Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Blaðsíða 18
Vigdís Hjorth:
Birkir + Anna. Sönn ást
Maður getur vel orðið ástfanginn þótt maður sé
bara tíu ára. Það uppgötvar Anna þegar Birkir
flytur í hverfið, Birkir með ljósa hárið, bláu augun
og freknumar. Hún verður svo hrifin af honum
að hún er tilbúin til að berjast með öllum ráðum
fyrir því að verða kaerastan hans. En hún er
hrædd um að Ellen hafi betur af því Ellen er
sætari og með svo ofsalega sítt hár. I hverfinu lifir
þjóðsaga um kvenhetjuna Bófa-Helgu sem
elskaði prestssoninn svo mikið að hún klippti
hárið af öllum stelpunum. Anna er reiðubúin til
að feta í fótspor hennar ef...
Vigdis Hjorth er ungur norskur rithöfundur sem
hefur notið einstakra vinsælda fyrir bamabækur
sínar í heimalandinu. Bókin um Birki og Onnu
fékk gagnrýnendaverðlaun érið sem hún kom út,
1984, og gekk næst Ronju ræningjadóttur eftir
Astrid Lindgren að vinsældum í norskum
bókasöfnum. Þuríður Jóhannsdóttir og Ingibjörg
Hafstað þýddu.
Verð: 790.-. Félagsverð: 671.-.
Hrafnhildur Valgarðsdóttir:
Kóngar
í ríki sínu
Við bjóðum til
bókaveislu
þessi jól
um
Fyrsta bók Hrafnhildar Valgarðsdóttur er um tvo
stráka í bæ við sjó, perluvinina Lalla og Jóa.
Mamma hans Lalla elskar hann óskaplega heitt
og má helst ekki af honum sjá, en Jói á gott:
mamma hans vinnur í frystihúsi og hann er frjáls
maður allan daginn. Þetta sumar sem sagan segir
frá kennir Jói vini sínum að verða sjálfstæður
maður líka, og sem betur fer eignast Lalli litla
systur svo að mamma hans getur ekki haft
áhyggjur af honum alltaf.
Gamansöm og vel skrifuð saga eftir nýjan
íslenskan höfund með myndum eftir Brian
Pilkington.
Verð: 375.-.
Mál og menning