Fréttablaðið - 11.04.2015, Side 10

Fréttablaðið - 11.04.2015, Side 10
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 FERÐAÞJÓNUSTA Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæm- ur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölg- un ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunar- tíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verk- taka í þrif svo okkar starfsfólk nýt- ist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgða- bílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs- vörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir. Áætlað er að árið 2014 hafi tæp- lega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönn- um eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóð- garðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferða- manna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við upp- byggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæm- ur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerð- um, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferð- inni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru. svavar@frettabladid.is Óttast að Þingvellir fari illa næstu vikur Þjóðgarðsvörður óttast að ferðamannastraumur næstu vikna gangi nærri gróðri í þjóðgarðinum. Gróður er viðkvæmur eftir erfiðan vetur á sama tíma og straumur ferðafólks hefur stóraukist á þessum árstíma. Búist er við yfir 700.000 gestum í ár. Á HAKINU Í febrúar var strax mikil umferð ferðamanna á Þingvöll- um. MYND/BERGLIND SIGMUNDSDÓTTIR En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður Endurskoðun stefnumótunar fyrir þjóðgarðinn til 2030 stendur nú yfir. Viðfangsefnið er umferð og flæði ferðamanna, sjálfbærni og öryggi innan þjóðgarðsins. Helstu breytingar frá stefnumörkun frá árinu 2004 felast í því að fjöldi ferðamanna hefur stóraukist, meira álag er á land þjóðgarðs- ins og ferðavenjur fólks hafa breyst. ➜ Fjölgun ferðamanna knýr endurskoðun NEYTENDAMÁL Dekkjaverkstæð- ið Titancar reyndist alltaf vera með lægsta verðið á dekkjaskipt- um í nýrri könnun sem verðlags- eftirlit ASÍ framkvæmdi nýlega. Gúmmívinnustofan SP dekk var oftast dýrust. Verð var kannað hjá 21 hjólbarðaverkstæði. Mestur var verðmunurinn á dekkjaskiptum á jeppa með 17 tommu álfelgum. Lægst var verð- ið hjá Titancar, 5.500 krónur, en hæst hjá Gúmmívinnustofunni SP dekk, eða 13.197 krónur. Það gerir verðmun upp á 7.967 krónur eða 140 prósent. Minnstur var verðmunurinn á dekkjaskiptum fyrir meðal- bíl á 16 tommu stálfelgum, eða 60 prósent. Sem fyrr var verðið lægst hjá Titancar, 4.500 krónur, en dýrast á Gúmmívinnustofunni SP dekk, 7.195 krónur. Loks var 103 prósenta verð- munur á dekkjaskiptum fyrir smábíl á 14 tommu álfelgum, ódýrast hjá Titancar eða 4.000 krónur. - ie Allt að 140 prósenta verðmunur á þjónustu við dekkjaskipti í nýrri könnun: Uppblásið verð á dekkjaskiptum DEKKJASKIPTI Mikill munur er á verði eftir fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vinnustofa með Tim Harkness, sálfræðingi fótboltaliðsins Chelsea. Vinnustofa fyrir þá sem vilja takast á við áskoranir í samskiptum. Staður: Opni Háskólinn í HR Stund: Föstudagur 17. apríl kl 13-17 Nánari upplýsingar: hr.is/opnihaskolinn/communication-strategies COMMUNICATION STRATEGIES Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 68 3 3 6 Búdapest 1. maí í 4 nætur Frá kr. 72.900 Búdapest stendur á einstökum stað við Dóná sem skiptir henni í tvennt: annarsvegar er Búda, eldri hluti borgarinnar, sem stendur í hlíð vestan árinnar og hinsvegar Pest, nýrri hluti borgarinnar. Í Búda eru margar stórfenglegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar. Má þar nefna Kastalahverfið, sem gnæfir yfir borgina, hina stórfenglegu Matthí- asarkirkju, rústir Aquincum, hinnar fornu borgar Rómverja, hellana og Gellért-hæðina með hinni 14 metra háu frelsisstyttu. Frá henni er frábært útsýni yfir Pest sem byggð er á sléttunni austan megin ár- innar. Í Pest er verslunarhverfið, leikhúsin og óperan. Þar blómstrar menningarlífið en alla daga má velja um fjölda leiksýninga, tónleika og listsýninga. Það er gott og hagstætt að versla í Búdapest, hvort sem þú leitar að fatnaði, listmunum, málverkum, leir- list, antík, skófatnaði eða postulíni. Í Búdapest finn- ur þú dásamlega veitingastaði af gamla skólanum með dæmigerðri ungverskri matargerðarlist, sem er ómissandi að prófa, innan um nýja spennandi staði í hæsta gæðaflokki. Hér er hægt að lifa í veislu í mat og drykk á mjög hagstæðu verði. 49.900 Flugsæti frá kr. Novotel Centrum Aquincum Hotel NH Hotel Mercure Korona Frábært verð Frá kr. 77.900 Netverð á mann frá kr. 77.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat Frábært verð Frá kr. 75.900 Netverð á mann frá kr. 75.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat Frábært verð Frá kr. 73.900 Netverð á mann frá kr. 73.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat Frábært verð Frá kr. 72.900 Netverð á mann frá kr. 72.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 1 -7 4 9 C 1 6 4 1 -7 3 6 0 1 6 4 1 -7 2 2 4 1 6 4 1 -7 0 E 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.