Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Stjórn og nefndir FEBH 2015-2016 Formaður Jón Kr. Óskarsson 555-1080 895-6158 Varaformaður Loftur Magnússon 555-2915 864-2951 Gjaldkeri Geir Hauksson 555-2563 897-3163 Ritari Elísabet Valgeirsdóttir 555-1747 699-1311 Meðstjórnendur Þórdí B Kristinsdóttir 555-1749 863-4370 Guðfinna Vigfúsdóttir 555-2956 899-7402 Haraldur Magnússon 555-3551 863-7838 Varastjórn Skarphéðinn Lýðsson 588-1339 869-1339 Ragnheiður Ragnarsdóttir 565-4188 661-9188 Skoðunnarmenn Óttar Geirsson 555-4371 864-4371 Skoðunnarm Óttar Geirsson Ferðanefnd Kristín Sigurbjörnsdóttir 555-2045 661-3761 Dansleikjanefnd Margrét Guðmundsdóttir 555-0206 845-1861 Bridge Skarphéðinn Lýðsson form. 588-1339 690-1339 Bingó Kristján Þorláksson 555-1230 848-2202 Félagsvist Karl Elíasson 896-8857 Göngunefnd Magnús S. Ríkharðsson 555-2113 867-7185 Gaflarakórinn Óskar Jónsson 555-2504 846-7125 Kórstjórn Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir 699-8191 Íþróttastarf Sigurður Finnbogason 555-1354 865-2851 Púttnefnd Ármann Guðjónsson 555-2510 865-4361 Skemmti- og menningarnefnd Ingvar Viktorsson 555-2609 862-8636 Form Bókmennta- klúbbsins Sigríður Björnsdóttir 555-2236 863-6022 Þorrablótsnefnd Ingvar Viktorsson 555-2609 Laganefnd Sigurður Hallgrímsson 565-1366 895-1366 Uppstillingarn Kristinn Guðnason 555-1932 Kjaranefnd Guðni Kristjánsson 555-2183 Línudans Sveinn Ásgeir Sigurðsson 555-1979 897-7414 Qi-gong Guðbjörg Helgadóttir Jólanefnd Egill Friðleifsson 555-2236 862-8636 Hugleiðingar um starfsemi og baráttumál eldri borgara hér í bæ, og á landsvísu. Nú þegar starfsskrá Félags eldri borg- ara í Hafnarfirði kemur út er rétt að líta á hvað er í boði hjá FEBH. Við erum með starfsemi á 9 stöðum í bænum og 40 atriði er boðið upp á í viku hverri, svo eitthvað ætti að vera í boði fyrir flesta eldri Hafnfirðinga. Nú er einnig verið að skoða að bjóða upp á námskeið, ef næg þátttaka fæst. Einnig verður boðið upp á súpu tvo daga í viku. Síðasta vetur var komið á fót dansleikfimi sem tókst mjög vel og aukið við til fróðleiks og skemmtunar á fimmtudögum sem enn verður aukið í vetur. Ég hvet eldri Hafnfirðinga að athuga vetrardagskrá ok- kar vel athuga hvort eitthvað sé ekki áhugavert fyrir hvern einstakling. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum og áratug- um stutt vel við starf FEBH og vonandi verður það gert áfram af sama jákvæða kraftinum. Baráttumál okkar í kjarabaráttunni hafa ekki gengið eftir nógu vel að okkar mati. Við teljum að ríkið skuldi enn eld- ri borgurum síðan 2009,þegar kjör þeirra voru skert veru- lega og síðan eftir kjarasamninga frá 1. maí á ríkið enn eftir að bæta okkur um 14 miljarða til samræmis við kjarasamninga er þá voru gerðir. Virðisaukaskattur er enn í hæstu hæðum á lyfseðilsskyldum lyfjum hér á landi. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur í mörg ár verið hrikalega misnotaður í annað en hann var stofnaður til. Sumir tala þannig að eldriborgarar séu ekki nógu mikill þrýstihópur. Nóg að sinni, félagar lítum samt björtum augum til framtíðarinnar og njótum samveru í vetur í góðum félags- skap okkur til ánægju og yndis. Jón Kr. Óskarsson formaður FEBH

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.