Ægir - 01.08.2013, Qupperneq 19
19
F R É T T I R
höfn hefði alveg borið það
að starfsemi Meitilsins héldi
áfram.
„Hafnarmannvirkin myndu
bera slíkt, bara eins og þau
eru í dag. En hér hefur þó
ýmislegt byggst upp, eins og
t.a.m. Lýsi, sem er hér með
myndarlega starfsemi og frek-
ari uppbygging er í vændum.
Einnig verður að nefna Frost-
fisk sem er mjög sérstakt fyr-
irtæki á landsvísu. Það á eng-
an kvóta og er eingöngu í
fiskvinnslu og kaupir á mark-
aði. Fyrirtækið er einmitt í
fyrrum húsnæði Meitilsins.
Hér eru líka mjög stöndug út-
gerðarfyrirtæki sem byggja á
gömlum grunni, eins og
Hafnarnes VER, Auðbjörg og
Rammi.“
Þrátt fyrir að ýmislegt hafi
gengið á í atvinnumálunum
síðustu árin hefur íbúum
fjölgað jafnt og þétt síðustu
tvo áratugi í Þorlákshöfn.
Þetta má þakka þróuninni
sem hefur orðið í atvinnumál-
um en einnig sækja margir
vinnu til höfuðborgarsvæðis-
ins en búa í Þorlákshöfn.
Stórskipahöfn og
ferjusiglingar
Gunnsteinn segir að mörg
tækifæri séu til staðar í Þor-
lákshöfn til að renna enn
styrkari stoðum undir at-
vinnumálin.
„Við sjáum gríðarleg tæki-
færi í tengslum við höfnina.
Hún er stór en ekki nægilega
stór til að fanga þau tækifæri
sem við sjáum fyrir okkur.
Þar erum við að horfa til sjó-
flutninga til og frá Evrópu.
Síðastliðin 100 ár hefur sú
umræða verið á kreiki að
gerð yrði stórskipahöfn
hérna. Þó að sigling fyrir
Reykjanesið hafi verið að
styttast í áranna rás með
bættum skipakosti og sigl-
ingatækni tekur það enn
drjúgan tíma að sigla fyrir
nesið, eða 8-10 tíma hvora
leið. Landfræðileg lega stór-
skipahafnar er því með ákjós-
anlegasta móti í Þorlákshöfn
með tilliti til sjóflutninga til
Evrópu.“
Nú þegar er kominn vísir
að slíkri starfsemi í Þorláks-
höfn því Sláturfélag Suður-
lands og fleiri fyrirtæki flytja
inn áburð frá Evrópu sem er
skipað upp í Þorlákshöfn. SS
er að hefja framkvæmdir við
byggingu nýs 1.500 fermetra
birgðahúss á staðnum í
tengslum við áburðarinnflutn-
inginn. Lýsi er að reisa tvo
myndarlega lýsistanka niðri
við höfnina en fyrirtækið flyt-
ur verulegt magn af lýsi til
landsins til sinnar framleiðslu.
Skipakomur munu aukast í
Þorlákshöfn með þessum fjár-
festingum.
Nú er allt útlit fyrir að
ferjusiglingar frá Þorlákshöfn
til Vestmannaeyja hafi endan-
lega lagst af. Sú starfsemi var
talsvert mikil í rekstri hafnar-
innar. „Það er áhugi fyrir Ís-
landi og við sjáum alveg fyrir
okkur að það séu tækifæri í
ferjusiglingum milli Íslands
og Evrópu. Allt er þetta á
umræðustigi en ekki í fram-
kvæmdafasa en það eru mörg
tækifæri til frekari atvinnu-
uppbyggingar hér í Þorláks-
höfn,“ segir Gunnsteinn.
DELTA
VO3
OF PV3
Toghlerar
Góðir í köstun • Fljótir að ná skver • Stöðugir
Ásoðnir skór og slitjárn • Hagkvæmir í rekstri og lítið viðhald
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
www.isfell.is
Á þessari lóð rís innan tíðar 1.500 fermetra birgðahús Sláturfélags Suðurlands.