sekúndum sem er besti tími Íslendings í ár, 200 metra á 21,37 sekúndum og 400 metra á 47,28 sekúndum. Þá á hann Íslandsmet í 200 metra hlaupi í fyrsta senn sem keppt var í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika og 400 metra hlaupi innanhúss. Með æfingum starfar Kolbeinn sem skólaliði í Lækjarskóla. Kolbeinn hefur æft og keppt fyrir Ungmennafélag Akureyrar þar til hann nú flutti suður. Einn efnilegasti sprett­ hlaupari landsins til FH Frjálsíþróttahöllin réði mestu Kolbeinn Höður við undirskrift samnings við FH sl. mánudag ásamt Súsönnu Helgadóttur stjórnarmanni og Sigurði Haraldssyni formanni frjálsíþróttadeildar FH. Mikið verður um dýrðir í græna húsinu á Tjarnarvöllum á laugardaginn þegar opnuð verð­ ur ný Reebok Fitness líkams­ ræktarstöð – í sama húsi og Hótel Vellir. Þegar blaðamann bara að garði var verið að bera inn glæný tæki en Guðríður Erla Torfadóttir, framkvæmdastjóri Reebok Fitnes segir öll tæki í stöðinni vera ný og af full komn­ ustu gerð. Húsnæðið er rúmgott og margir salir. Aðal tækjasalur­ inn er bjartur og stór en auk hans er sérstakur hjólasalur með full­ komnustu hjólum á landinu að sögn Gurrýar. Þá er stór almennur æfingasalur og hot yoga­salur en auk þess er heitur pottur og kald­ ur pottur, gufubað og sauna auk búningsklefa. Verður þetta best búna Reebok Fitness stöðin en fyrir eru stöð í Holtagörðum sem opnaði 2011 og stöð i Urðarhvarfi sem var opnuð í janúar sl. Gurrý segir að einkenni stöðv­ arinnar sé gott verð og að hægt Guðríður Erla Torfadóttir, framkvæmdastjóri Reebok Fitness í nýju stöðunni að Tjarnarvöllum 3. Enn bætir í líkamsræktarflóruna Reebok Fitness opnar á Tjarnarvöllum á laugardag sé að skrá sig í áskrift án bindi­ tíma. Boðið verður upp á fjöl­ breytta hóptíma sem eru inni­ faldir í mánaðarverðinu og má þar m.a. nefna mömmutíma með börnunum. Að auki verði boðið upp á einkaþjálfun og sér nám­ skeið. Öll sala fer fram á heimasíðunni reebokfitness.is en þar má sjá hvaða tíma í boði. Á laugardaginn verður opnun­ ar hátíð sem hefst kl. 11 og þar verður í boði ýmsar mælingar, blóðþrýstingarmæling, þrekpróf og fl. og kynning á starfseminni. Segir Gurrý að á laugardaginn verði opnunartilboð í gangi en til að mæta eftirspurn verður líka boðið upp á 12 mánaða áskrift sem er ódýrasti kosturinn. Ljós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.