Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 27.08.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015           YOGAHÚSIÐ   Kundalini jóga Hugleiðsla Gong slökun Djúpslökun Orkustöðvanámskeið Mjúkt jóga Yogahusid.is Byrjendanámskeið hefst 1. september Orkustöðvanámskeið hefst 8. september Mjúkt jóga hefst 21. september Skráning á yogahúsið@gmail.com Yogahusið Trönuhrauni 6 Hafnarfirði Simi 8683508           Það eru engir draumar heldur raunveruleiki útgáfa á geisladiski með harmónikuleik þeirra Hildar Petru Friðriksdóttur og Vígdísar Jónsdóttur. Diskurinn heitir „Hildur Petra og Vigdís – Drag­ spilsdraumar“ og inniheldur 15 lög, bæði danslög fyrir harmón­ ikur og einnig falleg dægurlög útsett fyrir harmónikur. Hildur Petra og Vigdís hafa hvor um sig samið eitt lag á diskinum. Þær notast ýmist við þekktar útsetn­ ingar eða útsetja lögin sjálfar fyrir tvær harmónikur. Hildur Petra og Vigdís hafa spilað saman á harmóniku í nokk ur ár. Þær eru einnig hluti af hljómsveitinni „Við og við“ sem spilar með þeim á þessum diski auk fleiri hljóðfæraleikara. Hildur Petra ólst upp á Svalbarðseyri við Eyjafjörð en Vigdís er Hafnfirðingur. Hildur Petra hefur leikið á harmóniku frá unga aldri en Vigdís fékk sína fyrstu harmóniku fyrir 9 árum síðum. Þær stöllur hafa spilað saman við ýmis tilefni um allt land en þetta er þeirra fyrsti geisladiskur. Hálfur hafnfirskur harmónikudiskur Dragspilsdraumar Hildar Petru og Vigdísar Hildur Petra og Vigdís við upptökur í Tónræktinni á Akureyri. Líflegt í Bókasafninu Tónlist, bækur og safnarasýning Mörgum finnst gaman að safna allskonar hlutum. Bókasafn Hafnarfjarðar býður söfnurum að sýna gripi sína í sýningar­ skápnum í anddyri safnsins. Undanfarið hefur verið uppi útstilling sem sýnir hollenska skrautmuni úr keramiki í eigu Ragnars Sveinssonar (1932­ 2012) frá Siglufirði. Þar má finna diska, bjórkrusir, hollenska klossa og margt fleira. Fallegur blá hvítur liturinn og vindmyllu mótífin vekja athygli ekki bara Íslendinga heldur einnig erlendra gesta. Hollensk hjón voru yfir sig hrifin af sýningunni og skildu eftir lyklakippu með litlum bláhvítum klossum sem er frægt einkenni Hollands. Ef safnarar í Hafnarfirði hafa áhuga á að sýna hluti sína í and­ dyri safnsins má hafa samband við Bókasafnið. Þegar nýr forstöðumaður bókasafnsins hóf störf, þá var hann látinn byrja frá grunni enda starfsþjálfun tekin alvarlega. Anna Sigríður og Óskar Guðjónsson, nýr forstöðumaður. Þrátt fyrir að enn sé ekki komin sátt um innlimun Iðn­ skólans í Hafnarfirði við Tækni­ skólann ehf. er enginn bilbugur á menntamálaráðherra sem tekið hefur þá ákvörðun án þess að samþykki Alþingis liggi fyrir um að leggja ríkisstofnunina Iðnskólann í Hafnarfirði niður. Aðeins einn bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Rósa Guðbjartsdótt­ ir, mætti við athöfn sl. föstudag þegar merki Tækni skólans var afhjúpað og lagðir voru steinar í vörðu á skólalóðinni sem hefur fengið útlenska nafnið Hipsterinn eftir bólu sem margir telja að sé sprungin. Öllum bæjarfulltrúum hafði verið boðið að vera við athöfnina og var fjarvera þeirra því áberandi en kannski táknræn fyrir stöðuna í málinu. „Tækniskólinn vill verða stærsta sprotafyrirtæki landsins,“ segir Jón B. Stefánsson skóla­ meistari en skólinn er eftir sam­ eininguna stærsti fram halds skóli landsins með um 2.200 nem­ endur. Menntamálaráðherra lagði áherslu á mikilvægi iðnnáms og sagði að ná þyrfti iðnnáminu upp úr þeim hjólförum sem það hefur veri í. Iðnskólinn orðinn Tækniskólinn Fjarvera bæjarfulltrúa áberandi við athöfn við skólann Menntamálaráðherra vill ná iðnnáminu upp úr hjólförunum. Skólameistari ávarpar gesti. Hleðslufólk ásamt aðst.skóla­ meistara við „Hipsterinn“. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.