Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Blaðsíða 3
Ur snöru fuglarans
, Að stúdentsprófi loknu var mér svipað
innanbrjósts og fugli hlýtur að vera þegar honum
er sleppt útúr búri eftir langa innilokun," segir
Jakob Jóhannesson í upphafi þessarar bókar,
sem er fimmta og síðasta bindið í uppvaxtarsögu
hans. Hvert liggja vegir frelsisins: A Jakob að láta
undan hömlulausri löngun til jarðneskrar Sstar
eða reyna umfram allt að feta stíg trúarinnar?
Vandi Jakobs verður mjög áþreifanlegur á
kristilegu stúdentamóti í Danmörku: Hann
verður yfir sig ástfanginn af finnskri stúlku,
Carmelitu. í bókinni lýsir Sigurður A. Magnússon
þessu sérstæða ástarsambandi, með tilheyrandi
ferðum hans til Finnlands og hennar til íslands,
með sterkum og einlægum hætti. Sambandið við
stúlkuna er rauður þráður bókarinnar, en meðan
stomnar geisa í sál Jakobs gerast örlagaatburðir í
lífi þjóðar sem knýja hann til að endurmeta stöðu
sína.
Líkt og í fyrri bindum þessa vinsæla bókaflokks,
Undir kalstjömu, Möskvum morgundagsins,
Jakobsglímunni og Skilningstrénu, fléttar
höfundur saman þroskalýsingu ungs manns og
myndum úr sögu þjóðar, svo úr verður
spennandi heild. Bókin er 296 blaðsíður.
Verð: 1690.-. Félagsverð: 1436.-.
Mál og menning
3