Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 8
8 Á síðastliðnum árum hefur áhersla íslenskra fiskvinnslu- fyrirtækja á ferskar afurðir aukist enda er eftir meiru að slægjast fjárhagslega en í öðrum afurðaflokkum, sagði dr. Björn Margeirsson á ráð- stefnu um markaðsmál sjávar- útvegs sem haldin var á Ísa- firði nýverið. Frá árinu 2000 jókst útflutningur ferskra flaka og flakabita (hnakka- stykkja) úr tæplega 12 þús- und tonnum í tæp 27 þúsund tonn árið 2012. Þessa 15 þúsund tonna aukningu má aðallega rekja til tæplega 11 þúsund tonna aukningar í gámaflutningi en flugflutning- urinn jókst um 4 þúsund tonn tonn á umræddu 12 ára tíma- bili. Árið 2012 voru um 42% ferskra afurða flutt með skip- um borið saman við 4-10% á árabilinu 1999 og 2003. Út- flutningsverðmætið (FOB verð) jókst úr um 6 milljörðum króna árið 2000 í rúma 34 milljarða króna árið 2012. Lægri kostnaður með sjóflutningum „Áhugi útflytjenda á gáma- flutningi má væntanlega eink- um rekja til lægri flutnings- kostnaðar auk þess sem sýnt hefur verið fram á að al- mennt er erfiðara að halda umhverfishitaálagi í skefjum í flugflutningi en í gámaflutn- ingi á sjó. Í doktorsritgerð minni, Hermun hitastigsbreyt- inga í flutningi ferskra fiskaf- urða sem lokið var við árið 2012, er þetta staðfest,“ sagði Björn. Hann benti á að mun styttri flutningstími í flugi og takmarkað framboð á skipa- ferðum valdi því þó að í fyr- irsjáanlegri framtíð muni ákveðinn hluti ferskra afurða áfram verða fluttur með flugi. Ú T F L U T N I N G U R Sífellt meira af ferskfiski flutt á markaði með skipum - meðalverð sjófluttu afurðanna hækka hraðar en flugfisksins Kæling hráefnis í vinnsluferli er veigamikill þáttur í ferskleika vör- unnar í gegnum flutningsferli á leið til kaupenda. Dr. Björn Margeirsson rannsóknastjóri Promens - Tempru.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.