Morgunblaðið - 17.12.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 17.12.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Jólagjöf gr i l lmeistarans Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Kjúklingastandur Hamborgarapressa FULLT VERÐ 5.500 4.500 Þráðlaus kjöthitamælir Ljós á grill Pítsusteinn FULLT VERÐ 8.990 5.99015” FULLT VERÐ 7.990 5.990 Spaði og skeri fylgja FULLT VERÐ 4.490 3.490 Einstökupplifun Stilltu á kjöttegund og steikingu. Mælirinn lætur vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill ogofna FULLT VERÐ 4.990 3.990 LED Stillanlegþykkt verðsveiflur, brælur á sjó, ófærð á landi og á stundum meiri flutn- ingskostnað.“ Hægt að kaffæra markaði Guðmundur telur að horfur fyrir næsta ár séu góðar og staðan sé í heildina mun betri nú en hún var fyrir ári. „Eitt af lykilatriðunum er þó hvernig veðrið verður á Íslandi og Norður-Noregi í janúar, febrúar og mars. Ef það verða brælur þá helst verðið á fersku afurðunum uppi, en ef það verða blíður veiðist meira og mjög hratt í Noregi frá því í janúar og fram í maí. Þá geta komið vikur sem markaðurinn verður hreinlega kaffærður í fiski. Þá er vertíðin í algleymingi í Nor- egi og þeir moka vertíðarfiski á land,“ segir Guðmundur. Hækkun á ferskum fiski og góðar horfur Á línu Þorskflök og bitar hafa átt vinsældum að fagna í Frakklandi. Valgeir Magnússon beitir línuna um borð í línuskipinu Önnu EA 305.  Sterk staða í þorskflökum og bitum í Frakklandi BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verð á ferskum fiski hefur hækkað í ár og vel hefur gengið að selja þessar afurðir. Vaxandi hluti er fluttur út ferskur og þorskflök og bitar hafa átt vinsældum að fagna í Frakklandi, sem er stærsti mark- aðurinn fyrir ferskar afurðir. Útlit- ið er talið gott fyrir næsta ár. Guðmundur Jónasson, deildar- stjóri ferskfiskdeildar Iceland Sea- food, Tros, segir að í haust hafi verðhækkun fyrir ferska hnakka inn á Frakklandsmarkað verið í kringum 15%. Íslendingar séu stærstir á Frakklandsmarkaði í ferskum þorskhnökkum og hafi aukið magnið úr um fjögur þúsund tonnum 2011 í um níu þúsund tonn í fyrra. Mun minni birgðir Guðmundur segir að 2013 hafi í sjálfu sér gengið vel að selja fersk- an fisk frá Íslandi, en lækkun hafi orðið í flestum vörutegundum. Á tímabili í fyrra hafi mikið magn verið sett í ferskar afurðir, en í ár hafi birgðir minnkað verulega á flestum mörkuðum, sama hvort um sé að ræða t.d. saltfisk í Suður- Evrópu eða frystan fisk í Kína. Samkeppnin sé því að verða eðli- leg, sem hafi leitt til verðhækk- unar. Á Bretlandsmarkaði hafa fersk- ar þorskafurðir frá Íslandi átt und- ir högg að sækja og þorskur úr Barentshafinu sótt fram. „Breski markaðurinn er visst áhyggjuefni því Bretar hafa í auknum mæli keypt frystan, hausaðan línufisk af Norðmönnum og þítt hann upp sjálfir,“ segir Guðmundur. Norski fiskurinn þíddur upp og unninn í Bretlandi „Fiskinn flaka þeir í Skotlandi eða Grimsby og þó svo að fiskurinn sé uppþíddur fá þeir MSC-vottun fyrir línufisk. Vinnslan er ódýr hjá þeim sem kemur sér vel þar sem víða í Evrópu eimir enn eftir af kreppunni og allir fá eitthvað fyrir sinn snúð, hvort sem um er að ræða milliliði, vinnslu eða stór- markaði. Norðmenn losna við sína vöru og eru í raun hráefnisland í þessum útflutningi. Þeir geta hins vegar boðið stöðugleika í framboði, með jafnaðarverði til lengri tíma. Við þurfum hins vegar að glíma við Þrátt fyrir tíðar brælur hefur fiskast þokkalega síðustu vikur og sömuleiðis gengið vel að koma vörunni til viðskiptavina erlendis. „Það er helst ófærðin hérna inn- anlands sem hefur gert okkur erfitt fyrir og stundum er þetta mikið púsl,“ segir Guðmundur Jónasson hjá Iceland Seafood. Tíminn er dýrmætur þegar fersk- ur fiskur á í hlut. „Fyrst þarf að koma fiskinum í vinnslurnar, svo unninni vöru til flutningsaðila og til viðskiptavina erlendis, annaðhvort með skipi eða flugvél. Stundum hefur þetta verið þrautin þyngri og skipulag- ið riðlast, því ef fiskurinn missir af flugi þarf að koma honum í annað flug og oft er undir hælinn lagt hvort pláss er í þeirri vél. Við erum með samninga um magn og afhendingartíma við okk- ar viðskiptavini sem fylgjast vel með. Við erum duglegir að senda þeim veðurupplýsingar svo þeir skilji hvað við erum að glíma við og þeir vita að við getum lítið gert þegar náttúran er annars vegar. Ég sendi þeim oft kort Vega- gerðarinnar sem sýnir rauðar línur og upplýsingar um að bíllinn með fiskinn þeirra sé fastur á tiltekn- um stað. Það þarf heldur ekki mörg orð um blindbylinn í dag þegar þeir sjá mynd sem tekin er út um skrifstofugluggann. Þeir skilja vandann því hjá þeim fer allt úr skorðum við minnstu snjóföl,“ segir Guðmundur. Senda viðskiptavinum myndir af kortum Vegagerðarinnar MIKIÐ PÚSL VEGNA ÓFÆRÐAR INNANLANDS „Málum er þannig háttað að ekki hefur verið fundað hjá ríkissátta- semjara í tólf daga. Fundur hefur að vísu verið boðaður á fimmtudag- inn en það er bara vegna þess að sáttasemjara ber að boða til fundar á tveggja vikna fresti. En það þýðir ekki að eitthvað sé að gerast,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í sam- tali við mbl.is. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslu Íslands hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá því á miðnætti 5. jan- úar. Kjaradeilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í lok október. Maríus segir að deilan snúist fyrst og fremst um þá kröfu samninga- nefndar ríkisins að horfið verði frá því fyrirkomulagi að miða kjör flugvirkja Gæslunnar við kjör flug- virkja sem starfa fyrir Icelandair. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða til ótímabundins verkfalls í janúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.