Fréttablaðið - 11.04.2015, Side 98
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 58
Hver fer heim
með allar tíu
milljónirnar?
Keppnisskapið nær nýjum hæðum
meðal þeirra sex atriða sem berjast
munu um sigur í Ísland Got Talent sem
fram fer annað kvöld. Tíu milljónir króna eru í pott-
inum og mun sigurvegari kvöldsins hreppa þær allar.
Ljóst þykir að hlutverk þjóðarinnar verður ekki auðvelt,
en það er einmitt hún sem velur hver hreppir hnossið.
Við hittum fyrra hollið í gær, nú kemur að því seinna.
Guðrún Ansnes
Þorvaldsdóttir
gudrun@frettabladid.is
➜ Aldursforsetar sem ætla að gæsahúða þjóðina
ÍVAR Þ. DANÍELSSON OG MAGNÚS HAFDAL
Í STARTHOLUNUM Tónelsku vinirnir ætla sér stóra hluti á sunnudag. Ætla má að áhorfendur muni taka andköf þegar kauðar
stíga á sviðið, miðað við yfirlýsingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
➜ Sextán ára sushi-elskandi sönggyðja
BRÍET ÍSIS ELFAR
➜ Dansandi pönnukökudýrkandi með breiða brosið
MARCIN WISNIEWSKI
HÆFILEIKARÍKUR Hvort Marcin mun setja allt á hliðina á sunnudag verður að koma í ljós, allt bendir þó til að svo verði miðað
við frammistöðu kappans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Marcin Wisniewski elskar dans
meira en lífið sjálft og óskar sér
einskis heitar en að fá að kenna
dans í framtíðinni. Hann fangaði
athygli Íslendinga er hann sýndi
sína mögnuðu dansfimi, og hlaut
já frá öllu dómaraliðinu. Hann er
pólskur að uppruna og hefur búið
á Íslandi í heilt ár. Hann mun ekki
spara sig á sviðinu á sunnudaginn.
Minn uppáhalds dómari í
keppninni er: Allir. Þeir hafa mis-
munandi skoðanir og stíl, það er
ekki hægt að gera upp á milli.
Stjörnumerkið mitt er: Sannkall-
aður vatnsberi.
Minn allra besti matur: Pólskar
pönnukökur
Tvíeykið, sem jafnframt eru
aldursforsetar hópsins, hefur
spilað saman um nokkurt skeið
og verið vinir enn lengur. Þeir gáfu
þjóðinni rausnarlega gæsahúð
þegar þeir komu sér í úrslit með
ástarlagi eftir Sverri Bergmann.
Lofa þeir stórbrotinni skemmtun
á sunnudagskvöldið og segjast
munu taka mikla áhættu. Þeir eru
hins vegar þöglir sem gröfin þegar
þeir eru inntir eftir lagavalinu.
ÍVAR ÞÓRIR
Þær tíu milljónir sem ég fæ í
verðlaun, ef ég vinn, ætla ég
að nota til að: Kíkja í ærlegt frí.
Það besta sem ég fæ á disk-
inn minn: Nautasteik.
Ef ég yrði skilinn eftir á
eyðieyju, en fengi að grípa
með mér þrennt myndi ég
velja: Góð spil, dóttur mína og
mat.
MAGNÚS
Ef ég mætti velja eitt starf, yrði
draumastarfið: Að fá að starfa
sem atvinnugítarleikari.
Hryllilegasta húsverkið: Ryksuga.
Þoli það ekki.
Minn uppáhaldsdómari í
keppninni er: Jón Jónsson, eða
Mr. Smiley eins og við köllum
hann. Hann er svo jarðbundinn og
flottur.
Bríet Ísis söng sig inn í hjörtu lands-
manna og kemur til með að halda
sig við þá iðju á sunnudag. „Ég
ætla að breyta aðeins út af van-
anum og syngja á íslensku í þetta
skiptið,“ segir hún full tilhlökkunar.
Það besta sem ég fæ að borða:
Sushi.
Minn uppáhalds dómari í keppn-
inni er: Þessu get ég ekki svar-
að. En ef spurningin væri hver er
fyndnastur yrði það hiklaust Jón
Jónsson.
Þær tíu milljónir sem ég fæ í
verðlaun, ef ég vinn, ætla ég að
nota til að: Ferðast, skapa músík
og eyða í fjölskylduna mína.
LÍFIÐ
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
2
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
4
0
-0
7
3
C
1
6
4
0
-0
6
0
0
1
6
4
0
-0
4
C
4
1
6
4
0
-0
3
8
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
1
1
2
s
_
1
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K