Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2013, Page 28

Ægir - 01.08.2013, Page 28
28 F I S K V I N N S L A Frostfiskur ehf. er stærsta fiskvinnslan í Þorlákshöfn og framleiðir úr allt að 12 þús- und tonnum af hráefni á ári. Fyrirtækið kaupir nánast allt sitt hráefni á markaði. Inn- kaupunum er hagað eftir pöntunum sem berast frá er- lendum kaupendum og hrá- efnið er mest línuveiddur fisk- ur frá dagróðrabátum. Aðals- merki Frostfisks er að útvega viðskiptavinum sínum ferskan og frosinn fisk af réttum gæð- um og á réttum tíma. „Þorlákshöfn hefur verið útundan í umræðunni. Kannski vegna þess að for- kólfar í atvinnulífinu hérna eru ekki nógu frekir. Menn láta allt yfir sig ganga,“ segir Steingrímur Leifsson. Hann er framkvæmdastjóri Frostfisks ehf. og rekur fyrirtækið ásamt bróður sínum, Þorgrími. Þeir bræður liggja ekkert á skoð- unum sínum og kveða fast að orði þegar talið berst að sam- keppnisstöðu innan fisk- vinnslunnar og útfærslu á vigtunarreglum. Kaupa nánast allt sitt hráefni utan Þorlákshafnar Auk Frostfisks reka þeir bræður skreiðarþurrkunina Klumbu í Ólafsvík.Frostfiskur var stofnaður árið 1992 og vinna um 140 manns hjá fé- laginu. Steingrímur minnist fundar með Jóni Bjarnasyni, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra, sem haldinn var í Þorláks- höfn þar sem fram hafi kom- ið að árið 1990 hafi um það bil 30 skip verið gerð út frá Þorlákshöfn en eru nú innan við 10. „Þetta voru samt ekki nægilega sterk rök til þess að fá byggðakvóta hingað. Bent var á að það byggju of margir á staðnum til þess að hann fengi byggðakvóta, eða 52 fleiri en reglurnar sögðu til um. Miðað við önnur svæði á landinu hefur Þorlákshöfn al- gjörlega orðið útundan,“ segir Steingrímur. Hann segir það einnig til marks um stöðuna í Þorláks- höfn að Frostfiskur verður að kaupa nánast allt sitt hráefni annars staðar frá. „Áherslan hefur alltof lengi verið öll á útgerðina en augu manna hafa síður beinst að fiskvinnslu og sölu. Við get- um ekki búið til verðmæti úr aflanum nema við getum unnið hann í verðmætar pakkningar sem seljast á góðu verði. Það sem skiptir öllu máli á neytendamarkaði eru gæði og stöðugt framboð. Berist varan ekki fyllast hill- urnar af annarri matvöru,“ segir Þorgrímur. Steingrímur segir að alveg frá upphafsárum kvótakerfis- ins hafi verið einblínt á út- Vilja eina vigtarreglu og allan fisk á markað Bræðurnir Þorgrímur og Steingrímur Leifssynir reka Frostfisk ehf. í Þorlákshöfn með miklum myndarbrag en hafa eitt og ann- að út á samkeppnisstöðu fiskvinnslunnar að setja.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.