Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Blaðsíða 9
Sjón:
Drengurinn með
röntgenaugun
Ekki er algengt að skáld gefi út Ijóðasöfn aðeins
24 ára en bæði er Sjón athyglisverður fulltrúi
nýrTar íslenskrar ljóðagerðar og svo eru bækur
hans með öllu ófáanlegar. Hann vakti fyrst
verulega athygli um það leyti sem ljóðabókin
Birgitta, hleruð samtöl kom út 1979. Hún var
það fyrsta sem hann skrifaði sem súrrealisti og
um svipað leyti varð súrrealistahópurinn Medúsa
til.
í safninu er úrval ljóða úr elstu bókum Sjóns en
frá og með Reiðihjóli blinda mannsins eru þær
birtar heilar, auk ljóða úr blöðum og tímaritum.
Listaverk eftir Jean Benoit skreytir bók og kápu.
Petta er óþægilega skemmtileg ljóðabók. Lestu
hana bara - efþúþorir!
Verð: 1390.-. Félagsverð: 1181.-.
Jón Helgason:
Kvæðabók
Ljóð og ljóðaþýðingar Jóns heitins Helgasonar
prófessors í einni fallegri bók. Hér eru kvæðin
sem voru í safninu Úr landsuðri, bæði fyrstu
útgáfunni og þeim síðari, þýðingamar úr
bókunum 20 erlend kvæði ogeinu betur og Kver
með útlendum kvæðum, svo og nær tylft kvæða
sem Jón hafði aldrei látið prenta, þar á meðal
nokkur þekkt gamankvæði. Utgáfuna annaðist
ekkja Jóns, Agnete Loth.
Hér er einstakt tækifæri til að eignast kveðskap
Jóns Helgasonar í vandaðri útgáfu. Bókin er 260
blaðsíður að stærð og fæst Ifka í skinnbandi.
Verð: 1690.-. Félagsverð: 1436.-.
Mál og menning
9