Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 „Við hjónin keyptum Þvotta­ húsið Hraunbrún fyrir átta árum. Um það leiti hringdi vinur minn í mig og spurði hvort ég væri Haukur. ,,Já” svaraði ég. Bætti hann þá við með stríðnistón og púka í röddinni; ,,Haukur pressari?“ Þetta segir Haukur Sveins son sem nú hefur látið gera styttu af Hauki pressara fyrir framan þvottahúsið á Hraun brún 40. Styttan er í fullri stærð og er eftir tælenska listamanninn Adisorn Wongpho. Hann hefur fengist við leikmyndagerð fyrir kvikmyndir í Tælandi og einnig gert nokkrar styttur fyrir Jóhannes Viðar kenndan við Fjöru krána. Þær standa við veitinga­ og gistiheimilið að Hliði á Álftanesi. Hver var Haukur pressari? Haukur Guðmundsson press­ ari fæddist 6. janúar 1916 og lést 11. desember 1969, aðeins 53 ára að aldri. Var hann þá staddur hjá góðvini sínum, Ragnari í Þórskaffi. Sat þar við borð og fékk sér morgunkaffi, þegar hann féll fram á borðið örendur. Af öðrum vinum hans og vel­ unnurum má nefna Alfreð Elíasson forstjóra Loftleiða, Pétu r Pétursson þul hjá Útvarp­ inu og Lása kokk. Af þekktum systkinum Hauks má nefna Sigurð ljósmyndara og Clementsíu sem gerðist nunna á Landakotsspítala og keyrði sem bílstjóri þeirra á Volkswagen rúgbrauði þeirra. Haukur gekk ekki heill til skógar. Hann lífnærði sig á því, að ganga milli fyrirtækja og heldri borgara, gera þá fína í tauinu með því að pressa jakka­ fötin þeirra. Hélt hann á straubolta í annarri hendinni en straupúlti undir hinum hand­ leggnum. Leit hann á sjálfan sig sem jafningja heldri borgaranna. Fjórir 25eyringar í krónunni Fræg er heimsókn hans til Bjarna Benediktssonar sem veitti Hauki pressara viðtal, enda Haukur frægur maður. Tilefnið var áhyggjur Hauks af verðbólgunni og að krónan væri að hverfa. Hann vildi að Bjarni gæfi sér loforð um að það gengi ekki eftir. Haukur kom hæst­ ánægður af þeim fundi. Bjarni Ben hafði lofað honum því að alltaf skyldu vera fjórir tuttuguog fimmeyringar í krón­ unni! Margir eldri viðskiptavina minna muna eftir Hauki pressara. Í minningu kynlegs kvists Haukur pressari var frægur maður í sinni samtíð eins og Gísli á Uppsölum og Samúel listamaður, Óli blaðasali, Púlli í Vestmannaeyjum, Lási kokkur, Hemmi túkall svo nokkrir séu nefndir. Listamaðurinn Adisorn Wongpho t.v. við afhjúpun styttunnar. Stytta af Hauki pressara á Hraunbrún Gerð í virðingu fyrir kynlegum kvistum „Mér þykir vel við hæfi að halda minningu þessara litlu bræðra okkar til haga og er styttan úti í garði hjá mér til að heiðra og minnast Hauks Guð­ mundssonar pressara,“ segir Haukur í fatahreinsuninni Hauk pressara við Hraunbrúnina. Styttan af Hauki var afhjúpuð að viðstöddum listamanninum og systurdætrum Hauks pressara sl. föstudag og var viðstöddum boðið upp á tælenska fiskisúpu við strauborðin á eftir. Nafnarnir Haukur pressari og Haukur Sveinsson. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Eitt mark skyldi að Haukar ekki meistarar meistaranna ÍBV sigraði Hauka öðru sinni á stuttum tíma og nú um titilinn meistari meistaranna þar sem mættust bikarmeistarar ÍBV og Íslandsmeistarar Hauka í hand­ bolta karla. Leikurinn endaði 25­24 fyrir ÍBV eftir að hafa leitt 12­8 í hálfleik. Jafnt var í lokin og skoraði ÍBV sigurmarkið á loka sekúndunum. Leonhard Þor­ geir Harðarson var marka hæstur Hauka með 8 mörk og Theódór Sigurbjörnsson var markahæstur hjá ÍBV með 10 mörk. Það var oft vel tekið á mönnum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n www.slippfelagid.is KAFFI OG FÁÐU OG FAGLEGA RÁÐGJÖF GÓÐA ÞJÓNUSTU KOMDU Í Virka daga 08.00 – 18.00 Laugardaga 10.00 – 14.00 *Laugardaga 10.00 – 15.00 Borgartúni 22 Rvk. Dugguvogi 4 Rvk. Gleráreyrum 2 Ak. Dalshrauni 11 Hafnarfirði Opnunar -tími Kveðja úr Dalshrauninu Skúli og Gaui Gæði Reynsla Þjónusta *

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.