Morgunblaðið - 17.12.2014, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
✝ GuðmundurÁrni Sigfússon
húsasmíðameistari
fæddist í Garðbæ á
Eyrarbakka 9.
október 1925.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítala
8. desember 2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Anna
Tómasdóttir, hús-
freyja í Garðbæ, f.
2. nóvember 1894, á Syðri-
Hömrum í Holtum, d.10. júní
1949, og Sigfús Árnason, tré-
smiður og bóndi í Garðbæ, f.
20. apríl 1892 á Hurðarbaki í
Villingaholtshreppi, d. 1. októ-
ber 1975. Systkini: Tómas Grét-
ar, f. 1921, Haraldur Júlíus, f.
1930, og Aðalheiður, f. 1932, d.
2013.
Guðmundur kvæntist 28. des-
ember 1946 eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Sigurbjörgu Mar-
gréti Guðvaldsdóttur, f. í
Reykjavík 19. nóvember 1927.
Þau byggðu sér hús í Heið-
argerði 34 í Reykjavík og
bjuggu þar í 54 ár þar til þau
fluttu á Sléttuveg 19 árið 2007.
Foreldrar hennar voru Bergný
Margrét Ólafsdóttir frá Skriðu-
felli og Guðvaldur Jónsson
brunavörður frá Minna-Núpi.
Guðmundur og Margrét eign-
uðust fimm börn, þau eru: 1)
Ólafur Svavar vélvirki, f. 5.
október 1947. Fyrri kona hans
var Anna Lóa Aðalsteinsdóttir,
f. 1947, þeirra börn eru 1a)
Bergur, upplýsingafræðingur,
1982, eiginmaður Atli Már
Ágústsson, dætur þeirra Hanna
Sædís og Margrét Klara, 4b)
Marinó Páll, verkfræðingur og
framkvæmdastjóri, f. 1988,
sambýliskona Herdís Helga
Arnalds, og 4c) Bergný Mar-
grét ferðamálafræðingur, f.
1990, sambýlismaður Egill
Björnsson. 5) Birgir Guðmunds-
son, f. 4. maí 1962, bygging-
artækni- og rekstrarhagfræð-
ingur, eiginkona Ágústa María
Jónsdóttir, þeirra börn eru: 5a)
Guðjón Árni, kvikmyndafræð-
ingur, f. 1990, 5b) Edda Karen,
nemi, f. 1995, og Janus Bjarki,
nemi, f. 1998.
Guðmundur ólst upp á
Eyrarbakka. Hann var ungur
maður átta sumur í sveit á Urr-
iðafossi og lærði trésmíði hjá
Vigfúsi Jónssyni frænda sínum
og framfaramanni og oddvita á
Eyrarbakka. Ungur fluttist
hann til Reykjavíkur og bjó þar
upp frá því, vann að byggingu
stórra og smárra húsa, m.a.
Melaskóla og Skálholtskirkju.
Guðmundur fékk meistararétt-
indi í húsasmíði og rak tré-
smíðaverkstæði og bygginga-
starfsemi. Þá vann hann um
árabil hjá ÍAV og síðustu tíu ár-
in fram að sjötugu var hann
umsjónarmaður Droplaugar-
staða. Guðmundur var á yngri
árum foringi í skátastarfi og fé-
lagi í Leikfélagi Eyrarbakka.
Hann var í stjórn Eyrbekkinga-
og Árnesingafélagsins um ára-
bil. Guðmundur starfaði lengi
fyrir Alþýðuflokkinn og sat í
fulltrúaráði hans.
Hann var trúmaður og ötull í
safnaðarstarfi eldri borgara í
Grensáskirkju.
Útförin fer fram frá Grensás-
kirkju miðvikudaginn 17. des-
ember kl. 13:00.
f. 1969, börn hans
eru Sindri Snær
nemi, móðir Hildur
Birna Gunn-
arsdóttir, og Guð-
rún Lóa nemi,
móðir Ragnheiður
Eiríksdóttir, núver-
andi eiginkona
Bergs er Tinna Jó-
hannsdóttir. Stjúp-
sonur Bergs er Jó-
hann Páll
Einarsson. 1b) Stúlka óskírð, f.
og d. 1972. 1c) Margrét Linda,
ráðgjafi, f. 1973, sambýlis-
maður Ívar Logi Sigurbergs-
son, barn hennar Ragnar Gauk-
ur, faðir Georg Mikaelsson.
Kona Ólafs er Elísa Noophian
Puangpila, f. 19. janúar 1967,
sonur hennar og kjörsonur
Ólafs er Nikulás, f. 1988, eig-
inkona Palika Phuangpila. 2)
Sigfús Árni húsasmíðameistari,
f. 11. júlí 1950, eiginkona Eva
Geirsdóttir f. 14. ágúst 1953,
þeirra synir eru: 2a) Guð-
mundur Árni, sölumaður og
þjálfari, f. 1971, eiginkona
Linda Rós Magnúsdóttir, þeirra
börn Róbert Árni, Sigfús Árni
og Þóra Lind. 2b) Elmar Geir
húsasmiður, f. 1976, sambýlis-
kona Berglind Eiríksdóttir, og
2c) Andri, íþróttafræðingur og
þjálfari, f. 1985. 3) Drengur,
óskírður, f. og d. 4. september
1953. 4) Valdimar Grétar, f. 13.
nóvember 1955, byggingafræð-
ingur, eiginkona Valgerður
Marinósdóttir og þeirra börn
eru: 4a) Hjördís Elva læknir, f.
Í dag kveð ég yndislegan
tengdapabba minn með miklum
söknuði. Gummi hefur gefið mér
og fjölskyldu minni svo mikið.
Hann var alltaf til staðar fyrir
okkur og alltaf tilbúinn að hjálpa
ef á þurfti að halda. Ef börnin
okkar voru í einhverjum vand-
ræðum, t.d. með að komast eitt-
hvert, þá var Gummi alltaf boð-
inn og búinn að koma úr
Reykjavík og keyra þau og ekki
var nú verra er hann fékk smá-
kaffisopa í leiðinni. Það eru ófáir
fótboltaleikir, mót, æfingar og
tónleikar sem hann kom á til að
fylgjast með barnabörnunum
sínum. Gummi var heilsuhraust-
ur fram á síðustu mánuði ævinn-
ar og þegar eitthvað bjátaði á
var hann fljótur að jafna sig og
ná sér aftur. Aldrei heyrði mað-
ur Gumma kvarta yfir neinu.
Hann var alltaf í góðu jafnvægi,
yfirvegaður og mjög skapgóður
maður. Það var alltaf jafnnota-
legt að heyra að Gummi var
kominn í heimsókn þegar við
heyrðum flautið hans. Hann var
lífsglaður og flautaði mikið en
það var hans einkenni.
Gummi bjargaði okkur mikið
þegar við vorum að byggja húsið
okkar í Hafnarfirðinum og var
hann þá hálfníræður. Hann kom
á hverjum degi til að hjálpa okk-
ur og ekki var slæmt að hafa
hann þar sem hann vissi alveg
hvað hann var að gera og gat
ráðlagt okkur. Gummi var mætt-
ur eldsnemma á morgnana til að
hjálpa, stundum var hann mætt-
ur á undan okkur og þegar við
mættum var hann kannski búinn
að dútla einn í húsinu í þó nokk-
urn tíma.
Elsku Gummi minn, ég á eftir
að sakna þín óendanlega mikið
en ég veit að nú ert þú kominn á
góðan stað þar sem þú hittir ást-
vini þína sem eru farnir. Það
vantar mikið í líf okkar þegar þú
ert ekki með okkur og ekki síst
barnanna okkar sem þú sinntir
svo vel. Ég mun minnast þín á
hverjum degi og sérstaklega
núna á jólunum þar sem þín
verður sárt saknað á heimili
okkar á aðfangadags- og gaml-
árskvöld.
Þetta er mikill missir fyrir
Lillu og syni þína en við pössum
upp á Lillu fyrir þig.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Far þú í friði, elsku Gummi.
Þín tengdadóttir,
María.
Það er blístrað við útidyrnar,
smá humm og söngl og engum
leynist hver gesturinn er. Guð-
mundur Árni eða bara Gummi
tengdapabbi er kominn í heim-
sókn. Engin læti, enginn æsing-
ur, aðeins yfirvegun og ró, ald-
eilis yndisleg ró sem ekki var
hægt annað en láta sér líka vel
við.
Guðmundi kynntist ég fyrir
hartnær 38 árum þegar ég og
sonur hans, Valdimar Grétar,
hófum sambúð. Frá fyrstu kynn-
um var eins og við hefðum alltaf
þekkst, svo auðvelt var að um-
gangast hann og eiga við hann
samskipti og þau áttu eftir að
verða mikil í öll þessi ár. Þegar
synir hans fjórir sem og barna-
börn hófu framkvæmdir, hvort
sem um var að ræða að taka í
gegn íbúðir, mála og smíða eða
að byggja heilu húsin, þá var
Gummi mættur með blístrið,
góða skapið og verkkunnáttuna.
Guðmundur var maður fárra
orða en lét frekar verkin tala og
fannst honum stundum heldur
lengi setið í kaffi- eða matartím-
um og sagði þá gjarnan; „ekki
dugar þessi fjandi, merin skítur
í ljána“ en þetta var orðatiltæki
sem hann sagði mér að hefði
verið notað í heyskap með hesta-
sláttuvélum á Eyrarbakka þar
sem hann ólst upp. Þegar yngri
dóttir okkar Valdimars var að
koma sér fyrir í nýrri íbúð sl.
vor þá kom Gummi daglega,
áhugasamur að hjálpa til en því
miður var hann þá farinn að
kenna sér meins og úthaldið orð-
ið lítið. Aldrei kvartaði hann þó
og þegar spurður hvernig heils-
an væri sagði hann; „góð“, þrátt
fyrir að talsvert væri af honum
dregið.
Það blístrar enginn við úti-
dyrnar mínar lengur og er ekki
laust við að kökkur komi í háls-
inn þegar hugsað er til þess að
góður vinur er farinn. En eftir
lifa minningar um góðan mann,
fjölskyldumann og góðan vin
sem verður sárt saknað. Líf okk-
ar allra sem eftir erum verður
svo miklu fátæklegra en það er
komið að leiðarlokum. Ég kveð
tengdaföður minn full þakklætis
og væntumþykju og veit að við
hittumst á öðrum stað seinna og
að hann tekur á móti mér með
opinn faðm og blístrandi ljúfa
tóna.
Valgerður Marinósdóttir.
Afi Gummi var góður maður
og alla tíð hefur okkur þótt hann
vera hinn fullkomni afi. Hann
var alltaf léttur í lund með mikla
kímnigáfu og góða nærveru. Ræ,
ræ, ræ sönglaði hann yfirleitt,
stundum með krosslagða fingur
og sneri þumalfingrunum í
hringi eða blístraði af mikilli
lagni. Þessir litlu hlutir báru
með sér mikla ró, svo ekki var
hægt annað en að vera glaður og
fullur af þakklæti í návist hans.
Sú setning sem afi sagði og
lýsir honum einna best hlýtur að
vera orðaröðin „svo er nú það og
það er nú svo“. Jákvæðni hans
og bjartsýni eiga sér fáar hlið-
stæður og aldrei heyrði maður
hann kvarta undan einum ein-
asta hlut eða búa til áhyggjur af
minniháttar málum. Allt fram á
síðustu metrana var hann upp-
litsdjarfur og kvartaði ekki þó
að heilsu hans færi hrakandi.
Þessi jákvæðni og bjartsýni eru
eitt af því eftirminnilegasta í fari
afa og eitt það dýrmætasta sem
við systkinin lærðum og erfðum
frá honum.
Afi var mikill framkvæmda-
maður og gjörsamlega elskaði að
taka til hendinni. Formlegum
vinnuferli hans lauk um sjötugt
en hann fann sér verkefni alla
tíð og ef einhver nákominn stóð í
framkvæmdum var afi ávallt
fyrstur á svæðið með jákvæðni
og verksvit í farteskinu.
Löngum stundum dunduðum við
okkur í skúrnum með afa þar
sem timbur var tálgað í falleg
form og ýmsir hlutir renndir í
rennibekknum undir öruggri
handleiðslu.
Við erum þakklát fyrir að
hafa átt afa Gumma að og fyrir
allt það sem hann kenndi okkur.
Afi verður ávallt ofarlega í huga
okkar og eilíf fyrirmynd í hverju
því sem við tökum okkur fyrir
hendur.
Hvíldu í friði elsku afi
Gummi.
Hjördís Elva, Marinó Páll
og Bergný Margrét.
Elsku afi Gummi. Við systk-
inin eigum ótal margar góðar
minningar um þig sem gaman er
að rifja upp. Þú varst alltaf svo
hress og skemmtilegur og alltaf
tilbúinn að hjálpa okkur ef okk-
ur vantaði aðstoð svo sem þegar
þú skutlaðir okkur á æfingar eða
í skólann. Maður vissi alltaf þeg-
ar þú komst í heimsókn því þú
varst svo oft flautandi eða raul-
andi á leiðinni inn. Þú hafðir svo
góðan húmor, meira að segja
þegar eitthvað bjátaði á vildir þú
alltaf koma öllum í gott skap og
gera það besta úr aðstæðunum.
Við munum vel eftir því þegar
þið amma bjugguð í Heiðargerð-
inu og við fengum að fara með
þér í bílskúrinn að smíða. Við
eigum enn marga muni frá þeim
tíma, bæði hluti sem við smíð-
uðum með þér og sem þú gerðir
fyrir okkur. Þegar við vorum að
smíða húsið okkar varst þú alltaf
mættur að hjálpa.
Jólin í ár verða öðruvísi en
flest önnur jól sem við munum
eftir þar sem þú verður ekki hjá
okkur á aðfangadags- og gaml-
árskvöld, en við skulum passa
upp á ömmu Lillu fyrir þig. Við
vitum þó að þú verður ávallt
með okkur í anda og minnir okk-
ur á að vera alltaf jákvæð og
glöð eins og þú ætíð varst.
Elsku afi, við munum alltaf
minnast þín sem glaðlyndu
manneskjunnar sem þú varst og
við vitum að þú ert kominn á
góðan stað. Þín barnabörn,
Guðjón Árni, Edda Karen
og Janus Bjarki.
Elsku afi minn, mig langar að
kveðja þig með nokkrum línum.
Þú varst alltaf svo góður og já-
kvæður við mig og mína fjöl-
skyldu. Góðar minningar á ég af
ferðum á Eyrarbakka með þér
og ömmu þar sem margt var
brallað. Þar voru tíndir litlir
krabbar og farið með þá heim í
Garðabæ og geymdir í krukku.
Einnig er mér mjög minnisstæð
veiðiferð með ykkur í Ölfusá.
Elsku afi minn, ég kveð þig með
söknuði og þakklæti fyrir allan
þann tíma sem við áttum saman.
Minning um góðan mann lifir.
Hvíl í friði elsku afi minn.
Guðmundur Árni Sigfússon.
Tengdafaðir dóttur okkar og
kær vinur er látinn. Við eigum
eftir sakna allra þeirra góðu
stunda sem við höfum átt með
honum og Lillu. Glaðværð og
léttlyndi einkenndi Guðmund,
hann Gumma í Garðbæ, eins og
hann var kallaður á Eyrarbakka.
Þegar Gummi tók að sér við-
byggingu hjá okkur á Kirkjuvegi
25 árið 1983 var auðséð að allt
lék í höndunum á honum og
góða skapið fylgdi með. Á
morgnana þegar við heyrðum
sungið eða blístrað vissum við að
Gummi var mættur. Síðar
reyndist hann oft hjálplegur
bæði heima hjá okkur og í bú-
staðnum ef eitthvað þurfti að
lagfæra. Gummi var snillingur í
höndunum og ýmsir hlutir sem
hann gaf okkur og fuglahúsin
frá honum bæði heima og við bú-
staðinn munu minna okkur á
hann. Við eigum einnig eftir að
rifja upp skemmtilegar sögur og
orðatiltæki sem Gummi hafði
eftir körlum á Bakkanum. Við
dáðumst oft að því hve duglegur
hann var að hjálpa Maríu og
Birgi, þegar þau voru að byggja
húsið sitt í Fjóluásnum. Þá var
hann löngu orðinn eldri borgari
en mætti hjá þeim á hverjum
degi og vílaði ekki fyrir sér að
klifra upp í stiga og vinnupalla,
alltaf með góða skapið og já-
kvæðnina í farteskinu. Gummi
skilur ekki bara eftir sig góðar
minningar, hann skilur eftir sig
fyrirmynd fyrir afkomendur sína
og vini.
Við sendum Lillu og fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Edda og Jón Ingi.
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdapabba systur minnar,
Guðmund Árna Sigfússon.
Gummi eins og hann var alltaf
kallaður var mikið ljúfmenni,
glaðvær og hress. Mikið var gott
að koma til þeirra hjóna, Lillu
og Gumma, í Heiðargerðið og á
ég góðar minningar frá þeim
yndislegu heimsóknum þangað.
Alltaf tekið svo vel á móti manni
með hlýju og yndislegt að sitja
og spjalla við þau yfir kaffi og
kökum. Góðar minningar á ég
líka frá æskuheimili mínu á
Kirkjuveginum þegar hann var
að hjálpa foreldrum mínum með
viðbyggingu á húsinu. Gummi
var árrisull og mikið var gott á
morgnana að vakna við glað-
værð hans og sérstaklega þegar
ég heyrði hann byrja að flauta.
Mikið á ég eftir að sakna þess að
heyra ekki lengur flautið hans.
Takk fyrir þitt hlýja faðmlag og
góðu stundirnar með þér.
Elsku Lilla, Biggi, Mæja,
Guðjón Árni, Edda Karen og Ja-
nus, Guð gefi ykkur styrk í sorg-
inni. Óla, Valda, Adda og fjöl-
skyldum votta ég mína dýpstu
samúð. Kveðja,
Selma, Jóhann (Jói) og börn.
Guðmundur Árni
Sigfússon
Elsku pabbi minn
hefði orðið 72 ára í
dag. Nú eru liðnir
rúmlega fimm mán-
uðir frá því að hann
kvaddi okkur. Þykir
ekki hár aldur nú til dags og mér
fannst hann pabbi fara of
snemma. En ekki má gleyma því
að það eru margir sem eru ekki
svo heppnir að fá þó þennan tíma.
Pabbi var eiginlega alltaf í góðu
skapi og það var sjaldan sem hon-
um mislíkaði eitthvað sem maður
gerði. Ég man aldrei eftir því að
hann hafi nokkurn tíma skammað
mig eða orðið reiður við mig í upp-
vextinum, þó það hafi nú örugg-
lega einhvern tímann verið
ástæða til.
Mín fyrsta minning um pabba
er þegar við bjuggum úti í Höfða á
Djúpavogi og hann birtist í dyr-
unum og tilkynnti okkur að við
hefðum eignast litla systur. Þá var
mamma á Akureyri að eiga Svölu
Bryndísi en það er bara svo langt
síðan við fæddumst að það tíðk-
aðist ekki þá að feður væru við-
staddir fæðingu barna sinna. Erla
Hjalti Jónsson
✝ Hjalti Jónssonfæddist 17. des-
ember 1942. Hann
lést 10. júlí 2014. Út-
för Hjalta fór fram
19. júlí.
systir pabba hafði
svo gaman af því að
segja frá því að þeg-
ar ég fæddist þá
hefði pabbi setið úti
í bílskúr. Pabbi
þvertók nú alltaf
fyrir þetta en mað-
ur sá það nú samt á
honum að þessa
saga væri nú senni-
lega sönn þó honum
þætti það nú
kannski verra.
Pabbi hafði gaman af því að
segja frá fyndnum uppákomum og
þá hló hann yfirleitt svo mikið
sjálfur að maður skildi ekkert af
því sem hann var að segja. Það var
ekki annað hægt en að fara bara
að skellihlæja með honum því
maður gat ekki annað en smitast
af hlátrinum hans. Mikið á ég eftir
að sakna þess að hlæja með hon-
um pabba mínum. Það var svo
hressandi.
Það er svo skrítið þegar ein-
hver svona nákominn fellur frá,
það er nánast eins og manni finn-
ist að þeir sem eru næst manni séu
ódauðlegir. En það minnir mann á
það hvað það er dýrmætt að lifa í
núinu. Ekki bíða með að gera hlut-
ina. Eins og t.d. að eyða tímanum
með sínum nánustu. Við vitum
aldrei hver er næstur. Ég er þakk-
lát fyrir þann tíma sem ég átti
með pabba, en mér finnst þó að við
höfum átt eftir að gera svo margt
saman.
Pabbi hafði mjög gaman af því
að ferðast en því miður varð
minna um ferðlög hjá honum síð-
ustu ár eftir að hann veiktist, þá
treysti hann sér síður. Pabbi var
mjög fínn ferðafélagi. Það var
þetta létta skap, jákvæðni og svo
með ráð undir rifi hverju þegar
eitthvað kom upp á. Það kom sér
vel í Færeyjaferðinni sem við fór-
um í saman fyrir nokkrum árum
sem var mjög eftirminnileg ferð.
Það er gott að eiga mikið af góðum
minningum til að hugga sig við
þegar ástvinur hverfur á braut.
Þær geta aldrei orðið of margar.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Elsku pabbi minn, takk fyrir
alla skemmtilegu stundirnar. Þín
Guðný.
Afmælisdagurinn hans afa
hefði verið í dag.
Þegar við hugsum um afa
sjáum við hann fyrir okkur sitj-
andi við eldhúsborðið heima á Sól-
völlum með kaffibolla. Það koma
líka margar fleiri góðar minningar
upp í hugann eins og t.d. í eitt
skiptið þegar hann var hjá okkur á
jólunum. Hann var svolítið stríð-
inn og sagðist ætla að vera lengi
að borða, því hann vissi að við
fengjum ekki að fara að opna
pakkana fyrr en allir væru búnir
að borða og búið að ganga frá. Svo
sat hann þarna bara skellihlæj-
andi meðan við horfðum löngunar-
augum á pakkana og veltum fyrir
okkur hvort hann ætlaði virkilega
kannski bara að standa við þetta!
Fleiri minningar sem tengjast
bátnum, vörubílnum, Stóru-Stein-
um, sumarbústaðnum í Laxárdal
og Höfða. Fara með afa á sjó,
dytta að í sumarbústaðnum eða í
Stóru-Steinum. Fara með afa í
berjamó. Þegar við gistum hjá afa
var það klárt að hann splæsti á
okkur því sem við vildum, t.d. Co-
coa puffs sem við vorum ekki vön
að fá svo oft. En hann vakti okkur
líka snemma því hann byrjaði dag-
inn á því að kveikja á fréttunum
klukkan sjö. Afi hlustaði mikið á
fréttirnar. Afi var frekar hlédræg-
ur en kom alltaf með góð innskot.
Elsku afi okkar, sem alltaf var
svo góður og hlýr, gaf okkur góðar
minningar sem aldrei munu
gleymast, heldar geymast að ei-
lífu. Þín verður sárt saknað og við
geymum minningarnar ofarlega í
huga okkar.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Þín
Kristjana Hvönn, Fjölnir,
Einar Páll og Signý.