Fréttablaðið - 11.04.2015, Side 72

Fréttablaðið - 11.04.2015, Side 72
FÓLK|HELGIN Coq au vin er mjög gamall fransk-ur réttur. Það var hinn þekkti sjónvarpskokkur, Julia Child, sem vakti athygli á honum í þætti sínum The French Chef árið 1960. Margar uppskriftir voru til að Coq au vin þegar Julia var að læra í París. Julia endurskapaði örlítið uppskrift- ina og gerði hana nútímalegri. Bætti í hana beikoni og sveppum. Hún var eflaust að hugsa um bandarískar hús- mæður þegar hún gerði sína uppskrift að réttinum. Sú uppskrift er mest notuð í dag. FYRIR FJÓRA 8 kjúklingalæri 4 stór hvítlauksrif 2 lárviðarlauf 1 grein timían 4 dl rauðvín 2 msk. hveiti 100 g beikon 16 perlulaukar 2 gulrætur 2 sellerístönglar 300 g sveppir 0,5 dl koníak 2 dl kjúklingakraftur 1 búnt fersk steinselja salt og nýmalaður pipar smjör 1 Setjið kjúklingalærin í plastpoka ásamt rauðvíni, fínt skornum hvítlauk, timían og lárviðarlaufi. Lofttæmið pokann eftir bestu getu og lokið vel fyrir hann. Látið kjúklingana marinerast yfir nótt. 2 Skerið beikonið í litla bita, sömuleiðis gul- rót og sellerí. Skrælið laukinn og hreinsið sveppina. Takið kjúklingalærin úr mar- ineringunni og þerrið með eldhúspappír. Geymið marineringuna. Kryddið með salti og pipar. 3 Hitið tvær matskeiðar af smjöri og smá ólífuolíu í potti. Steikið beikonið þar til það verður gyllt. Setjið á disk. Steikið gulrætur, sellerí og lauk í beikonfitunni. Leggið síðan á disk. Því næst eru svepp- irnir steiktir. Bætið smjöri og olíu í pottinn eftir þörfum. Leggið sveppina síðan á disk. 4 Brúnið kjúklingalærin í pottinum á öllum hliðum. Hellið koníaki yfir og kveikið í því. Gætið að því að standa ekki of nálægt. ATH! Ekki kveikja eld undir viftu. 5 Setjið beikonið og allt grænmetið út í pottinn aftur. Dreifið hveitinu yfir og hrærið. Því næst er marineringunni hellt yfir ásamt soðkraftinum. 6 Látið suðuna koma upp. Lækkið þá hitann og látið allt malla utan loks í eina klukku- stund eða þar til kjúklingurinn er gegnum steiktur. Hrærið í af og til. 7 Smakkið réttinn til með salti og pipar og skreytið með steinselju í lokin. Berið fram með kartöflumús og góðu brauði. COQ AU VIN LJÚFFENGT Þeir sem þekkja þennan rétt vita að þótt hann taki tíma í eldun, þá er það þess virði þegar sest er að borðum. Frægur franskur réttur sem öllum líkar. Undirbúningurinn þarf að hefjast deginum áður með því að mar- inera lærin. Yfirleitt er notað Burgundy-vín í þessa uppskrift. COQ AU VIN Afar góður réttur sem þarf smá tíma en er sérlega bragðgóður. Sýningin UN PEU PLUS, á skissum og teikn- ingum Helgu Björnsson tískuhönnuðar, var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í byrjun febrúar og stendur út maí. Helga starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París og hefur hannað búninga fyrir íslensk leikhús. Yfirstandandi sýning varpar ljósi á einn mikilvægasta þáttinn í sköpunarferlinu, þegar hugmynd er fest á blað. Heiti sýningarinnar Un peu plus mætti þýða með orðunum „aðeins meira“ en tískuhönnuður sem starfar við hátískuna leitast ávallt við að ganga skrefinu lengra. „Segjum að hugmynd sé loftkennt ástand hugans, óefniskennd. Verði hún fest á blað; með orði, með skissu eða með teikningu öðlast hún sitt upphaf, verður að efni. Að þessu leyti er skissa upphaf vinnuferils,“ segir Harpa Þórsdóttir, for- stöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Að skissa, er að sögn Hörpu ríkur þáttur í vinnu allra hönnuða og listamanna. „Skissan er hluti af hugmyndavinnu og skissusafn hönnuða og listamanna er brunnur sem þeir sækja stöðugt í. Nær undantekningalaust eru það tískuhönnuð- irnir sem státa af glæsilegustu skissunum, enda er skissuteikning í tískuhönnun sér- stök grein sem mikil áhersla er lögð á í námi þeirra.“ Teikningar Helgu og vinnuskissur vekja hvarvetna aðdáun. Mikil fjölbreytni er í verkum hennar og sýningin varpar ljósi á krefjandi starf hönnuðar, sem starfar eftir hröðum takti tískunnar. Nánari upplýsing- ar um sýninguna er að finna á honnunar- safn.is HUGMYND FEST Á BLAÐ Sýning á skissum og tískuteikningum Helgu Björnsson tískuhönnuðar stend- ur yfir í Hönnunarsafni Íslands. Myndirnar varpa ljósi á krefjandi starf hönn- uðar, sem starfar eftir hröðum takti tískunnar. UPPHAF VINNU- FERLIS Sýningin á skyssum og teikningum Helgu varpar ljósi á einn mikilvægasta þáttinn í sköpunarferl- inu, þegar hugmynd er fest á blað. BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 HENTA JAFNT FYRIR HEIMILI OG GISTIHÚS - BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGĐI - SVEFNSÓFAR RHOMB SVEFNBREIDD 140X200 kr. 139.900 RECAST SVEFNBREIDD 140X200 kr. 129.900 UNFURL SVEFNBREIDD 120X200 kr. 128.900 TILBOÐVERÐ LISTAVERÐ kr. 139.900 kr. 119.900 SLY Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 2 -8 9 1 C 1 6 4 2 -8 7 E 0 1 6 4 2 -8 6 A 4 1 6 4 2 -8 5 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.