Fréttablaðið - 11.04.2015, Page 104

Fréttablaðið - 11.04.2015, Page 104
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 64 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins FÓTBOLTI Gunnar Nielsen, lands- liðsmarkvörður Færeyja, vill sýna sig og sanna upp á nýtt með Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hann samdi við nýverið við liðið og hefur nú hafið æfingar í Garðabænum. Hann var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í gær. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað til Stjörnunnar,“ sagði Gunnar sem er hálfur Íslend- ingur en móðir hans er frá Siglu- firði. Gunnar ólst þó upp í Færeyj- um en hefur margsinnis heimsótt Ísland. Þessi 28 ára gamli markvörður á langan feril að baki og hefur verið á mála hjá bæði Blackburn og Manchester City í ensku úrvalsdi- eldinni. Þar fékk hann hins vegar fá tækifæri en varð fyrsti Færey- ingurinn til að spila í ensku úrvals- deildinni er hann kom inn á fyrir Shay Given í leik City gegn Arse- nal árið 2010. En tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum og það var ekki fyrr en hann samdi við Mot- herwell í Skotlandi árið 2013 að hann fékk að spila reglulega. En samningi hans við félagið var rift í síðasta mánuði og vildi hann ekki greina frá ástæðum þess. „Ég veit að ég hef átt skrýtinn feril og þegar maður ákveður að semja við stór lið eins og Black- burn og Manchester City er áhætt- an vissulega sú að það sé erfitt að komast í liðið. En mér fannst að ég yrði að segja já þegar maður fær tækifæri sem þetta,“ sagði hann. „Ég sé ekki eftir neinu. Auð vit- að vil ég spila meira og nýta þau tækifæri sem ég fékk. En það er margt sem getur skemmt fyrir, eins og meiðsli, sérstaklega þegar maður er hjá stórum félögum.“ Hann vill sanna sig hjá Stjörn- unni og veit að gott gengi á Íslandi getur leitt til þess að stór erlend félög fylgist með honum. „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópu- keppninni. Ég hef líka séð að leik- menn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak,“ segir Gunnar en hann samdi við Stjörnuna út tímabilið. - esá Sér ekki eft ir neinu Gunnar Nielsen vill sanna sig hjá Stjörnunni. ÚRSLIT DOMINO’S-DEILD KARLA UNDANÚRSLIT, 2. LEIKUR HAUKAR - TINDASTÓLL 74-86 (30-48) 0-2 Haukar: Emil Barja 18/7 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16/6 fráköst, Kristinn Marinós- son 11, Helgi Björn Einarsson 9/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 7, Alex Francis 7/13 fráköst, Kári Jónsson 4, Kristinn Jónasson 2. Tindastóll: Darrel Keith Lewis 28/9 fráköst, Myron Dempsey 17/18 fráköst/3 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 13, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 6, Darrell Flake 6/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 5, Helgi Freyr Margeirsson 3. Tindastólsliðið er búið að vinna fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni. NÆSTU LEIKIR KR - NJARÐVÍK SUN. KL. 19.15 TINDASTÓLL - HAUKAR MÁN. KL. 19.15 OLÍSDEILD KARLA 8-LIÐA ÚRSLIT, 2. LEIKUR AKUREYRI - ÍR 23-20 (15-11) 1-1 Mörk Akureyrar (skot): Kristján Orri Jóhannsson 11/5 (13/5), Brynjar Hólm Grétarsson 4 (7), Nicklas Selvig 3 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (5), Halldór Logi Árnason 1 (1), Sverre Jakobsson 1 (1), Heimir Örn Árnason 1 (5). Varin skot: Tomas Olason 14 (28/2, 50%), Hreiðar Levý Guðmundsson 1 (7/1, 14%). Mörk ÍR (skot): Davíð Georgsson 5 (10), Sturla Ásgeirsson 4/3 (7/3), Arnar Birkir Hálfdánsson 3 (11), Ingvar H Birgisson 2 (2), Bjarni Fritzson 2 (3), Ingi Rafn Róbertsson 2 (5), Daníel Ingi Guð- mundsson 2 (7). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 11 (24/3, 46%), Svavar Már Ólafsson 2 (12/2, 17%). ÍBV - AFTURELDING 21-22 (11-10) 0-2 Mörk ÍBV (skot): Andri Heimir Friðrikss. 6 (10), Theodór Sigurbjörnss. 5/4 (6/4), Guðni Ingvarss. 3 (5), Einar Sverriss. 3 (9), Agnar Smári Jónss. 2 (4), Dagur Arnarsson 1 (1), Grétar Þór Eyþórsson 1 (2). Varin: Kolbeinn Aron Arnars. 16/2 (38/3, 42%), Mörk Aftureldingar (skot): Örn Ingi Bjarkason 4 (11), Árni Bragi Eyjólfsson 3 (3), Pétur Júníusson 3 (4), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Jóhann Gunnar Einarsson 3/1 (8/3), Elvar Ásgeirsson 2 (3), Birkir Benediktsson 1 (1), Ágúst Birgisson 1 (1), Gunnar Þórsson 1 (2), Böðvar Páll Ásgeirsson 1 (3). Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 13 (33/3, 39%), Pálmar Pétursson (1/1, 0%). NÆSTU LEIKIR AKUREYRI - ÍR SUN. KL. 16.00 SWANSEA–EVERTON Lau. 11. apríl kl. 11:35 Sun. 12. apríl kl. 14:45 MAN. UNITED–MAN. CITY Mán. 13. apríl kl. 18:50 LIVERPOOL–NEWCASTLE Í opinni dagskrá á dominoshelgin.is Ef þú sækir, 8.–13. apríl. 2.999KR. STÓR PIZZA af matseðli, 2 L gos og að eigin vali. KOMINN Í BLÁTT Gunnar Nielsen leikur með Stjörnunni í sumar. Hér er hann með þjálfara Garðarbæjarliðsins, Rúnari Páli Sigmundssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPORT UFC „Þetta var frábært að komast þarna inn enda stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC,“ segir Gunnar Nelson en hann mun berjast við Englendinginn John Hathaway í Las Vegas þann 11. júlí næstkomandi. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í Bandaríkjunum og frábært auglýsinga- tækifæri fyrir hann þar í landi enda verður áhorf hugsanlega sögulegt enda hefur UFC aldrei haft jafn mikið fyrir því að auglýsa eitt bardagakvöld. Sumir segja að þetta sé stærsta kvöld í sögu UFC. „Þetta verður geðveikt kvöld og má vel vera að þetta sé það stærsta frá upphafi. Ég hafði mikinn áhuga á að komast þarna inn og minntist á það við Dana White [forseta UFC] fyrir löngu og hann sagði strax já. Þá var bara spurning hvenær þetta yrði opin- bert og gegn hverjum ég myndi berjast.“ Það verður tekið vel á því næstu vikur og Gunnar ætlar að mæta snemma til Banda- ríkjanna í undirbúninginn. „Ég fer örugglega út til Vegas í byrjun maí og verð fram yfir bardagann. Við verð- um í einhverju húsi og með eigin æfingaað- stöðu. Þetta er mjög fínt og gott að ná góðum æfingabúðum fyrir bardagann,“ segir Gunn- ar og bætir við að það verði um tíu manns í æfingahópnum. Mun reyna að róa Conor Þar verða strákar sem Gunnar hefur æft með í Dublin meðal annars. Þar á meðal er Conor McGregor en hann er aðalnúmerið á bardagakvöldinu í Vegas og berst um titilinn í fjaðurvigt við Jose Aldo. „Það er flott mál og þetta verður gaman,“ segir Gunnar en mun hann eitthvað reyna að róa hinn æsta vélbyssukjaft frá Írlandi niður? „Ég reyni að slaka hann eitthvað niður. Sprauta hann með einhverju,“ segir Gunnar léttur. Andstæðingur Gunnars er 27 ára gamall og með árangurinn 17-2. Hann hefur aftur á móti lítið keppt síðustu ár vegna veikinda en hann greindist með Crohns-sjúkdóm, eða svæðisgarnabólgu. Hann keppti síðast fyrir 13 mánuðum og tapaði þá fyrir Dong Hyun Kim. Síð- asti sigur kappans kom í lok september árið 2012. Hathaway hefur aftur á móti náð heilsu á ný og mun vafalítið mæta beittur í búrið gegn Gunnari. „Ég hef fylgst með þessum strák lengi og hann er helvíti öflugur og verðugur and- stæðingur. Hann hefur sigrað marga góða menn í UFC og er aðeins með tvö töp á bak- inu. Þetta er alvöru nagli,“ segir Gunnar en Hathaway hefur meðal annars haft betur gegn Rick Story sem Gunnar tapaði fyrir á síðasta ári. Sá bardagi fór fram fyrir sex árum. Englendingurinn er talsvert hávaxnari en Gunnar og með lengri faðm. Það er eitthvað sem Gunnar þekkir vel og kemur honum ekki úr jafnvægi. „Þetta er alltaf voðalega svipað hjá mér. Ég mun æfa gegn skrokkum sem eru svip- aðir og Hathaway. Undirbúningur verð- ur því svipaður og oft áður. Ég mun alltaf halda minni áætlun í búrinu og bregðast við aðstæðum hverju sinni. Ég veit hvernig hann er og hann á ekki að geta komið mér á óvart,“ segir Gunnar en hann býst ekki við því að bardaginn fari mikið fram í gólfinu. „Ég efast um að hann vilji fara í gólfið með mér en ég mun rífa hann í jörðina um leið og tækifæri gefst til.“ Var ekki nógu góður gegn Story Gunnar tapaði frekar óvænt síðasta bar- daga sínum í október á síðasta ári. Bardag- inn, sem var gegn Rick Story, fór í fimm lotur og tveir dómarar af þremur dæmdu Story sigur. Telur Gunnar sig hafa eitthvað að sanna eftir tapið í Stokkhólmi? „Allir bardagar eru þannig. Maður fer í hvern bardaga til þess að klára dæmið og gera það almennilega,“ segir Gunnar en hann telur sig hafa lært mikið af bardag- anum gegn Story. „Ég vil meina að almennt hafi ég einfald- lega ekki verið nógu góður í þeim bardaga. Ég var svolítið stífur og ekki að hreyfa mig eins frjálst og ég er vanur að gera. Ég hef lent í því áður en unnið og komist upp með það. Þarna gekk það ekki og þá lærir maður og sér hvað það er sem getur þvælst fyrir manni,“ segir Gunnar en fyrir vikið mun hann mæta beittari en áður í búrið í Las Vegas. „Ég verð í mínu allra besta formi og reynslunni ríkari.“ henry@frettabladid.is Þetta verður geðveikt kvöld í Vegas Gunnar Nelson er á leið í tveggja mánaða æfi ngabúðir í Las Vegas ásamt Conor McGregor og fl eiri félögum þeirra. Gunnar berst við Englendinginn John Hathaway 11. júlí á stærsta kvöldi ársins, og jafnvel allra tíma, hjá UFC. Gunnar segir Hathaway vera alvöru nagla. ALLTAF EITTHVAÐ AÐ SANNA Gunnar fær frábært tækifæri til þess að sýna hæfileika sína í Bandaríkjunum á risakvöldi UFC í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 1 -8 D 4 C 1 6 4 1 -8 C 1 0 1 6 4 1 -8 A D 4 1 6 4 1 -8 9 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.