Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Nú eru skólar byrjaðir og við sjáum fleiri börn á ferð á leið til og frá skóla. Einnig sjáum við mikinn mun á bílaumferð þar sem foreldrar keyra börn sín í skólann og svo alla eldri nem­ endur sem keyra sjálf í skólann. Það er ekki hægt að sleppa því að hrósa unga fólkinu fyrir kurteisi í umferðinni. Á leið minni til og frá vinnu á ég leið fram hjá einum af grunnskólum bæjarins og á þeirri leið eru nokkrar gangbrautir. Ósjaldan þarf ég að stöðva til að hleypa fólki yfir og það er alltaf jafn gaman að upplifa það að krakkarnir þakka fyrir að stöðvað sé fyrir þeim. Það er ekkert sjálfgefið og í raun engin sérstök ástæða til, þau eru jú að fara yfir gangbrautir ­ þeirra vegi. Ekki þökkum við, ökumenn, vegfarendum fyrir þegar þeir bíða við götukant og bíða á meðan við ökum hjá! En það er engu að síðar merki um kurteisi sem smitar út frá sér og gerir samfélag okkar betra. Hvort sem það er 1. bekkingur sem veifar fallega til manns eða unglingur sem gefur lítið merki um þakklæti, þá gefur þetta birtu inn í daginn sem ber að þakka fyrir. En þá kemur að bílnotkun nemenda í framhalds­ skólum. Ekki aðeins eykur hún mjög álag á þeim tíma sem allir eru að fara í vinnu heldur taka bílarnir upp gríðarlegt pláss við skólana. Við Flensborg og Iðn­ skól ann eru gríðarlega stór malbikuð bílastæði sem hafa verið gerð á kostnað skattborgara og það kostar ekkert að nýta sér þau! Á meðan framhalds skólar berjast í bökkum við að ná endum saman í rekstri, innheimta ýmis gjöld og skera niður, þá erum við að borga fyrir rándýr bílastæði svo nemendur geti komið, einn í bíl í skólann. Af því að Haukar eru að keppa í Bolzano við rætur Týrólafjallanna í Ítalíu á laugar­ daginn, þá má nefna að þar er háskóli þar sem ekkert einasta bílastæði er við. Á meðan við kostum háum upphæðum til að gera bílastæði við framhaldsskólanna er verið að berjast við að fá fólk til að nota almennings­ samgöngur. Er nokkur furða að okkur takist það ekki? En aukin áhersla á gerð göngu­ og hjólastíga er mjög jákvæð, það er bæði umhverfisvænt og heilsu­ eflandi að fólk gangi og hjóli meira. Tryggja þarf að þessir stígar verði lagðir þannig að fólk sjái sér hag í því að nota þá í stað þess að hjóla úti í umferðinni þar sem hún er þéttust. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 13. september Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 Kórastarf á mánudögum Foreldramorgnar á þriðjudögum Barnastarf á þriðjudögum Starf eldri borgara á miðvikudögum Unglingastarf á miðvikudögum Alfa-námskeið, kynningarfundur fimmtudaginn 17. sept. kl. 20:00 Sjá nánar á astjarnarkirkja.is www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 13. september Messa og sunnudagaskóli kl. 11 Peningum safnað til að styðja flóttamenn Morgunmessur miðvikudaga kl. 8.15-8.45 Morgunverður á eftir. Tíu Til Tólf ára starf hefst mánudaginn 14. september kl. 16.30 -18 í Vonarhöfn, gengið inn frá Suðurgötu. Erla Björg og Ísak sjá um spennandi starf alla mánudaga í vetur. Allir 10-12 ára krakkar velkomnir. Mömmumorgnar á fimmtudögum kl. 10 - 12 í Vonarhöfn, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, gengið inn frá Suðurgötu. Allar mömmur velkomnar með börn sín. Sjá nánar á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju: www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Víðistaðakirkja Sunnudagur 13. september Fjölskylduhátíð kl. 11 Nú hefst barnastarf vetrarins með nýju efni m.a. verður Nebbi kynntur til sögunnar. María og Bryndís leiða stundina ásamt sóknarpresti. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, verið með í sunnudagaskólanum frá upphafi! Samvera með foreldrum fermingarbarna eftir messu. 6-9 ára starf hefst miðvikud. 16. sept. kl. 13:30 10-12 ár starf hefst miðvikud. 16. sept. kl. 14:30 Kyrrðarstundir hefjast miðvikud. 16. sept. kl. 12:00, súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 13. september Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 MIÐVIKUDAGAR: Foreldramorgnar kl. 10-12 Krílakór yngri kl. 16.30 (2-3ja ára í fylgd með fullorðnum) Krílakór eldri kl. 17-17.40 (4ra-5 ára) Skráning í síma 565 3430 Kirkjukórinn – æfing kl. 18:30 FIMMTUDAGAR: Krílasálmar í kirkjunni kl. 10:30 (stund fyrir ungbörn og foreldra) Sjá nánar á www.frikirkja.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.