Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Í vikunni voru undirritaðir samningar við starfsfólk í leikskólum bæjarins sem fær námsstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til að stunda nám í leikskóla­ kennara fræðum. Markmiðið með námsstuðningi við starfs­ fólk leikskólanna er að fá fleiri leikskólakennara til starfa. 23 starfsmenn leikskólanna hafa fengið námsstyrk til að stunda nám í leikskólafræðum, ýmist til grunnnáms eða meist­ aranáms. Þeir fá stuðning til þess að sækja kennslu á dag­ vinnutíma og fá þannig leyfi frá störfum í leikskólunum á fullum launum. Fjölskyldutilboð 4 ostborgarar m/ frönskum og kokteilsósu 4.250,- Bílaborgarinn m/ frönskum og kokteilsósu og 0,5 l Coke 1.790,- Flatahrauni 5a • sími 555 7030 www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 15 08 Alls eru um 5.000 félagslegar íbúðir á landinu í eigu sveitar­ félaga. Alls hefur Hafnarfjarðar­ bær yfir að ráða 247 íbúðum og hafði þeim fjölgað um 19 á árun­ um 2013­2014. 21 íbúð leigir Hafnarfjarðarbær af lögaðilum og félagasamtökum en aðrar eru í eigu bæjarins. Aðeins Reykja­ vík, Kópavogur og Akureyri hafa fleiri félagslegar íbúðir og aðeins í Reykjavík og í Vest­ manna eyjum fjölgaði þeim meira en í Hafnarfirði á þessu tímabili. Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær telji að skortur sé á félagslegum íbúðum í bænum og að í gildi sé í gildi húsnæðisáætlun og gerð hafi verið áætlun um húsnæðis­ þörf, verðu félagslegum íbúðum ekki fjölgað 2015­2016. Í Kópa­ vogi er áætlað að fjölga leigu­ íbúðum um 25 á þessu tímabili. Hlutfall félagslegra íbúa í Hafnarfirði er 0,89 íbúð á hverja 100 íbúa en til samanburðar má nefna að þær eru 1,84 í Reykja­ vík, 0,19 í Garðabæ, 1,27 í Kópavogi og 1,58 á Akureyri. Alls sóttu 74 fjölskyldur eða einstakl ingar um félagslegt leiguhúsnæði hjá Hafnar fjarðar­ bæ árið 2014 og voru allar um sóknir samþykktar. í árslok 2014 var 321 umsækjandi á bið­ lista eftir félagslegu leigu­ húsnæði, þar af 25 innflytjendur, 167 einstaklingar, 132 einstakl­ ingar með börn og 22 fjölskyldur. Alls staðar er áberandi lægst hluti þeirra sem eru á biðlista eft­ ir leiguhúsnæði fjölskyldur, þ.e. hjón eða sambúðarfólk. Hafnarfjarðarbær greiddi á árinu 2014 sérstakar húsaleigu­ bætur vegna 522 heimila. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Varasjóðs húsnæðismála lét gera. 247 félagslegar leiguíbúðir í Hafnarfirði Skortur á félagslegum leiguíbúðum en ekki á að fjölga Ertu gamall skáti? Eða hefur þig langað að verða skáti? Skátafélagið Hraunbúar • Hjallabraut 51, Hafnarfirði www.hraunbuar.is • www.facebook.com/hraunbuar • 565 0900 Hraunbúar leita að foringja fyrir drekaskáta - stelpur í vetur Að vera í skátunum er bæði gefandi og spennandi! Upplýsingar gefur Sigríður í síma 696 1762 eða sigridur@hraunbuar.is 23 leikskólastarfsmenn fá námsstyrkStarfsfólk óskast Óskum eftir duglegum, jakvæðum og hressum einstaklingum í fullt starf og í starf vaktstjóra á virkum dögum á nýjan veitingastað að Reykjavíkurvegi 62. Upplýsingar í síma 771 1516 og í netfanginu thorbergur@localsalad.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.