Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Rauði krossinn sinnir réttindagæslu fyrir hælisleitendur Mikilvægt starf með fólki í leit að alþjóðlegri vernd Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir fólk í leit að alþjóðlegri vernd í lok ágúst 2014. Á þeim tíma hafa yfir 200 manns leitað alþjóð­ legr ar vernd ar á Íslandi. Fólk ið kemur víða að og úr erfiðum aðstæð­ um. Meðan mál fólks eru tekin fyrir er oft lítið við að vera og fólk getur ekki tekið þátt í samfélaginu á sama hátt og aðrir. Allir þurfa öðru hvoru að hlægja, gleyma sér og njóta augnabliksins og það getur verið erfitt þegar lífið er í óvissu. Þess vegna er félagsstarf Rauða kross­ ins í Hafnarfirði og Garðabæ mikilvægur hluti af því sem Rauði krossinn gerir fyrir fólk sem leitar alþjóðlegrar verndar. Félagsstarfið gefur fasta punkta í tilverunni á þessum óvissutíma. Í starfinu er hægt að dreifa huganum, hitta fólk og gera skemmti­ lega, og oft nýja, hluti. Starfið er fjölbreytt, inniheldur fræðslu, menningu, íþróttir og skemmtun í bland. Áhersla er lögð á að læra inn á íslenskt samfélag, bæði almennt og það nærsam­ félag sem fólkið býr í en hælis­ leitendur búa í þremur sveitar­ félögum þar með talið Hafnar­ firði. Með góðri tengingu við samfélagið og samskiptum við fólk er minni hætta á félags legri einangrun og þeim afleiðingum sem hún getur haft. Sjálf boða­ liðar halda uppi starfinu og skipu leggja það í samráði við hælisleitendurna sjálfa en hópur­ inn er fjöl breytt ur, börn og full­ orðnir á öllum aldri, og starfið því fjölbreytt í samræmi við það. Sjálfboðaliðar heimsækja Auk félagsstarfsins bíður Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ fólki sem leitar að alþjóðlegri vernd upp á heim­ sókn ir. Sumir þeirra treysta sér ekki í félagsstarf í stærri hópi og þiggja því frekar samskipti í smærri hópum. Fólkið er heim­ sótt af sjálfboðaliðum og spjalla þeir saman um það sem er þeim efst í huga hverju sinni. Einnig veita sjálfboðaliðar ýmsar upp­ lýs ingar um samfélagið, þjón ­ ustu sem Rauði krossinn veitir og tækifæri til þátttöku í sam­ félaginu. Margir vilja leggja lið Viðburðir í félagsstarfi og heimsóknir eru að meðaltali um 15 í mánuði og hafa aukist jafnt og þétt síðustu mánuði með auknum fjölda fólks sem hingað kemur. Viðburðirnir fara fram í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Hópur sjálfboðaliða sem vinna í verkefninu fer einnig stækkandi með auknum fjölda fólks en alls starfa nú um 30 sjálfboðaliðar í verkefnunum og er eitt af stærri verkefnum Rauða kross deildarinnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Gríðarlegur fjöldi hefur á síðustu vikum sýnt verk­ efninu áhuga og viljað leggja félaginu lið og er unnið að því hörðum höndum að hafa sam­ band við alla áhugasama. Höfundur er framkvæmda­ stjóri Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Hildur Tryggva- dóttir Flóvenz Norðurlandameistaramót ung­ menna 19 ára og yngri fór fram helgina 29­30 ágúst í Espoo Finn landi. Fjórir FH­ingar kepptu á mótinu en alls voru íslensku keppendurnir níu. Bestum árangri allra íslensku keppendanna náði Hilmar Örn Jónsson FH í sleggjukasti, 6 kg, þegar hann varði Norðurlanda­ meistaratitil sinn frá því í fyrra með 77,60 metra kasti. Af stúlk unum náði Þórdís Eva Stein sdóttir FH bestum árangri þegar hún hljóp 400 m á 55,26 s og varð fjórða. Hún hljóp 200 m á 24,91 sek. sem er undir gildandi aldursflokkameti en vindur var því miður og mikill. Árangur FH­inga á mótinu var eftirfarandi: Hilmar Örn Jónsson: Norður­ landameistari í sleggjukast 6 kg með 77,60 m. Hilmar keppti einnig í kringlukasti þar sem hann kastaði 49,07 m Þórdís Eva steinsdóttir: 400 m á 55,26 sek. í 4. sæti og 200 m á 24,91 sek. í 7. sæti. Vigdís Jónsdóttir: Sleggjukast með 56,38 m í 7. sæti. Kormákur Ari Hafliðason: 400 m á 49,49 sek. í 7. sæti. Þórdís Eva og Kormákur Ari kepptu svo í 4x400 m boðhlaupi stúlkna og drengja en sveitin var blönduð keppendum frá Íslandi og Danmörku, þar sem þau áttu bæði mjög góðan sprett en Kormákur Ari hljóp sína 400 m á 49,2 sek. og Þórdís Eva á 55,4 sek. Þjálfarar í ferðinni voru FH­ingarnir Elísabet Ólafsdóttir og Eggert Bogason. Norðurlandameistari í sleggjukasti í annað sinn Hilmar Örn Jónsson kastaði 77,6 m Hilmar Örn Jónsson gekk til liðs við FH á síðasta ári. Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.