Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Blaðsíða 5
Gabríel García Marquez:
Astin á tímum
kólerunnar
Alveg ný skáldsaga eftir kólumbíska
Nóbelsverðlaunahöfundinn Gabn'el García
Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar hlýtur
að sæta tíðindum á Islandi. Fáir suðurameriskir
höfundar hafa notið jafn mikillar hylli meðal
íslenskra lesenda og Marquez, og enginn hinna
fjölmörgu aðdáenda hans verður svikinn af
þessari bók.
Þetta er skáldsaga þeirrar gerðar sem lesandinn
getur sökkt sér ofan í, og hann berst með straumi
frásagnarinnar um leið og honum opnast nýir og
spennandi heimar. Hér er sögð einstæð
ástarsaga um Rorentíno Ariza, mann sem bíður
elskunnar sinnar í hálfa öld, svo gagntekinn
verður hann á unga aldri af hinni ómótstæðilegu
Fermínu Daza. Og meðan lesandinn bíður með
honum, sífellt spenntari og vondaufari í senn,
skemmtir Marquez honum með ótal frásögnum
- af Júvenal Úrbíno lækni og páfagauknum
hans, af kínverjanum sem vann
bókmenntaverðlaun Gullorkídeunnar, af
siglingum fljótaskipafélagsins eftir hinu mikla
Magdalenufljóti og mörgu fleiru.
Sögusviðið er Kolumbía undir lok síðustu aldar
og framan af þessari, og aðferðin það göldrótta
raunsæi sem Marquez hefur öðlast heimsfrægð
fyrir. Ástin d tímum kólerunnarer 308 blaðsíður
og kom fyrst út á spönsku í desember 1985.
Verð: 1690.-. Félagsverð: 1436.-
Mál og menning
5