Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 14
14 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 íbúð óskast Reglusamt par á þrítugsaldri óskar eftir að leigja stúdío eða litla íbúð í Hafnarfirði. Sími 699 4320. þjónusta Í einum grænum garðsláttur og önnur garðverk. fyrir smærri sem stærri garða. Einyrki. Hagstætt verð. Geri tilboð. Uppl. í s. 845 2100. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir vorið. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Hrein húsgögn án ryks, lyktar og bletta! Djúphreinsun á borðstofu- stólum, hægindastólum, sófasett um, rúmdýnum og teppum. Kem á staðinn og hreinsa, s. 780 8319. Byrjendanámskeið í jóga hefst 7. sept. Hádegi mán-mið-fös í Bjarkarhúsinu. Verð 17.200,- 7 vikur, 21 skipti. Upplýs. og skráning: astajoga@gmail.com Ásta Ólafs 899 2239. Píanónám Tek að mér einkatíma fyrir börn og fullorðna. Kenni nótnalestur og leik eftir eyra eða samkvæmt óskum. Bý í miðbæ Hafnarfjarðar. Þórunn Sigurðardóttir sími 868 9198. tapað - fundið Hefur þú séð svartan, loðinn þrí­ fættan kött? Zorró týndist 28. júlí sl. Þeir sem hafa einhverjar upp- lýs ing ar eða hafa séð til hans vins. hafið samband í síma 773 878. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT www.facebook.com/ fjardarposturinn LÍKAR VIÐ Ratleikur Hafnarfjarðar Ratleikur Hafnarfjarðar stendur yfir til 21. september. Frábær fjölskylduleikur en einnig fyrir einstaklinga eða hópa. Fáðu frítt ratleikskort í Bókasafninu, Ráðhúsinu, á sundstöðum, í Fjarðar- kaupum, bensín stöðvum, Altís, Fjall- kofanum, Músik og sport, Þöll, Lemon og víðar. Menningarganga um slóðir uglingamenningar Í kvöld, fimmtudag kl. 20 leiðir Árni Guðmundsson félagsuppeldis fræð- ingur og fv. æskulýðsfulltrúi í Hafnarfirði göngu um slóðir unglinga- menningar í Hafnarfirði, gamla Æskó, Vitann og fl. Gengið er frá Hafnarborg. Hafnarborg Haustsýning Hafnarborgar 2015 er sýningin Heimurinn án okkar. Verður sýningin opnuð á morgun, föstudag kl. 20. Á sýningunni eru verk eftir myndlistarmennina Björgu Þor- steinsdóttur, Brynhildi Þorgeirs dóttur, Finn Jónsson, Gerði Helga dóttur, Mörtu Maríu Jóns dóttur, Ragnar Má Nikulásson, Steinu og Vilhjálm Þorberg Bergsson sem öll eiga sér ólíkan bakgrunn í íslensku myndlistar lífi. Íbúafundur Íbúafundur um Heilsueflandi Hafnar- fjörð verður í Víðistaðaskóla mánu­ daginn 31. ágúst kl. 19.30. Hafnar- fjarðarbær og Embætti landlæknis standa fyrir verkefninu Heilsueflandi samfélag til eflingar lýðheilsu í bæjarfélaginu. Umræðan fer fram á umræðuborðum og gert er ráð fyrir að fundurinn standi í tvær klukku- stundir. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Tilkynning frá HS Veitum Straumlaust 3. september kl. 01-01.30 Vegna vinnu í aðveitustöð verður straumlaust í stutta stund í Hafnarfirði, sunnan lækjar og vestan Kaldárselsvegar aðfararnótt fimmtudags 3. september á tímabilinu frá kl. 01 til 01.30. Beðist er velvirðingar á þessu straumleysi sem er vegna endurnýjunar á rafbúnaði í aðveitustöðinni. www.hsveitur.is Heimurinn án okkar Haustsýning Hafnarborgar hefst á morgun Haustsýning Hafnarborgar 2015 er sýningin Heimurinn án okkar. Verður sýningin opnuð á morgun, föstudag kl. 20 og eru allir velkomnir. Á sýningunni eru verk eftir myndlistarmennina Björgu Þor­ steinsdóttur, Brynhildi Þorgeirs­ dóttur, Finn Jónsson, Gerði Helga dóttur, Mörtu Maríu Jóns­ dóttur, Ragnar Má Nikulásson, Steinu og Vilhjálm Þorberg Bergsson sem öll eiga sér ólíkan bakgrunn í íslensku myndlistar­ lífi. Á sýningunni er teflt saman verkum íslenskra listamanna af ólíkum kynslóðum sem vinna með hugmyndir um alheiminn í verkunum á sýningunni. Í þeim er varpað ljósi á ákveðna þætti alheimsins hvort sem um er að ræða nærumhverfi eða víðara samhengi. Steina ræðir um list sína Á sunnudaginn kl. 15 mun listakonan Steina Vasulka ræða við gesti Hafnarborgar um list sína og fjölbreyttan feril. Steina, Steinunn Briem Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1940 en býr og starfar í Santa Fe í Banda ríkjun­ um. Hún stundaði nám í tónfræði og fiðluleik. Ráðuneyti menn­ ingar mála í Tékkóslóvakíu styrkti hana til framhaldsnáms í fiðluleik við Tónlistarháskólann í Prag á árunum 1959­1964, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum Woody Vasulka. Saman hafa þau tekið virkan þátt í gerjun og frumkvöðlastarfi vídeó listar á heimsvísu. Árið 1965 fluttu þau til New York og stofnuðu The Kitchen í SoHo á Manhattan, sem var tilrauna­ listamiðstöð á sviði raflistar og nýmiðla. F.v.: Óskasteinn I frá 1986 eftir Björgu Þorsteindóttur, Festing frá 1956 eftir Gerði Helgadóttur og nýtt verk eftir Mörtu Maríu Jónsdóttur. Steina (Steinunn Briem). Dósir í körfuna Meistaraflokkur Hauka í körfubolta er með flöskusöfnun á sunnudaginn, sem fjáröflun fyrir keppnisferð til Danmerkur. Haukarnir verða við kl. 13­16 á sunnudaginn og getur fólk haf samband í síma 778 6822 eða á Facebook til að bjóða þeim að sækja til sín flöskur og dósir. Einnig taka þeir á móti flöskum og dósum á Ásvöllum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.