Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Gunnar Rögnvaldsson skrifar ígær:
Um tíma féllnorska krónan
(NOK) um 5,2%
prósent gagnvart
Bandaríkjadal í
dag. Svona innan-
dags gengisfalli
hefur íslenska
krónan sennilega
sjaldan eða aldrei orðið fyrir.
Kraftarnir hér að verki eru mikl-
ir.
Tel ég líklegt að norski seðla-bankinn hafi gripið til ör-
þrifauppkauparáða til varnar
krónunni í dag, því áhyggjufullur
norskur almenningur myndi ekki
þola það að krónan félli um meira
en fimm prósent á einum degi, án
þess að tryllast úr hysteríu og
áhyggjum yfir því að fullþroskuð
húsnæðisbóla Noregs á bjargbrún
setji sig í púðurtunnustellingar yf-
ir hausamótum skulda- og fast-
eignaeigenda þar í landi.
Lagði svo norska krónan sig ápari við þá sænsku í dag.
Norska krónan er nú fallin ummeira en 20 prósent gagn-
vart Bandaríkjadal síðan í maí.
Það lægsta sem hún hefur farið
síðan 2002.
Enginn veit hvað verður umNoreg í þessum áföllum, því
kolrangstæðar fjárfestingar
umsjónarmanna olíusjóðs norskra
landsmanna í Rússlandi eru að
fuðra upp, ásamt öðru pen-
ingadriti sjóðsins í furður.“
Því má bæta við að rússneskarúblan féll um 20% á einum
degi, þótt vextir þar eystra hafi
hækkað í einu stökki úr 10,5% í
17%.
Gunnar
Rögnvaldsson
Djúpar lægðir víða
STAKSTEINAR
GEORG GUÐNI
Án titils, 2007 | olía á striga | 160 x 160 cm
Hverfisgata 4
101 Reykjavík
s: 537 4007
info@hverfisgalleri.is
www.hverfisgalleri.is
opið 11-17 þri-fös & 13-16 lau
Veður víða um heim 16.12., kl. 18.00
Reykjavík 3 rigning
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri -2 snjókoma
Nuuk -8 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Helsinki 2 heiðskírt
Lúxemborg 5 skýjað
Brussel 6 heiðskírt
Dublin 6 skýjað
Glasgow 3 upplýsingar bárust ekki
London 7 heiðskírt
París 7 léttskýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 6 léttskýjað
Berlín 5 skúrir
Vín 1 þoka
Moskva 2 þoka
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 7 heiðskírt
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 10 skýjað
Aþena 15 skýjað
Winnipeg -17 skafrenningur
Montreal -1 snjókoma
New York 4 alskýjað
Chicago 6 þoka
Orlando 7 þoka
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:19 15:30
ÍSAFJÖRÐUR 12:06 14:53
SIGLUFJÖRÐUR 11:50 14:34
DJÚPIVOGUR 10:58 14:50
Jólafagnaður Hjálpræðishersins á
aðfangadagskvöld verður að þessu
sinni í Tapashúsinu við Ægisgarð í
Reykjavík, en ekki í í Herkastalan-
um við Kirkjustræti eins og verið
hefur í áratugi. Samkoma þessi hef-
ur jafnan verið fjölsótt, til dæmis af
götufólki, hælisleitendum eða öð-
urm sem ekki eiga þess kost að
dveljast hjá ættingjum og vinum.
Notaleg stund verður í Her-
kastalanum síðar um kvöldið
„Síðustu ár hafa gjarnan komið
til okkar 120 til 140 manns. Salur-
inn í Kastalanum var einfaldlega
orðinn of lítill og við tókum því
fagnandi þegar einn bakhjarla okk-
ar bauð okkur Tapashúsið fyrir
þessa samkomu sem í margra vit-
und er alveg ómissandi,“ sagði
Rannvá Olsen, kapteinn hjá Hjálp-
ræðishernum, í samtali við Morgun-
blaðið.
Borðhald í Tapashúsinu stendur
fram til klukkan 20 eða þar um bil,
en þá mun fólk færa sig yfir í Her-
kastalann. Þar verður notaleg stund
með jólasöngvum, kakó og pipar-
kökum fram eftir kvöldi. „Yfirleitt
er þessu öllu lokið um klukkan 22
og þá hefur gestum yfirleitt verið
skutlað heim af sjálfboðaliðunum
okkar, en tugir fólks koma alltaf til
okkar á þessu kvöldi og leggja lið,“
segir Rannvá. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Herkastalinn Í áratugi hefur salurinn verið fagurlega skreyttur.
Jólafagnaður
Hjálpræðishersins
nú við Ægisgarð
Of þröngt í Herkastalanum þar sem
fagnaðurinn hefur verið í áratugi
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Tapashúsið Þarna verður matast.
Töluverður snjór er á götum og
gangstéttum höfuðborgarsvæðisins
og víðar um land.
Dreifingardeild Morgunblaðsins
hvetur fólk til að moka tröppur og
hreinsa aðgengi að húsum svo koma
megi í veg fyrir hálkubletti. Þetta
auðveldar störf blaðbera til muna.
Einnig er mikilvægt að það sé góð
lýsing við útidyr.
Mesta slysatíðni á meðal blaðbera
og útkeyrslufólks er vegna hálku á
einkalóðum.
Fólk hvatt til að hreinsa
aðgengi að húsum