Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2015, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 11.04.2015, Qupperneq 18
11. apríl 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 F réttablaðið hefur undanfarnar vikur sagt fréttir af dóms- málum sem rót eiga að rekja til bankahrunsins. Þar er um mikilvæg mál að ræða sem snúast öðrum þræði um merkilegt tímabil í Íslandssögunni. Það væri undir eðlilegum kringumstæðum ekki sérstakt tilefni til leiðaraskrifa að dagblað hefði sagt fréttir. En viðbrögðin gefa tilefnið. Fyrri fréttin sem hér er vísað í lýtur að ásökunum héraðsdómara um að sérstakur saksóknari hafi logið til um að hafa ekki vitað að Sverrir Ólafsson, meðdómandi í Aurum-málinu svokallaða, hafi verið bróðir Ólafs Ólafssonar, eins ákærðu og síðar dæmdu í Al Thani- málinu. Saksóknarinn hefur nú gert kröfu um að héraðsdómurinn verði ógiltur á grundvelli vanhæfis Sverris. Það er einsdæmi í íslenskri réttarsögu að sitjandi dómari tjái sig með þessum hætti, og raunar muna reyndustu menn ekki eftir viðlíka ásökunum á hendur handhafa ákæruvalds. Er það ekki frétt? Síðari fréttin var unnin upp úr grein Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, þar sem hún segir að símtal, sem er ein forsendna sakfellingar Ólafs í Hæstarétti, hafi alls ekki verið við Ólaf Ólafsson, heldur allt annan „Óla“. Fréttablaðið tók enga afstöðu í þessu máli, frekar en öðrum, heldur vann frétt upp úr grein Ingibjargar, og reyndi eftir megni að afla gagna um hvort ávirðingar hennar væru á rökum reistar. Svo reyndist vera. Er það ekki frétt? Einhver spurði hvort það væri réttarmorð að dæma bankamenn í fangelsi. Svarið við því er: Það fer eftir ýmsu. Ef farið er að leikreglum og vandað til verka þá er það auðvitað ekki réttarmorð. Fjölmiðlum ber skylda til að segja frá því þegar málsmeðferð eða framgöngu valdhafa í opinberum málum er ábótavant. Þess vegna er það frétt þegar héraðsdómari sakar saksóknara um lygar, og þegar í ljós kemur að Hæstiréttur hefur farið mannavillt. Í slíkum frásögnum felast engar ásakanir um réttarmorð. Frétta- blaðið tekur enga afstöðu til þess, heldur gegnir því hlutverki sem fjölmiðlar eiga að gegna. Að segja fréttir og veita handhöfum opinbers valds aðhald. Aðrir geta svo dregið sínar ályktanir. Sumum er tamt að reyna að lesa sérstaka fyrirætlan eða tilgang úr fréttaflutningi. Þá er gjarnan rýnt í fortíð fólks. Hvar hefur það unnið, hverjir eru vinir þess, hvaða flokk kýs það? Morgunblaðið fellur í þessa gryfju. Margur heldur mig sig. Fréttablaðið getur fullvissað lesendur um að það er ekki á neinni slíkri vegferð. Það segir fréttir, allar fréttir ekki bara sumar, og reynir að hafa þær sannar, hlutlausar og upplýsandi. Vitaskuld er nauðsynlegt að þeir atburðir sem hér urðu á haust- dögum 2008 séu gerðir upp. Dómsmál eru óhjákvæmilegur fylgifiskur. En ekki má falla í þá gryfju að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram, heldur verður að láta þær reglur sem samfélagið hefur sett sér skera úr um sekt eða sýknu. Af því má engan afslátt gefa. Vilmundur Gylfason, fyrrum þingmaður og ráðherra, kallaði fjöl- miðla varðhunda lýðræðisins. Það væri heldur bitlaus varðhundur sem ekki gelti, þegar handhöfum opinbers valds verður á í messunni. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Umhugsunarverð viðbrögð: Dagblað segir fréttir Það eru fáir fiskréttir íslensk-ir. Fiskur er frekar einfaldur í matreiðslu, yfirleitt soðinn í potti eða steiktur á pönnu. Það er ekkert sérstakt við það. Íslending- ar byrjuðu líka frekar seint að éta fisk. Hér voru fáir bátar og enn þá færri bryggjur. Saltfiskur virðist eiga uppruna sinn, eins og margt annað, í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Að salta og þurrka fisk er geymsluaðferð sem þekkist um allan heim. Ekki einu sinni harð- fiskurinn er íslenskur. Harðfisk- ur er forn-kínverskur réttur. Og þeir salta hann ekki bara heldur krydda hann líka. Þetta kom mér ekki á óvart. En ég gapti af undr- un þegar ég gúgglaði kæsta skötu. Ég hélt að það hlyti að vera sér- íslenskt fyrirbæri. Ó nei, í Kóreu þykir hún herramannsmatur og kallast hongeohoe. Hingað hefur vinnsluaðferðin líklega borist í gegnum Grænland. Ef fólk borðar illaþefjandi tinda- bikkju í Kóreu þá getur það varla talist séríslenskt fyrirbæri. Kórea byggðist mörg þúsund árum á undan Íslandi. Hongeohoe Það er ekki hægt að ljúka svona rannsókn á uppruna íslenskra rétta án þess að skoða sæta- brauðið. Samkvæmt Google er kleinan þýsk. Orðið er dregið af þýska orðinu klein, sem þýðir lít- ill. Í Noregi heitir hún fattigman en í Svíþjóð klenäter. Í Danmörku klejne. Þessar útlensku kleinur eru alveg eins í laginu og þess- ar íslensku. Eini munurinn á evr- ópsku og íslensku kleinunni er að sú evrópska er yfirleitt sykurhúð- uð en sú íslenska ekki. Mig langar, í þessu sambandi, að minnast aðeins á kokteilsósuna sem margir virðast telja að hafi verið fundin upp hér á landi, það hafi verið íslenskir vík- ingar sem fyrstum datt í hug það snjallræði að hræra saman majó- nesi og tómatsósu. Það er misskiln- ingur. Kokteilsósan er ævaforn evrópsk sósa. Júlíus Sesar borð- aði líklega mikið af kokteilsósu. Tómatar vaxa villtir í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs en ekki á Íslandi. Tómatsósan kom fyrst til Íslands í stríðinu. Það voru breskir hermenn sem hrærðu fyrstu kok- teilsósuna á Íslandi til að hafa með steiktum fiski. Við skoðun reyn- ist íslensk matarmenning frekar útlensk. Flest það sem við köllum íslenskt virðist hafa borist til lands- ins annars staðar frá. Eini réttur- inn sem virðist algjörlega íslensk- ur sýnist mér vera skyr. Flest gott sem hefur komið til landsins virðist hafa borist þaðan frá útlöndum og þá aðallega frá Evrópu. Og það er allt í lagi. Við skyldum því ekki ótt- ast erlend áhrif heldur fagna þeim. Okkur er alveg treystandi til að velja úr það sem gagnast okkur en henda öðru. Fattigman Mér er hugleikin umræð-an um hina svokölluðu „íslensku þjóðmenn-ingu“. Því er stundum slegið fram að hitt og þetta sé sam- ofið eða hreinn og beinn hluti af þjóðmenningunni. Því er oft hald- ið fram með trúna. Og það er alveg rétt. Kristin trú hefur haft gríðarleg áhrif á sögu og menningu íslensku þjóðarinnar. En af yfirlýsingum stjórnmálamanna gæti maður hald- ið að íslensk menning grundvallað- ist helst á mataræði og hinum ýmsu réttum, aðallega unnum kjötvörum. Hin íslenska þjóðmenning er líka samofin þjóðrembingi og mikilvægi þess að verja okkur fyrir erlendum áhrifum. Sumum finnst okkur stafa mest hætta frá Bandaríkjunum og fussa og sveia yfir öllu sem þeir halda að komi þaðan. Aðrir virðast óttast Evrópu meira og þá sérstak- lega Evrópusambandið sem virð- ist eiga sér þann draum æðstan að sölsa undir sig landið og gera okkur að einsleitu Evr- ópuríki. Margir stjórn- málamenn kunna ekki að gúggla og við- urkenna það jafnvel skömm- ustulaust. Ég er aftur á móti góður í því, enda fljótlegasta og besta leiðin til að afla sér upplýs- inga. Ég ákvað því að ráðast í örlitla könnun og leita mér upplýsinga um nokkra séríslenska rétti. Ég byrj- aði á að gúggla sviðna kindahausa og komst að því að menn átu svið í Grikklandi til forna löngu áður en Ísland byggðist. Svið eru líka étin í Noregi. Þar heita þau smaleho- vud. Í Tyrklandi heita þau besbar- maq og eru víða þjóðarréttur. Ekk- ert íslenskt við það. Sviðin eru frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og bárust hingað í gegnum Noreg. Ég skoðaði líka slátur. Sama sagan þar. Það er þekktur réttur víða í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Frægasta slátrið er líklega hið skoska haggis. Það er svipað og slátrið okkar og er borið fram með kartöflum og rófu stöppu. Og þar sem forfeður okkar voru margir frá Norður-Englandi er ekki ólíklegt að þeir hafi borið með sér listina að taka slátur. Við fundum það að minnsta kosti ekki upp. Rollan hefur verið meginuppi- staðan í mataræði okkar alla tíð. En við erum langt frá því að vera eina fólkið í heiminum sem étur rollur. Við erum ekki einu sinni þau einu sem éta punginn af hrútum. Það er líka gert í Evrópu. Árlega eru hrúts- pungahátíðir haldnar bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Ég fann þó í gúggli mínu ekkert um aðra en okkur sem borða súrmat. Íslenskur súrmatur virðist því standa undir nafni að vera íslenskur. En gallinn við súrmatinn er að hann er sjaldan í boði og helst bara á þorra. Blóðmörismi Aðalsafnaðarfundur Fríkirkjunnar í Reykjavík Verður haldinn í Fríkirkjunni sunnudaginn 19. apríl kl. 15:15 Dagskrá: Skýrsla safnaðarráðs. Skýrsla Forstöðumanns/Fríkirkjuprests. Reikningar safnaðarins lagðir fram. Kosning í safnaðarráð og trúnaðarstörf Önnur mál. Safnaðarráð Fríkirkjunnar í Reykjavík 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 0 -5 6 3 C 1 6 4 0 -5 5 0 0 1 6 4 0 -5 3 C 4 1 6 4 0 -5 2 8 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.