Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2013, Page 27

Ægir - 01.08.2013, Page 27
27 A Ð A L F U N D U R L Í Ú Gjaldtakan hefur nú þegar skaðað Adolf gerði veiðigjöld að um- fjöllunarefni og taldi sýnt að þau hafi hamlandi áhrif á framþróun í greininni. „Veiði- gjöld hafa verið lögð á á grunni reglna sem eru ógagn- sæjar og óraunhæfar og mundu ekki halda væri látið á þær reyna fyrir dómstólum. Veiðigjöldin hafa þegar skað- að atvinnugreinina, en þær hugmyndir um veiðigjöld sem uppi voru síðastliðinn vetur hefðu sem meira er sennilega riðið að fullu mörgum útgerð- arfélögum hefðu þær orðið að lögum og þeim hrint í framkvæmd. Þessi staða skap- ar slíka óvissu í rekstri útgerð- arinnar að farið er að hamla verulega þróun greinarinnar og fjárfestingu í henni,“ sagði formaður LÍÚ og bendi einnig á gjaldtökuna sem áhrifaþátt í kjarasamningaviðræðum við sjómenn. Ljóst megi vera að bæði þurfi að taka tillit til kostnaðarauka vegna veiði- gjalda sem og stórhækkun olíukostnaðar þegar að með- altali megi gera ráð fyrir að laun sjómanna séu um 40% af aflaverðmæti. „Sú hugsun að hagsmunir útvegsmanna og sjómanna haldist í hendur hefur að miklu leyti tapast og það þarf að leiðrétta.“ Hvati þarf að fylgja rekstrarumhverfinu Í lok ræðu sinnar rifjaði Adólf upp ákvæði stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar hvað sjáv- arútvegsmál varðar. Þar komi fram að grundvöllur fiskveiði- stjórnunar verði áfram afla- markskerfið. „Þá kemur fram að áfram verði unnið með tillögu sátta- nefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samnings- bundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varan- legri úthlutun. Samningarnir feli í sér rétt til endurnýjunar að uppfylltum skilyrðum sem samningarnir kveði á um. Í stefnuyfirlýsingunni segir ennfremur að lög um veiði- gjald verða endurskoðuð á þann hátt að tekið verði al- mennt gjald sem endurspegli afkomu útgerðarinnar í heild og annað sérstakt gjald sem taki mið af afkomu einstakra fyrirtækja. Útvegsmenn hafa lýst sig reiðubúna til samstarfs með stjórnvöldum að skapa megi sjávarútveginum góðan grunn til verðmætasköpunar, samfé- laginu til heilla. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja frið um greinina og rekstraumhverfi sem hefur í sér hvata til fjárfestingar og sóknar.“ Hvalaafli verði ákveðinn til næstu fimm ára Á aðalfundi LÍÚ var samþykkt ályktun um hvalveiðar. Þar er skorað á sjávarútvegsráð- herra að ákveða leyfilegan heildarafla á langreyði og hrefnu fyrir næstu fimm ár „til að tryggja að áfram verði hægt að veiða hval við Ísland í anda ábyrgrar og skynsam- legrar nýtingar sjávarauðlinda,“ eins og seg- ir samþykktinni. Fylgst með framsöguerindum á aðalfundi útvegsmanna. Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ, lét sig ekki vanta á aðalfundinn og heilsar hér Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.