Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Blaðsíða 7
Fávitinn
Á hlákublautum nóvembermorgni kemur
Myshkin fursti til Pétursborgar, sérkennilegur
ungur maður sem er að koma frá Sviss þar sem
hann hefur verið lengi sér til lækninga. Strax í
lestinni kynnist hann mönnum sem eiga eftir að
koma mikið við sögu hans. Þegar til borgarinnar
kemur gefur hann sig fram við frændkonu sína,
konu Jepantsjíns hershöfðingja og hittir dætur
hennar þrjár, rómaðar fyrir fegurð og hæfileika.
Þar er líka ungi maðurinn Ganja sem helst vildi
eiga yngstu dótturina en hefur ánetjast
peningamönnum sem vilja kaupa hann til að
kvænast samkvæmisdrottningunni dáðu,
Nastösju Filippovnu. Nastasja reyndist verða í
miðju vefsins sem spunninn er í sögunni og áður
en varir er Myshkin fursti fastur í honum.
Fáuitinn er að verðleikum ein frægasta skáldsaga
bókmenntasögunnar, spennandi eins og besti
reyfari, atburðarásin fléttuð úr ástríðum, ástum,
svikum og glæpum, persónur svipmiklar og
eftirminnilegar, frásögnin sterkur straumur sem
hrífur lesanda með sér. Bókin kemur nú í fyrsta
sinn út á íslensku í þýðingu Ingibjargar
Haraldsdóttur úr rússnesku, fyrri hlutinn núna,
seinni hlutinn næsta ár. Bókin er 342 bls.
Verð: 1590.-. Félagsverð: 1351.-.
Við bjóðum til
bókaveislu
um þessi jól
Mál og menning