Morgunblaðið - 17.12.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.12.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórn Árvakurs ákvað á fundi sín- um í gær að ráða Harald Johann- essen, ritstjóra Morgunblaðsins, í starf framkvæmdastjóra Árvakurs frá og með næstu áramótum, en þá mun Óskar Magnússon, útgefandi blaðsins, láta af störfum. Haraldur mun gegna starfinu samhliða rit- stjórastarfi sínu, og verða hann og Davíð Oddsson því áfram ritstjórar, en þeir hófu störf samtímis fyrir rúmum fimm árum. Ásamt þessum breytingum verð- ur Árvakur hf. aftur útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is líkt og verið hefur lengst af í sögu félags- ins og munu framkvæmdastjóri og ritstjórar heyra beint undir stjórn félagsins. Staða útgefanda, sem verið hefur í skipuriti Árvakurs frá árinu 2009, hefur verið lögð niður. Haraldur er hagfræðingur að mennt og hefur langa reynslu af starfi á fjölmiðlum, auk ýmissa ann- arra starfa. Hann hefur starfað sem blaðamaður á viðskiptablaði Morg- unblaðsins og var ritstjóri Við- skiptablaðsins 2007-2009. 2008-2009 gegndi hann starfi framkvæmda- stjóra útgáfufélags Viðskiptablaðs- ins samhliða starfi ritstjóra. Sigurbjörn Magnússon, stjórn- arformaður Árvakurs, sagði um ráðningu Haraldar í starf fram- kvæmdastjóra og breytingar á skipulagi yfirstjórnar félagsins að stjórn félagsins bæri fullt traust til Haraldar og vænti mikils af honum nú þegar hann kæmi bæði að rekstri og ritstjórn. Auk þess teldi stjórnin að með ráðningunni muni nást fram ákveðin hagræðing. Vill viðhalda traustum rekstri Haraldur segir að markmið sitt í nýju starfi verði að tryggja og við- halda traustum rekstri Árvakurs og skjóta enn styrkari stoðum undir útgáfuna. „Árvakur mun skoða á næstunni hvaða nýjunga er þörf til að ná því markmiði, auk þess að efla enn frekar þá starfsemi sem fé- lagið hefur nú þegar með höndum.“ Haraldur segir að fjölmiðlar um allan heim hafi þurft að bregðast við breyttu umhverfi á markaði, ekki bara blöð og net heldur einnig ljósvakamiðlar. Haraldur segir að miðlar Árvakurs hafi verið fremstir í flokki þegar kemur að tækni- framförum. „Morgunblaðið hefur til dæmis alla tíð staðið fremst hvað prentun snertir, það var einnig frumkvöðull í fréttaþjónustu á net- inu, og það verður áfram mikilvægt að tryggja að miðlar Árvakurs verði í fararbroddi í tækni og í þjónustu við neytendur,“ segir Har- aldur. Haraldur segir að hin nýja staða eigi ekki að breyta neinu um störf sín sem ritstjóri. „Ég hef sem rit- stjóri tekið þátt í rekstri ritstjórn- arinnar, sem er fjölmennasta deild fyrirtækisins, auk þess að sitja í framkvæmdastjórn þess,“ segir Haraldur, og bendir auk þess á að hann hafi áður gegnt svipuðu hlut- verki á Viðskiptablaðinu, þó að reksturinn þar hafi verið smærri í sniðum. „Þar var ég um tíma með þessa tvo hatta, og það gekk ágæt- lega, og annað starfið truflaði ekki hitt og mun ekki gera það nú.“ Haraldur segir að ekki standi til að gera frekari breytingar á yfirstjórn eða skipulagi félagsins. Haraldur ráðinn fram- kvæmdastjóri Árvakurs  Mun gegna stöðunni samhliða ritstjórastarfinu Sigurbjörn Magnússon Haraldur Johannessen Komdu inn úr kuldanum www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af öruggri vetrarumferð Baldur Arnarson baldura@mbl.is Norska krónan hefur lækkað mikið á síðustu vikum og var miðgengi henn- ar aðeins 16,4 íslenskar krónur í gær. Til samanburðar var miðgengi hennar 23,4 íslenskar krónur 30. jan- úar í fyrra, eða 7 kr. hærra en nú. Skýringin á falli norskrar krónu er verðhrun á heimsmarkaðsverði olíu. Samkvæmt norsku hagstofunni voru meðalárslaun norskra heimila eftir skatta 446.200 norskar krónur 2012. Það samsvaraði 10,45 milljón- um íslenskra kr. í janúar í fyrra en aðeins tæplega 7,32 milljónum í gær. Það er 30% lækkun í íslenskum krónum. Annað dæmi er að meðal- árslaun einhleypra sem eru 45 ára og yngri í Noregi eftir skatta hafa á sama tímabili lækkað úr 5,98 millj- samanburður til að verulega hafi dregið saman með útborguðum laun- um í löndunum tveimur. Spurð hvort mikil lækkun á gengi norsku krónunnar að undanförnu muni hafa áhrif á ásókn Íslendinga í störf í Noregi segist Þóra Ágústs- dóttir, verkefnisstjóri hjá Eures á Íslandi, samstarfsvettvangi opin- berra vinnumiðlana á EES-svæðinu, telja að slík áhrif muni koma fram. „Ábyggilega minni eftirspurn“ „Mér þykir líklegt að það hafi ein- hver áhrif á eftirspurnina og ég tala nú ekki um framboðið á störfum í Noregi. Ef norska krónan er að lækka þá eru væntanlega að fara í hönd efnahagserfiðleikar hjá Norð- mönnum. Það verður því ábyggilega minni eftirspurn eftir Íslendingum, sem og öðrum, og minna framboð á störfum í Noregi,“ segir Þóra sem telur þessa þróun munu hafa áhrif á fjölda norskra starfskynninga hér. Margir Íslendingar hafa freistað gæfunnar í Noregi á síðustu árum. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu 4.047 fleiri íslenskir ríkisborg- arar til Noregs en frá Noregi til Ís- lands á árunum 2009-2013. Norsk króna er í frjálsu falli  Kostar 7 kr. minna en í janúar 2013  Eures býst við minna framboði starfa ónum íslenskra króna niður í 4,19 milljónir kr., eða í 349 þús. á mánuði. Til samanburðar voru regluleg heild- arlaun á Íslandi 2012 að meðaltali 488 þús. kr. á mánuði fyrir skatta og 526 þús. í fyrra. Bendir þessi lauslegi Norska krónan hrapar Þróunin á síðari helmingi ársins* Dagsetning Miðgengi 16.6. 2014 16.7. 2014 15.8. 2014 16.9. 2014 16.10. 2014 17.11. 2014 16.12. 2014 19,039 18,46 18,802 18,535 18,115 18,314 16,402 *Heimild: Seðlabanki Íslands Ljósmynd/Statoil/Øyvind Hagen Í ólgusjó Borpallurinn Sleipnir A. Betur fór en á horfðist þegar upp kom leki í Silfur- bergssal Hörpu í fyrrinótt. Að sögn Halldórs Guð- mundssonar, forstjóra Hörpu, óttuðust menn um raf- lagnir og dýr raftæki í salnum en þau sluppu. „Það var ekki álitlegt þegar maður kom þarna í nótt. Það rigndi hreinlega úr loftinu,“ segir Halldór. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Eins og rigning í Silfurbergi Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samninganefnd lækna lagði fram gögn sem ætlað er að vera liður í lausn á launadeilu lækna við samn- inganefnd ríkisins á fundi hjá rík- issáttasemjara í gær. Samninga- nefnd ríkisins mun fara yfir gögnin í dag en áætlað er að samninga- nefndirnar komi saman að nýju á fimmtudagsmorgun klukkan 10. „Okkar menn lögðu fram efni sem samningamenn ríkisins eru að skoða. Þetta er ekki heildstætt til- boð, heldur er þetta minna í snið- um, en þetta er hugsað sem hluti af lausn,“ segir Þorbjörn Jónsson, for- maður Læknafélagsins. Hann segir að fundurinn hafi verið gagnlegur og deilir sýn Kristjáns Þórs Júl- íussonar, heilbrigðisráðherra, um að deilan sé ekki í hnút. „Það er fundað og því augljóslega um eitt- hvað að ræða,“ segir hann. Ekki fylgt launaþróun Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði í ræðu á Alþingi í fyrra- dag að meðallaun sérfræðilækna væru í heild 1.100 þúsund krónur og yfirlækna 1.350 þúsund krónur. Hann kvaðst þó gera sér grein fyrir því að vandamálið sneri að sam- setningu vinnunnar og krafa lækna um að fá hærra hlutfall launa greitt á dagvinnutíma væri skiljanleg. Í grein Reynis Arngrímssonar, varaformanns Læknafélags Reykja- víkur, í Morgunblaðinu í dag leggur hann fram gögn sem sýna sam- anburð á launaþróun opinberra starfsmanna og lækna frá mars 2007 til júní 2014. Sé mið tekið af þeim hafa laun lækna ekki haldið í við almenna launaþróun. „Til að ná meðallaunum lækna sem fjármála- ráðherra hefur kynnt Alþingi en lét líða hjá að skýra frá þarf slíkur sér- fræðilæknir að vera allt að 10 daga á vakt eða þriðja hvern dag mán- aðarins. Dæmi um slíkt vaktafyr- irkomulag eru tvær helgar og fjór- ar aðrar nætur í mánuði. Til viðbótar hefðbundinni dagvinnu frá átta til fjögur. Full dagvinna auk nætur- og helgarvinnu […] Reikn- ingsdæmið er einfalt. Það þarf gríð- arlega mikla vinnu til að ná slíkum meðallaunum,“ segir m.a. í grein Reynis. »26 Gögn hugsuð sem liður í lausn  Samninganefnd ríkisins fer yfir útspil lækna  Há meðallaun fyrir mikla vinnu Bjarni Benediktsson Þorbjörn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.