Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur.
Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano
fyrir Nespressovélar.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
J Ó L AT I L B O Ð
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Vinnuflæðið milli kóranna ersérlega skemmtilegt,strákarnir verða svolítiðtrekktir að mæta Kötl-
unum og það brýst út í gauragangi.
Þetta er smá fyrirtíðaspenna hjá
strákunum, en ég tala þá til og
stemningin er alltaf sérlega góð á
tónleikum og líka í partíum með
stelpunum,“ segir Jón Svavar Jós-
efsson, kórstjóri Karlakórsins Bar-
tóna, þar sem hann og Lilja Dögg
Gunnarsdóttir, annar stjórnandi
kvennakórs Katlanna, koma saman
til að plana næstu æfingu því kór-
arnir ætla að vera með jólatónleika á
morgun, fimmtudag. Samstýra Lilju
Daggar er Hildigunnur Einarsdóttir,
en sönggleðin er í fyrirrúmi hjá báð-
um kórunum, þó að ekki sé slegið af
kröfunum. „Að finna töfrana í sam-
söng er einstakt, það þekkja þeir
sem reynt hafa. Það eru líffræðilegar
ástæður fyrir því að fólk vill vera í
kór, því við losum um náttúrulegt
gleðihormón, serótín, þegar við
syngjum, og við losum líka um kvíða-
stillandi hormón,“ segir Lilja Dögg.
Kórstjóri að eilífu og alvaldur
„Við Kötlurnar erum duglegar
við að útsetja þannig að við skiptum
laglínum milli radda. Við erum ekk-
ert að setja okkur fyrirfram gefnar
fastar reglur, við erum í flæði í
sköpuninni og það skilar sér inn í
sönggleðina og framkomusjarmann,“
segir Lilja Dögg, en Jón Svavar seg-
ist ekki þora að vinna með slíkt flæði
hjá piltunum. „Ég get til dæmis ekki
beðið strákana mína um að gera
hljóðverk, þeir eru lítið fyrir að fara
út fyrir rammann, það er munurinn á
þessum tveimur kórum,“ segir hann
og hlær. „Stelpurnar verða stundum
pirraðar af því að þeim finnst strák-
arnir ekki nógu fljótir, það er þeirra
Guðdómlegar
gyðjur og hvirfil-
vindar kynþokkans
Jú, hann lekur vissulega af þeim kynþokkinn strákunum sem þenja brjóst í söng
og ekki eru þær síður heillandi stelpurnar hverra hljómi og framkomu hefur verið
líkt við kröftugt eldgos. Sönggleðin og sprellið er í fyrirrúmi hjá karlakórnum Bar-
tónum og kvennakórnum Kötlunum, en þó er ekkert slegið af kröfunum í söngn-
um. Þau ætla að syngja saman inn jólin og lofa gleði, glimmeri og geðveiki.
Vanda sig Piltarnir einbeittir í söngnum eins og glögglega má sjá hér.
Morgunblaðið/Golli
Handapat Jón Svavar baðar út höndum við stjórnun Katla og Bartóna.
Það má vissulega breyta örlítið út af
vananum þegar jólatréð er skreytt,
ekki satt? Á vefnum www.realsimple-
.com er að finna ótal fínar hugmyndir
að einföldum en góðum skreytingum
fyrir jólatréð, jólaborðið og flest sem
hefur forskeytið „jóla“. Hvað jólatréð
snertir er bent á nokkur lykilatriði
sem vert er að hafa í huga. Til að
mynda er gott að litirnir séu djúpir
þannig að þeir tóni skemmtilega við
iðjagrænt grenið. Með því að halda
sig við sömu litafjölskylduna má
föndra vel og lengi við skreytinguna.
Önnur hugmynd er að ákveða eitt-
hvert þema fyrir hver jól og skreyta
tréð með svipuðu skrauti frá toppi og
niður. Einnig getur verið skemmtilegt
að blanda saman gömlu og nýju
skrauti. Til dæmis með því að setja
gamla skrautið hennar ömmu inn á
milli þess skrauts sem börnin hafa
útbúið í skólanum.
Vefsíðan www.realsimple.com/holidays-entertaining
Morgunblaðið/Kristinn
Hugmyndir Skreyta má jólatréð með ýmsu móti og það þarf ekki að vera flókið.
Sniðugar jólatrésskreytingar
Nú fer hver að verða síðastur til að
sjá sýningu um Tove Jansson og
Múmínálfana en hún er haldin í
Barnahelli bókasafns Norræna húss-
ins. Sýningin er opin frá klukkan 12
til 17 og er síðasti sýningardagur
sunnudagurinn 21. desember.
Endilega …
… skoðið Múm-
ínálfasýningu
Skoðið Sýningu lýkur á sunnudag.
Sumir telja ómögulegt að temja sér
hollari lífshætti án þess að það komi
niður á lífsgæðunum. Það þarf alls
ekki að vera rétt, eins og fram kemur
í nýlegri grein blaðamanns breska
blaðsins The Guardian. Hann segir að
fyrsta skrefið sé að venja sig á að
borða staðgóðan morgunverð sem
inniheldur prótín. Stungið er upp á
tveimur hrærðum eggjum og eins og
lúkufylli af spínati. Í öðru lagi er talið
þjóðráð að draga úr drykkju sykraðra
drykkja og þá einkum gosdrykkja.
Stungið er upp á að drekka heldur
kolsýrt vatn og setja sítrónusneið út í
það. Hér á landi getum við að sjálf-
sögðu drukkið kranavatn daginn út
og inn. Í þriðja lagi er mælt með því
að koma sér upp „varaleiðum“. Ef
ekki tekst að snæða morgunverð
væri gott að eiga hnetur, banana eða
gulrætur til vara sem hægt er að
maula á leiðinni í vinnuna.
Það kann að koma spánskt fyrir
sjónir að stungið sé upp á því að
borða meira af sætum kartöflum.
Þær eru bæði ríkar af A-vítamíni og
kalíumi og þær má matreiða með
ýmsum hætti. Hafi sætu kartöflurnar
komið einhverjum spánskt fyrir sjón-
ir þá hlýtur þetta ráð að kollvarpa
öllu: Borðið meira smjör! Það má
segja að smjörið hafi fengið vissa
endurreisn þegar dr. Aseem Malhotra
sýndi fram á hversu ríkt smjör er af
D-vítamíni, fosfór og kalki. Smjörið
þarf að sjálfsögðu að vera ekta til
þess að innihalda efnin í einhverju
magni. Einnig er mælt með neyslu
brokkólís sem inniheldur aragrúa
bætiefna rétt eins og spínatið. Flestir
ættu að geta verið sammála um að
hófleg neysla áfengis sé lykill að
góðri heilsu og til að lifrin haldist í
lagi er talið gagnlegt og gott að
sleppa öllu áfengi samfleytt í 48 klst.
á viku hið minnsta.
Síðast en ekki síst skal nefnt að
sem minnst unnar matvörur séu betri
fyrir heilsu fólks en unnar vörur. Því
styttri innihaldslýsing á matvörum
þeim mun betra!
Matur er mannsins megin
Breytt mataræði ekki á kostnað lífsgæða
Morgunblaðið/Golli
Hollt? Gæta þarf jafnvægis í neyslumynstri til að fæðan nýtist sem best.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.