Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
✝ Jónas ÞórirDagbjartsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 20.
ágúst 1926. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Grund 6. desem-
ber 2014.
Foreldrar Jón-
asar voru Mar-
grét Runólfs-
dóttir, f. 6.6.
1986, og Dagbjartur Gíslason
múrarameistari, f. 1.5. 1895.
Þau slitu samvistir. Albræður
Jónasar Þóris eru Runólfur
múrarameistari, f. 21.4. 1923,
d. 19.5. 2008, og Kristinn
Helgi, verslunarmaður í
Reykjavík, f. 16.9. 1942, d.
26.7. 1979. Hálfbróðir sam-
feðra er Dagbjartur Kort, f.
16.9. 1942, búfræðingur í
Borgarfirði. Hálfbróðir sam-
mæðra var Erlendur Hvann-
berg Eyjólfsson, f. 23.11.
1919, d. 28.12. 2000.
Jónas Þórir kvæntist 8.11.
1947 Ingrid Kristjánsdóttur,
f. 5.5. 1926, d. 13.5. 1989.
Foreldrar hennar voru Krist-
ján Hallgrímsson og Kaja
Hallgrímsson, fædd í Halsa,
Noregi. Þau voru búsett á
Siglufirði. Sambýliskona Jón-
Ölmu Auðunsdóttur og Önnu
Björgu Auðunsdóttur og
barnabörnin eru tvö.
Frá fimm ára aldri ólst
Jónas Þórir upp hjá Jónasínu
Þóru Runólfsdóttur, móð-
ursystur sinni, og eiginmanni
hennar Þórarni Guðmunds-
syni sem gengu honum í for-
eldrastað. Hann lærði á fiðlu
og trompet í Vestmanna-
eyjum hjá Oddgeiri Kristjáns-
syni sem barn eða þangað til
hann fór til Reykjavíkur og
nam þá í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, fyrst hjá Þorvaldi
Steingrímssyni, síðan Birni
Ólafssyni og Hans Stephanic.
Jónas Þórir lék með ýmsum
hljómsveitum sem voru for-
verar Sinfóníuhljómsveitar
Íslands svo sem Hljómsveit
Reykjavíkur, Strengjasveit
Tónlistarskólans og Útvarps-
hljómsveitinni. Þegar Sinfón-
íuhljómsveitin var stofnuð
spilaði hann með henni frá
upphafi til ársins 1996 eða
tæplega hálfa öld. Hann lék
þó síðast með Sinfón-
íuhljómsveitinni 2001 á Vín-
artónleikum. Jónas Þórir lék
með ýmsum danshljóm-
sveitum frá árinu 1946-1975.
Hann var stundakennari við
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar,
Tónlistarskóla Keflavíkur og
þá stjórnaði hann einnig
Lúðrasveit Keflavíkur á ár-
unum 1969-72.
Jarðarför Jónasar Þóris fer
fram frá Dómkirkjunni í dag,
17. desember 2014, kl. 14.
asar Þóris frá
1992 er Laufey
Karlsdóttir. Börn
Jónasar Þóris og
Ingrid eru: 1)
Margrét Linda
Þórisdóttir kenn-
ari, f. 26.1. 1948,
búsett í Kópavogi,
maki Guðmundur
Þórðarson lög-
maður, þau eiga
þrjá syni: a) Guð-
mund Inga, maki er Oan, b)
Þórð, maki Harpa Rós Heim-
isdóttir og eiga þau þrjú börn
og c) Jónas Þór, maki Karin
Vabson, þau eiga eitt barn. 2)
Kristín Þórisdóttir leikskóla-
kennari, f. 10.1. 1951, búsett í
Kópavogi, maki Karl Jóhann-
es Karlsson pípulagn-
ingameistari, þau eiga fjögur
börn. Þau eru a) Þórir Andri,
b) Jóhannes Karl, maki Fann-
ey Karlsdóttir og eiga þau
þrjú börn, c) Ingrid, unnusti
hennar Hjörtur Yngvi Jó-
hannsson. 3) Jónas Þórir Þór-
isson organisti, f. 28.3. 1956,
búsettur í Mosfellsbæ. Kona
hans er Rósa Einarsdóttir
kennari. Jónas Þórir á fjögur
börn, Aron Dalin, Viktor Dí-
ar, Isold Ötlu og Egil. Rósa
Einarsdóttir á dæturnar
Við systkinin, börn Laufeyj-
ar, sambýliskonu Jónasar síð-
astliðin 23 ár, minnumst hans
sem „séntilmanns“. Hann vakti
til lífsins brostið hjarta hennar
með kurteisi og nærgætni og
hafði vinskapur þeirra ómetan-
leg áhrif á líf hennar. Hann
varð ekkjumaður um sextugt
og hún hafði misst hann föður
okkar 13 árum áður, aðeins 46
ára gömul, ósátt og þoldi illa
alla tilhugalífstilburði manna.
En Jónas gaf ekkert slíkt í
skyn, hann bað hana bara kurt-
eislega að aðstoða sig við að
innheimta vinnulaun á fínustu
matsölustöðum borgarinnar, en
þar spilaði hann gjarnan á fiðl-
una fyrir matargesti og var síð-
an sjálfum boðið til veislu á
móti, en leiddist að sitja einn
til borðs. Svona hófst þeirra
samband og þannig leið það
alla tíð, í vináttu, tillitssemi og
gagnkvæmri virðingu. Nú
grætur hún vininn sinn besta
og leitar að honum.
Jónas og mamma ferðuðust
víða saman, vinir hennar urðu
góðir vinir hans og öfugt og
alltaf voru þau ótrúlega sam-
heldin og sæt. Í okkar augum
var Jónas „elskulegi maðurinn
hennar mömmu“, hann varð afi
barnanna okkar, alltaf tilbúinn
að fagna með okkur og við
hvert hátíðlegt tækifæri var
hann mættur með fiðluna og
gerði litlar hátíðarstundir svo
fallegar með dásamlegum
hljóðfæraleik við hæfi. Það
minnast hans líka eflaust
margir nágrannar, bæði þeirra
og okkar, fyrir áramótatromp-
etleikinn, en það var hefð hjá
Jónasi að kveðja hvert ár með
stæl. Nú kveðjum við hann
hinstu kveðju með þakklæti og
virðingu,
Aðalheiður, Hjálmar og
Sigríður Erla Jónsbörn.
Nú á þessum tímamótum
hefur afi minn, Jónas Þórir
Dagbjartsson, kvatt þennan
heim. Það er margs að minn-
ast, en eftir stendur þó helst
minning um góðan mann sem
reyndist mér alltaf vel.
Þegar þetta er skrifað eru
jólin á næsta leiti og það er
óneitanlega skrýtið að afi muni
ekki vera með okkur framar yf-
ir hátíðarnar. Hann var mikið
jólabarn, enda rómantískur í
eðli sínu. Mér eru mjög minn-
isstæð jólaboðin sem hann hélt
hvert ár á jóladag. Þá tók hann
á móti stórfjölskyldunni á
Flyðrugrandanum þar sem afi
og amma áttu svo fallegt heim-
ili. Tónlistin ómaði og allir voru
glaðir. Sömu sögu má segja um
áramótin, þá hafði hann þann
sið að stíga út í nóttina á mið-
nætti og spila „Nú árið er liðið“
á trompetinn þannig að það
bergmálaði allt um kring. Sem
barn dáðist ég að þessu uppá-
tæki hans, fannst það gera
augnablikið mjög hátíðlegt og
gefa því ákveðna merkingu.
Sjálf hef ég alla tíð haft mjög
sterkar taugar til afa. Snemma
heillaðist ég af fiðluleiknum og
á tónlistarsviðinu hefur hann
verið einn af mínum stærstu
áhrifavöldum. Hann hafði þá
náðargáfu að hrífa fólk með
tónlistinni og þar var ég engin
undantekning.
Ég er afskaplega þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
honum og mun minnast hans
um ókomna tíð. Ég kveð afa
með þessum ljóðlínum úr „Þá
var ég ungur“, en það ljóð fór
hann oft með og hélt mikið upp
á.
Er syrtir af nótt, til sængur er mál
að ganga,
– sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga …
(Örn Arnarson)
Ingrid Karlsdóttir.
Mágur minn, einlægur vinur
og aðstoðaruppalandi minn,
Jónas Þórir Dagbjartsson, hef-
ur kvatt þetta líf. Þegar systir
mín, Ingrid, og Þórir giftu sig
var ég á tíunda ári og fékk
þann heiður að vera brúðar-
mey.
Móðir mín, sem var ekkja
eftir að faðir minn drukknaði á
stríðsárunum, þurfti að sjá fyr-
ir okkur tveim. Þá atvikast það
að ég átti mitt annað heimili og
mína fjölskyldu rétt eins í Fax-
askjólinu hjá þeim og hjá móð-
ur minni. En þarna 10 ára göm-
ul var mér boðin fyrsta launaða
vinnan. Ég skyldi fá 10 krónur
fyrir hvert skópar sem ég
burstaði fyrir Þóri. En í starfi
hans sem hljóðfæraleikari bæði
í Sinfóníunni og með hljómsveit
Aages Lorange skyldi hann
ætíð vera í háglansandi burst-
uðum skóm. Ég lít síðan alltaf
svo á að hann hafi verið minn
fyrsti launagreiðandi.
Á þessum tíma minnist ég
þess þegar mig langaði að fara
með vinkonu minni í Tívolí. Ég,
staurblönk 10 ára hnáta. En ég
taldi mig geta unnið úr þessu
vandamáli. Ég tók mig til og
burstaði skóna hans mágs
míns, fór með þá til hans og
rukkaði hann fyrir verkið.
„Heyrðu Kittý mín, er ég ekki
nýbúinn að greiða þér fyrir að
bursta þessa sömu skó? Nú
ertu að reyna að plata mig!“
Ég gat ekki annað en viður-
kennt óheilindi mín, en í Tívolí
fór ég þó og meira að segja
með 20 krónur. Þarna lærði ég
að heiðarleiki ætti alltaf að
vera í fyrirrúmi, maður sleppur
ekki svo létt.
Ég taldi mig eiga jafnmikið í
börnunum þeirra, þeim Mar-
gréti Lindu, Kristínu og Jónasi
Þóri, og fannst ég bera jafn-
mikla ábyrgð á þeim og for-
eldrarnir. Öll systkinin hafa
komist vel áfram í lífinu, sem
ég er nú ekki að þakka mér, og
eiga þau yndislegar fjölskyldur
sem Þórir hefur verið afar
stoltur og þakklátur fyrir. Eft-
ir að móðir þeirra lést, langt
fyrir aldur fram, hafa þau
hugsað einstaklega vel um
pabba sinn og gert allt til að
honum liði sem best.
Það var alla tíð mikill sam-
gangur á milli okkar fjöl-
skyldnanna. Við bökuðum sam-
an fyrir jól og páska og þá
dugði ekki minna en 14 smá-
kökusortir. Stórhátíðum deild-
um við lengi vel saman. Fórum
í berjamó og sultuðum og söft-
uðum saman. Fórum meira að
segja í partí og á böll með
þeirra vinum – og geri aðrir
betur. Að drusla litlu systur og
mági með sér eins og þau
gerðu. Jafnframt komu þau vel
inn í okkar vinahóp. Við hjónin
eigum ekkert nema góðar og
fallegar minningar frá þessum
tíma.
Fyrir mig er mikill missir að
Þóri, hann var í rauninni sá
eini sem ég átti eftir af okkar
litlu fjölskyldu sem ég leit á
sem verndara minn og vin, en
hann fylgdist alla tíð mjög vel
með mér og mínum.
Við hjónin þökkum fyrir
yndislegar minningar sem við
geymum í huganum. Bið góðan
Guð að vera með þeim sem eft-
ir lifa og sakna yndislegs föður,
afa og vinar.
Kristíana Kristjánsdóttir.
Kveðja frá Lúðrasveit
Reykjavíkur
Það er athyglisverð stað-
reynd í tónlistarsögu okkar hve
margir fiðluleikarar af fyrstu
kynslóð atvinnumanna voru
einnig góðir blásarar og alhliða
músíkantar. Að nokkru stafar
þetta af þörf manna til að hafa
næga atvinnu af list sinni, en
segir einnig nokkuð um viðhorf
þessara manna til tónlistar.
Það er mín skoðun að þessi
staðreynd hafi mjög orðið ís-
lensku tónlistarlífi til góðs. Á
veitinga- og danshúsum bæjar-
ins var tónlist í hæsta gæða-
flokki og þegar menn sneru sér
að kennslu var það af meiri víð-
sýni en ella.
Lúðrasveit Reykjavíkur
naut í áratugi ómældrar atorku
þessara manna og tryggðar.
Með þessum kveðju- og þakk-
arorðum til Jónasar Dagbjarts-
sonar tel ég við hæfi að nefna
nokkra af hans bestu vinum úr
strengjadeildinni, en jafnframt
góða félaga í Lúðrasveit
Reykjavíkur: Þorvald Stein-
grímsson, Jóhannes Eggerts-
son, Svein Ólafsson, Skafta
Sigþórsson og Óskar Cortes.
Fyrir unglinga sem voru að
feta sín fyrstu spor í tónlist
upp úr miðri síðustu öld, við
takmarkað framboð af kennslu,
var ómetanlegt að kynnast
þessum mönnum. Njóta við-
horfs þeirra til tónlistar, sem
einkenndist af ljúfmennsku og
hógværð, en einnig af ríkum
metnaði, gæðakröfum og víð-
sýni. Við fengum tækifæri til
að leika með þeim og fyrir það
er nú þakkað við fráfall Jón-
asar Dagbjartssonar.
Jónas gekk í Lúðrasveit
Reykjavíkur vel fyrir miðja
síðustu öld og starfaði fram á
áttunda áratug. Hann var frá-
bær félagi og lá aldrei á liði
sínu. Jónas var ávallt hrókur
alls fagnaðar í pásum og þegar
komið var saman til að gleðj-
ast, og hann var góður sögu-
maður. Hann var frábær tón-
listarmaður, setti ávallt mark á
leik sveitarinnar og miðlaði
öðrum af sinni miklu leik-
reynslu og þekkingu. Hann lék
á fyrsta kornett með sveitinni í
tveimur stærstu tónleikaferð-
um hennar, til Færeyja 1964 og
Vesturheims 1972.
Félagar í Lúðrasveit
Reykjavíkur þakka Jónasi frá-
bært starf fyrir sveitina og
votta aðstandendum hans sam-
úð og virðingu.
Sverrir Sveinsson.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
hélt sína fyrstu tónleika
fimmtudaginn 9. mars árið
1950 í Austurbæjarbíói. Hljóm-
sveitina skipuðu þá 40 hljóð-
færaleikarar.
Erfitt er að gera sér í hug-
arlund upplifun hljóðfæraleik-
aranna af þessum fyrstu tón-
leikum en ljóst að
eftirvæntingin var mikil. Á for-
síðu Vísis var skrifað að hljóm-
sveitin væri „skipuð betri
kröftum og betur æfð en nokk-
ur hljómsveit sem hér hefir
verið til áður“. Jónas Þórir
Dagbjartsson fiðluleikari, sem
nú er látinn, var einn þeirra
kröftugu og vel æfðu hljóð-
færaleikara sem léku á þessum
upphafstónleikum. Hann lék
með Sinfóníuhljómsveit Íslands
í 46 ár.
Hjá Jónasi Þóri kviknaði
ástríðan fyrir tónlistinni á unga
aldri eftir að hafa heyrt leikið á
fiðlu. Sem barn fékk hann að
læra á fiðlu og trompet og
stundaði síðar nám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík. Síðar
átti hann sjálfur eftir að kenna
tónlist víða á höfuðborgar-
svæðinu.
Hljómsveitarleikur á sér
ekki langa sögu á Íslandi. Víða
erlendis er það þekkt að fjöl-
skyldur geti rakið hljómsveit-
arspilara langt aftur í aldir og
þannig byggst upp dýrmæt
fagþekking kynslóð fram af
kynslóð. Það voru frumkvöðlar
á borð við Jónas Dagbjartsson
sem hófu hljómsveitarleikinn á
Íslandi.
Nú hefur Jónas Dagbjarts-
son lokið sinni lífsgöngu. Við
sem byggjum á arfleifð hans
þökkum hans mikla framlag til
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
og sendum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Arna Kristín Einarsdóttir,
framkvæmdastjóri Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands.
Með Jónasi Dagbjartssyni er
genginn einn af frumherjunum
sem fylltu raðir nýstofnaðrar
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á
fyrstu tónleikum hennar 9.
mars 1950. Jónas fylgdi síðan
hljómsveitinni alla sína starfs-
ævi. Hann var snjall fiðluleik-
ari en lék einnig listavel á
trompet. Kynntist ég honum
fyrst sem unglingur í Lúðra-
sveit Reykjavíkur. Þegar ég
gekk í raðir Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands nokkrum árum
tók Jónas mér opnum örmum
líkt og öllum öðrum nýgræð-
ingum en honum var eðlislægt
að að láta menn finna áþreif-
anlega að þeir væru velkomnir.
Veit ég að mörgum erlendum
félögum okkar í hljómsveitinni
er þessi hlýja Jónasar í garð
þeirra minnisstæð og dýrmæt.
Sem kollegi var hann ætíð ljúf-
ur og umgekkst alla af alúð og
virðingu.
Jónas var einkar fjölhæfur
tónlistarmaður og lék jöfnum
höndum hinar ýmsu tónlistar-
tegundir. Hann hafði sérstakt
dálæti á Vínartónlist og hafði
hinn vandmeðfarna Vínarstíl
fullkomlega á valdi sínu. Var
hann allt fram á síðari ár eft-
irsóttur „dinnermúsikant“ á
hátíðarstundum þar sem hann
yljaði gestum með ljúfum tón-
um úr fiðlunni sinni.
Jónas var mikill gleðimaður
og hrókur alls fagnaðar í góðra
vina hópi og eru samveru-
stundir eftir tónleika á tón-
leikaferðalögum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar einkum
minnisstæðar.
Það ríkir birta yfir minningu
Jónasar Dagbjartssonar og
þakka ég honum samfylgdina
af alhug.
Sigurður Ingvi Snorrason.
Þær halda áfram að þynnast
raðir frumkvöðlanna sem lögðu
grunn að Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Nú síðast er horfinn af
sviðinu kær vinur og sessu-
nautur til hartnær fimmtán
ára, Jónas Dagbjartsson.
Jónas var einn af fyrstu
starfsmönnum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands við stofnun
hennar árið 1950 en allt frá
árinu 1943, þegar hann var að-
eins sautján ára að aldri, lék
Jónas með Hljómsveit Reykja-
víkur og Útvarpshljómsveitinni
sem voru undanfarar sinfóní-
unnar. Tónlistarnám hans var
ekki langt en hæfileikarnir því
meiri.
Þótt fiðlan yrði hans aðal-
hljóðfæri var hann einnig lið-
tækur á önnur hljóðfæri, eink-
um trompet. Tónlistarkennarar
hans voru Oddgeir Kristjáns-
son, Hans Stephanek, Björn
Ólafsson og Þorvaldur Stein-
grímsson, sem var einn hans
besti vinur. Annar góðvinur
var Björn R. Einarsson, sem er
nýlátinn, en Björn og Jónas
deildu yfirleitt herbergi í tón-
leikaferðum hljómsveitarinnar.
Þeir félagar fengu viðurnefnið
Hiltonbræður sökum þess
hversu líkt því að mæta á Hil-
ton-hótel það var að kíkja í
heimsókn til þeirra, bæði hvað
viðvék umhverfi og viðurgjörn-
ingi.
Fyrstu ár sinfóníunnar voru
mikil mótunarár. Olav Kiell-
and, skapmikill maður frá Nor-
egi, var ráðinn aðalhljómsveit-
arstjóri og hafði hann geipileg
áhrif á þá sem þátt tóku. Þar
sem ekki var um auðugan garð
að gresja í launum hjá sinfóní-
unni þurftu starfsmenn að
drýgja tekjurnar með ýmiskon-
ar aukavinnu, m.a. að spila fyr-
ir dansi langt fram á nótt. Voru
menn því oft ansi slæptir á
morgunæfingum og tók aðal-
hljómsveitarstjórinn því ekki
alltaf með jafnaðargeði. Kiell-
and vakti bæði ótta og elsku
meðal hljómsveitarmanna og
eru til ótal sögur af samskipt-
um þeirra. Jónas kunni þær
allar og var unun að heyra
hann segja frá enda hafði hann
sjálfur svo gaman af og hló sín-
um smitandi, dillandi hlátri.
Til merkis um músikalítet
Jónasar má nefna Vínartón-
leika fyrir margt löngu þegar
hljómsveitarstjórinn Willy
Boskowsky, sem var einn virt-
asti hljómsveitarstjóri slíkra
tónleika, var fenginn til að
stjórna hljómsveitinni.
Boskowsy var ekki rétt
ánægður með túlkun hljóm-
sveitarinnar og lét það óspart í
ljósi nema hann benti á Jónas
og sagði: „Sjáið þennan mann.
Hann kann þetta, hann skilur
þessa tónlist!“
Jónas var skemmtilegur
maður; léttur og kvikur á fæti,
með ríka kímnigáfu og glit í
auga. Hann var jafnan í essinu
sínu á tónleikum, átti það til að
víkja að manni athugasemdum
meðan setið var á sviði og beðið
eftir upphafi tónleika, svo að
bágt var að halda aftur af
hlátri.
Jónas er einn af þeim sem
gáfu allt sitt til að Sinfóníu-
hljómsveit Íslands mætti verða
að veruleika og eiga hann og
félagar hans ómældar þakkir
skilið. Að vera þeirrar gæfu að-
njótandi að sitja á sama púlti
og Jónas Dagbjartsson í fimm-
Jónas Þórir
Dagbjartsson
Hvort fær kona gleymt
brjóstbarni sínu að hún
miskunni eigi lífsafkvæmi
sínu? Og þó að þær gætu
gleymt þá gleymi ég þér
samt ekki.
Ég hef rist þig í lófa mér.
✝
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR
saumakona,
lést á Droplaugarstöðum
fimmtudaginn 11. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 19. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða Styrktarfélag
barna með einhverfu.
Bragi S. Ólafsson, Sigþrúður Bergsdóttir,
Marlín Birna Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.