Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 10.09.2015, Blaðsíða 16
16 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Prentsmiðja með góða þjónustu í meira en 30 ár Hafðu samband og fáðu tilboð! steinmark@steinmark.is - sími 555 4855 - steinmark.is - Dalshrauni 24, Hafnarfirði Drangahrauni 4, Hafnarfirði Þegar rýnt er í niðurstöður á rannsóknum um vímuefnanotkun ungmenna sem Rannsóknir og greining hefur unnið kemur í ljós að vímuefnanotkun nemenda í grunnskólum hefur minnkað verulega á undanförnum árum. T.d. má sjá þá ánægjulegu niður­ stöðu að enginn nemandi í 10. bekk í Hafnarfirði reykir daglega en allir nemendur sem voru í skólanum ákveðinn dag voru spurðir og var svarhlutfall 84% í Hafnarfirði í 8., 9. og 10. bekk. Áttundu bekkingar hreinir Í áttunda bekk er hreinlega hreint borð, þar er engin vímuefnanotkun af neinu tagi. Í níunda bekk reykir 1% nemenda sem er eins og undanfarin ár. Það er líka ánægjulegt að sjá að rafsígarettur njóta ekki vinsælda en þó hefur 5,6% 10. bekkinga notað rafsígarettur 1­5 sinnum um ævina og 1,4% 20 sinnum eða oftar. Munntóbaksnotkun er líka afar lítil, enginn í 8. og 9. bekk hafa notað munntóbak 20 sinnum eða oftar um ævina og 1% hjá 10. bekk. Hins vegar hafa 4% nemenda í 10. bekk notað munntóbak einu sinni eða oftar síðustu 30 daga og 2% hafa notað neftóbak. Fleiri 10. bekkingar ölvaðir en á höfuðborgarsvæðinu 5% hafnfirskra 10. bekking hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar sl. 30 daga á meðan meðaltalið er 4% á höfuð borgar­ svæðinu en 5% á landinu öllu. Hefur það þó lækkað frá síðasta ári en árið 2002 sögðust 39% 10. bekkinga í Hafnarfirði hafa orðið ölvaðir síðustu 30 daga. Í 9. bekk hafa 2% nemenda orðið ölvaðir sl. 30 daga en enginn 8. bekkinga. 4% 10. bekkinga hafa drukkið áfengi heima hjá öðrum, 1% á sínu heimili og í bænum en 0,3% á skemmtistað en enginn á skólaballi. 3% nemenda hafa prófað hass Hassneysla 10. bekkinga í Hafnarfirði hefur verið rokkandi síðasta ár og mældist mest 10% 2010 en það er það hlutfall sem segist hafa prófað hass einu sinni eða oftar um ævina. Nú sögðust 3% hafa prófað hass og 2% 9. bekkinga. 5% 10. bekkinga segjast hafa prófað marijúana á meðan hlutfallið er 7% á höfuðborgar­ svæðinu og 2% hjá 9. bekkingum í Hafnarfirði. Hlutfall 10. bekkinga sem hafa orðið ölvaðir síðustu 30 daga. Enginn í 10. bekk reykir daglega! 39% 10. bekkinga árið 2002 höfðu orðið ölvaðir síðustu 30 daga en 5% nú 21 ©R&G 2015 Ölvu síðastliðna 30 daga Mynd 17. Hlutfall nemenda í 10. bekk sem hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar síðastliðna 30 daga, árin 2001­ 2015. Mynd 18. Hlutfall nemenda í 9. bekk sem hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar síðastliðna 30 daga, árin 2001 – 2015. 29 39 36 25 18 21 20 23 18 12 10 5 7 6 5 36 29 29 26 22 26 20 18 20 15 8 7 5 6 4 33 26 28 26 22 25 20 18 19 14 9 5 6 5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 % Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið Landsmeðaltal 24 20 17 12 11 10 7 9 6 6 2 1 2 2 2 17 15 12 12 12 9 8 7 7 4 2 2 2 3 16 15 14 11 11 12 8 7 7 6 4 2 2 2 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 % Hafnarfjörður Höfuðborgarsvæðið Landsmeðaltal M yn d: R an ns ók ni r& g re in in g Hörð barátta trjánna við fyrstu haustlægðina Rætur reyniviðs voru aðeins í grasrótinni – Trampólín voru á flugi Fyrsta stóra haustlægðin skall á okkur á þriðjudagsnótt og fengu tré víða í bænum að kenna á öflugum vindkviðum. Víða mátti sjá lauf og minni greinar á götum úti og á einstaka stað létu öflug tré undan eins og á Álfa­ skeiði 45 þar sem voldugt reyniviðartré féll á hliðina og tók með sér nokkra fermetra af grasblettinum við húsið. Virðast allar rætur trésins hafa verið í grasróttinni og ekki komist niður í hraunið sem undir er. Sjaldan hefur vindurinn búið til svona listaverk sem hver gjörninga­ list maður gæti erið stolt r af. Trampólín voru víða á flugi, eitt endaði á ljósastaur á Völlum og annað við hús eftir að hafa skemmt bíl. Á Ásbúðatröð end­ aði trampólín uppi á skor steini og verður aldrei notað aftur. Einn hafði fest trampólínið sitt niður en það dugði ekki til. Vindurinn tók það samt og eyðilagði. Trampólín fast við ljósastaur.Trampólín fast á skorsteini.Trjáskemmdir á Strandgötu. Lj ós m .: Sm ár i G uð na so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Nýr Álfta­ nes vegur opnaður Lengra frá Hrafnistu Nýr Álftanesvegur hefur verið opnaður og gamla veginum hefur verið lokað við afleggjarann að Hraunholts­ braut í Garðabæ. Er þetta breiður og öruggur vegur, ólíkt þeim sem fyrir var og bætir til muna öryggi þeirra sem aka til og frá Álftanesi. Hins vegar hefur þetta áhrif á þá Garðbæinga sem búa á Boðahlein og Naustahlein, auk starfsfólks á Hrafnistu sem hyggjast fara í Garðabæ. Nú þurfa þeir sem aka norður Herjólfsbrautina að um einn kílómetra vestur Álftanes­ veginn gamla til að komast á hringtorg sem leiðir þá út á nýja veginn. Hinn kosturinn er að fara í gegnum Hafnarfjörð. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.