Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Endurskráning eldri hópa fer einnig fram á www.sh.isstyrkir barna­ og unglingastarf SH Nýtt sundtímabil hefst með látum 1. september! Æfingastaðir: Sundhöll, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug Skráning er hafin á heima síðu Sundfélags Hafnarfjarðar – www.sh.is Eitthvað fyrir alla: - Sundnámskeið með foreldrum; fyrstu sundtökin (3-4 ára) - Sundnámskeið; sundtökin og vatnið kynnt fyrir krökkunum (4-6 ára) - Sundkennsla; áframhaldandi bæting á tækni og sundi „Stjórn á vatninu“ - Sundæfingar yngri (8-16 ára) - Sundæfingar eldri (16 ára og eldri) Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830 Skriðsunds­ námskeið fyrir fullorðna Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar fagnaði 50 ára afmæli sínu í sumar. Félagar tóku smá forskot á sæluna því félagið var stofnað 11. október 1965. Upphaflega var aðallega æft og keppt í markskotfimi með rifflum en í dag er haglabyssan allsráðandi og haglabyssuíþróttin skeet vinsælust. 4. og 5. júlí hélt félagið mót, SÍH open, og var keppt í skeet og norrænu trappi. Keppendur voru 42 og komu frá Íslandi, Græn­ landi, Færeyjum, Danmörku og Svíþjóð. Þar settu feðginin Rut Stefáns dóttir og Stefán Geir Stefáns son bæði Íslandsmet í nor rænu trappi. Stefán bætti eigið Íslandsmet í karlaflokki og Kristín slóg Íslandmet Hrafn­ hildar Hrafnkelsdóttur í kvenna­ flokki. Að loknu móti var boðið til afmælisveislu og var mikið var um dýrðir. Fimm félagsmenn SÍH voru heiðraðir af Íþróttabandalagi Hafn arfjarðar fyrir meira en áratuga starf. Stefán Geir Stef­ áns son og Anders Már Þráinsson fengu gullmerki ÍBH og þeir Sigurþór Jóhannesson, Jakob Þór Leifsson og Kristinn Rafns­ son fengu silfurmerki ÍBH. Vin í eyðimörkinni Svæði félagsins við Iðavelli hefur vakið athygli fyrir glæsi­ lega uppbyggingu. Það má með sanni segja það þar sé vin í eyði­ mörkinni en svæðið er á útjaðri hraunsvæðis sem áður var aðeins svartar malarnámur. Bæjarbúar hafa verið iðnir við að henda drasli þar sem félagsmenn hafa oft hreinsað upp eftir þá að sögn Ferdinands Hansen, formanns félagsins sem segir félagsmenn hafa lagt mikla vinnu í gegnum árin við uppbyggingu á svæðinu. Mættu mörg fyrirtæki og félög í nágrenninu taka Skotíþrótta­ félagið sér til fyrirmyndar í um hverfismálum. Hraunið vest­ an æfingasvæðisins er mikil perla með fallegum mann vistar­ leifum eins og Rauðamelsrétt og Gerðisstígnum. 50 ára Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar Æfingasvæði til mikillar fyrirmyndar á iðnaðarsvæði Glæsilegt æfingasvæðið á Iðavöllum. Félagið hefur lagt metnað í að byggja upp glæsilegt svæði og rækta upp. Rauðamelsrétt efst til hægri. Finndu Ratleikinn á Facebook! LEIKURINN STENDUR TIL 21. SEPTEMBER Frítt ratleikskort má fá í Ráðhúsinu, í Bókasafninu, á sundstöðum, í Fjarðarkaupum, bensínstöðvum, Músik og sport, Fjallakofanum, Altis, hjá Skógræktinni og víðar. Ratleikur Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.