Morgunblaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 29
tán ár eru forréttindi sem seint
verða fullþökkuð.
Vertu sæll kæri vinur.
Helga Hauksdóttir.
Jónas vinur minn hefur
kvatt. Áttatíu og fimm ára vin-
áttu er lokið í bili.
Það er margs að minnast eft-
ir allan þennan tíma af æsku-
stöðvunum í Eyjum. Það var
mikið skoprað á þeim árum.
Oftast skoprandi austur Urða-
veginn og allt að Þurrkhúsinu.
Ekki var talið ráðlegt að fara
mikið austar því á þeirri leið
var Tobbakofi en þar voru
draugar og sumir af eldri
strákunum höfðu séð þá.
Þá var fjaran ekki síðri leik-
völlur. Meðan fjaraði út var
farið í bófaleik undir pöllum en
á fjörunni sjálfri voru byggðir
flóðgarðar og var jafnvel
mögulegt að byggja þrjá í stór-
streymi en alltaf vann hafið og
allt horfið á liggjandanum.
Skylmingar voru mikið
stundaðar og voru sverðin yf-
irleitt smíðuð úr kassafjölum.
Þó átti einn strákur sverð úr
skófluskafti og var það hick-
ory-viður og stóðst ekkert
kassafjalarsverðið viðureign
við það. Mikið var barist um að
hertaka Skansinn. Ef maður
hitti einhvern af óvinaliðinu
varð maður að vera fljótur að
segja „dauður“ og var hann þá
frá í bili en þetta tók fljótt af
eins og í Valhöll forðum. Menn
gátu byrjað fljótt aftur að berj-
ast.
Þegar við vorum báðir 12 ára
gengum við í skátafélagið Faxa
og vorum þar við leik og störf
þar til við fórum til „Norður-
eyjunnar“ eins og við segjum
stundum í Eyjum. Svo kom
fermingarárið 1940 og þá tóku
við önnur verkefni. Oddgeir
Kristjánsson stofnaði lúðra-
sveit og Jónas fékk trompet til
afnota en hann hafði þá verið í
fiðlunámi hjá honum. Rúrik
skólabróðir okkar fékk kornett
og þá þótti ekki gott að ég
fengi ekkert verkfæri svo Odd-
geir ákvað að ég skyldi fá klar-
ínettu. Hann afhenti mér blað
um fingrasetningu tækisins en
ekkert hljóðfæri fannst í Eyj-
um um þetta leyti og ekki til
peningar að kaupa hljóðfæri,
þannig að ég komst aldrei í
sveitina og fór til annarra
starfa.
Sumarið 1943 réðum við okk-
ur sem háseta til síldveiða á
bátinn Metu VE 236 sem var 36
tonna eikarbátur smíðaður í
Esbjerg 1917. Þar vorum við
fimm fermingarbræður skip-
verjar, allir nýliðar. Skipstjóri
var Knud Andersen og var
hann fljótur að kenna okkur
réttu handtökin. Þetta var all-
góð vertíð og höfðum við 1.500
krónur fyrir úthaldið. Jónas
var einum sólarhring eldri en
ég og héldum við saman afmæl-
in okkar á heila tugnum síðustu
hálfu öldina og vorum nú undir
það síðasta farnir að skipu-
leggja 90 ára afmælið. Á stó-
rafmælum fengum við okkur í
tána og rifjuðum upp góðar
minningar. Alltaf stóðu upp úr
minningar okkar frá sumrinu
1943 á Metu enda fjöldi áhuga-
verðra karaktera um borð, allt
sannkallaðir orgínalar.
Árin liðu við leik og störf.
Jónas flutti til Reykjavíkur
1944 og ég 1945. Hann fór í
tónlistarskóla og ég í Loft-
skeytaskólann. Þá byrjuðum
við að huga að íbúðarkaupum
og keyptum svo hvor sína íbúð-
ina í Fornhagablokkinni og
bjuggum þar til ársins 1965
þegar við seldum báðir.
Jónas var góður og hæfi-
leikaríkur tónlistarmaður og
kom víða við en það eru aðrir
sem þekkja þá sögu betur til
frásagnar en ég.
Nú er hann á leið til hins ei-
lífa austurs og ég veit að hann
fær liðugan vind í seglin.
Berent.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
✝ Brynjar Valdi-marsson fædd-
ist í Reykjavík 15.
október 1987.
Hann lést á heimili
sínu í Mosfellsbæ
4. desember 2014.
Foreldrar hans
eru Sigríður Sch.
Þorleifsdóttir, f.
1960, býr í Garða-
bæ, og Valdimar
Jónsson, f. 1953,
býr í Noregi.
Hálfsystkini Brynjars eru
fjögur: 1) Ásta Hjördís Valdi-
marsson, f. 1996, nemi býr í
Hafnarfirði. Foreldrar Sigríð-
ar eru Ásdís Arnfinnsdóttir, f.
1924, d. 2004, og Þorleifur
Finnsson, f. 1936. Foreldrar
Valdimars eru Hjördís Guð-
mundsdóttir, f. 1927, og Jón
Jónsson, f. 1924.
Brynjar ólst upp í Garðabæ
ásamt Þórleifi bróður sínum og
stundaði þar sitt grunn-
skólanám í Flata- og Garða-
skóla. Hóf nám í Tækniskól-
anum í Reykjavík og lauk
þaðan sveinsprófi í múraraiðn
árið 2010. Hann vann við múr-
verk bæði hér heima og í Nor-
egi, þar sem hann bjó hjá föður
sínum um tíma. Brynjar var
ókvæntur og barnlaus.
Útför Brynjars fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 17. des-
ember 2014, kl. 13.
marsdóttir, f.
1973, gift Guð-
mundi Sigurðs-
syni, eiga þrjú
börn og búa á Sel-
fossi. 2) Jón Ágúst
Valdimarsson, f.
1978, kvæntur Sig-
urbjörgu Dóru
Ragnarsdóttur, f.
1980, þau eiga
þrjú börn og búa í
Reykjavík. 3) Þór-
leifur Sch. Haraldsson, f. 1985,
ókvæntur og barnlaus, býr í
Garðabæ. 4) Sölvi Mar Valdi-
Nú fylgjum við þér í síðasta sinni
með sorg í viðkvæmu hjarta,
þökkum líf þitt og ljúfar stundir,
ljósa minning og bjarta.
Við óskum þér góðs á æðra sviði,
ástin mín, sofðu í friði.
(KHB)
Í dag kveðjum við elsku son
okkar Brynjar. Ungur maður
sem átti allt lífið framundan, en
á einu augnabliki stöðvast lífið.
Hann fékk að vera hér á jarðríki
okkur öllum til gleði, en nú er
hann kominn í annað ríki.
Kannski er honum ætlað annað
og meira, hver veit. Honum var
gefið líf og líf var frá honum tek-
ið. Takk fyrir samveruna þennan
stutta tíma þinn með okkur.
Við söknum þín óendanlega
mikið, við eigum góðar minning-
ar, Brynjar okkar.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Guð geymi þig elsku Brynjar,
Mamma og pabbi.
Ekkert er eins og áður. Leiðir
okkar Brynjars lágu saman fyrir
um tuttugu árum þegar við
pabbi hans rugluðum saman
reytum. Það væri ósatt að segja
að í upphafi hafi það verið lukk-
an tóm, því þessi litli fallegi
drengur hafði varann á sér og
hafði enga löngun til að deila
föður sínum með mér. Ekki
skánaði það mikið þegar hann
eignaðist nýjan bróður, honum
þótti það frekar ómerkilegt og
hafði lítinn áhuga á korna-
barninu. Með tímanum öðluð-
umst við gagnkvæmt traust og
samskiptin tóku stakkaskiptum,
kærleikurinn óx og dafnaði. Ég
er ákaflega þakklát fyrir vinátt-
una og tryggðina sem Brynjar
sýndi mér allt fram á seinasta
dag. Stjúpvensl geta oft verið
flókin og því finn ég fyrir djúpu
þakklæti fyrir okkar góðu
tengsl.
Sölvi Mar, sonur minn, var
snemma tekinn í sátt og var
Brynjar hans helsta fyrirmynd í
öllu, alltaf. Hann dýrkaði þennan
glæsilega, góðhjartaða og list-
ræna bróður sinn. Brynjar var
honum einstaklega góður, bar
velferð hans fyrir brjósti og með
þeim þróaðist mikil vinátta þrátt
fyrir níu ára aldursmun. Brynjar
hikaði ekki við að tjá sig og
greip inn í uppeldið, þegar hon-
um fannst það við hæfi, hann
hefur haft gríðarleg áhrif á litla
bróður sem upplifir sáran missi.
Brynjar snerti við mörgum
með persónuleika sínum, húmor,
skarpri hugsun og framgöngu.
Hann var vinsæll og vinmargur
og því stór hópur sem syrgir
hann djúpt. Hann mun lifa
áfram innra með okkur öllum, í
hjörtum okkar varðveitum við
minningar sem verma. Hann er
og verður allt um kring, þótt allt
sé breytt að eilífu. Guð geymi
þig, elsku stjúpsonur og vinur,
hafðu innilega þökk fyrir allt.
Margrét Friðriksdóttir.
Alveg síðan ég man eftir mér
hef ég litið upp til Brynjars
bróður. Við vorum ekki svo ólík-
ir, sami tónlistarsmekkur, fata-
stíll og „attitude“. Hann var fyr-
irmynd mín í alla staði, við
sögðum hvor öðrum nánast allt
og hjálpuðumst að í gegnum súrt
og sætt. Ég gat alltaf leitað til
hans og hann til mín. Erfiðasta
stund lífs míns var þegar ég
fékk símtal um að bróðir minn,
fyrirmynd og besti vinur hefði
farið frá þessum heimi. Það er
svo margt sem við áttum ógert.
Ég veit að Brynjar mun alltaf
vera með mér í anda og ég veit
að ég get alltaf leitað til hans í
huganum. Ég veit þú vakir yfir
mér og munt hjálpa mér í gegn-
um þessa erfiðu tíma, þín er sárt
saknað og þannig mun það vera
að eilífu. Láttu fara vel um þig,
elsku hjarta, og einn daginn,
þegar minn tími er kominn,
sjáumst við aftur. Þinn bróðir,
Sölvi Mar.
Mikið er það óraunverulegt að
sitja hér og skrifa minningar-
grein um þig, elsku Brynjar
minn. Það var mér og okkur fjöl-
skyldunni reiðarslag er við frétt-
um að okkar kæri vinur hefði
orðið bráðkvaddur aðfaranótt
miðvikudagsins 4. desember sl.
Ég talaði við þig í síma
klukkustundum áður og átti síst
af öllu von á að fá þessar fréttir
morguninn eftir. Það var eins og
hjartað í mér hefði verið rifið úr.
Ég trúi ekki að þessi tími sé
kominn og ég þurfi að kveðja þig
hér. Það er svo margt sem við
áttum eftir að gera en nú er það
orðið of seint.
Það er svo margt sem mig
langar að segja en svo erfitt að
koma því niður á blað, allar
minningar sem ég á um okkur
saman eru mér svo kærar, ég
man svo vel eftir því þegar ég
hitti þig fyrst, það var eins og
ást við fyrstu sýn, þú varst svo
einstakur og svo kærleiksríkur.
Þú ert fyrsta og eina ástin mín
og ég sakna þín svo mikið. Það
er enginn sem ég elskaði jafn
mikið og þig, elsku Brynjar
minn, betri vin hefði ég aldrei
getað óskað mér og ég trúi því
ekki ennþá að þú sért farinn frá
mér.
Þú varst svo mikill töffari, þú
varst svo hæfileikaríkur og svo
yndislegur í alla staði. Ég er svo
þakklát fyrir þann heiður að
hafa þekkt svona merkilegan
mann eins og þig og allar þær
stundir sem ég fékk að eiga með
þér, þú komst alltaf til dyranna
eins og þú varst klæddur og það
var enginn að fara að segja þér
neitt annað. Það sem þú kenndir
mér margt um lífið, þú kenndir
mér að vera ég sjálf öllum
stundum. Þú varst svo góður og
alltaf tilbúinn til þess að vera til
staðar fyrir aðra, sama hvað
gekk á. Það er svo sárt að sætta
sig við það að ég get ekki hitt
þig aftur og að við getum ekki
gert alla þessa hluti sem við ætl-
uðum okkur að gera. Þú snertir
mig og mína fjölskyldu meira en
nokkur manneskja hefði getað
gert, við elskum þig öll svo mik-
ið, elsku Brynjar minn. Þú ert
hetjan mín og ég mun aldrei
gleyma þér, gullið mitt.
Samúðarkveðjur frá mér og
fjölskyldu minni.
Bjarnheiður María
Arnarsdóttir,
Margrét Ásta Arnarsdóttir,
Arnar Þórðarson,
Dagmar Valdimarsdóttir.
Það er svo óraunverulegt að
sitja hér í eldhúsinu, horfa á her-
bergið þitt og pelsinn þinn í and-
dyrinu og vera að skrifa minn-
ingargrein um þig, elsku vinur
minn. Hvernig kveður maður
manneskju sem manni þykir
svona endalaust vænt um? Ég
var svo heppin að eiga þig sem
vin. Ég sagði þér allt og þú
dæmdir mig aldrei. Við gátum
talað um allt milli himins og
jarðar. Gott og slæmt, fyndið og
alvarlegt. Ég er svo glöð að þú
treystir mér og ég gat ávallt
treyst þér. Þú kenndir mér svo
margt og stóðst svo þétt við bak-
ið á mér. Ég gat alltaf leitað til
þín og þú varst alltaf til í að
hjálpa mér. Því mun ég aldrei
gleyma og verð ævinlega þakk-
lát. Þú varst kletturinn minn.
Við áttum svo margar æðis-
legar stundir saman og svo
margar sögur að segja. Allar
þessar ljúfu minningar mun ég
geyma vel í hjarta mínu.
Þú varst svo einstakur strák-
ur. Svo fallegur og glaðvær, allt-
af stutt í húmorinn og svo ótrú-
lega hæfileikaríkur.
Það er sárt að sætta sig við að
þú sért farinn frá okkur, að ég
mun aldrei horfa aftur í fallegu
brúnu augun þín, hlæja með þér
og knúsa þig en ég veit í hjarta
mínu að þú ert kominn á betri
stað þar sem engin er þjáningin
og þér líður vel.
Ég er svo þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum saman þótt
hann hafi verið alltof stuttur. Þín
bíður greinilega annað og mik-
ilvægara hlutverk annars staðar.
Ástin prýddi fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur var þitt
dýpsta hjartans mál.
Ég veit að þú horfir á okkur, niður,
og í hjarta þínu ríkir friður.
Tómið í myrkrinu hræðist ei lengur
því ég veit að það ert þú sem
gengur.
Ég gleðst yfir ótal minningum af þér,
og veit að þú munt ávallt vaka yfir
mér.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Við sjáumst seinna.
Ég elska þig að eilífu. Þín vin-
kona,
Margrét Ósk.
Brynjar
Valdimarsson
RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Kolsstöðum
andaðist mánudaginn 15. desember
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ættingja og vina,
.
Ásgeir Sigurðsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
BALDVIN STEINDÓRSSON
rafvirkjameistari,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir
laugardaginn 13. desember, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju
föstudaginn 19. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Kristniboðssambandið.
Lilja Magnúsdóttir,
Lilja Baldvinsdóttir, Þorbjörn Viggósson,
Kristján Baldvinsson, Bryndís Ottósdóttir,
Magnús Baldvinsson, Bettina Wilhelmi,
Halldór Baldvinsson, Katrín Garðarsdóttir,
Guðbjörn Baldvinsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR,
Breiðagerði 25,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 19. desember kl. 11.00.
Rósa Einarsdóttir, Guðmundur Ingimundarson,
Ragnar Már Einarsson, Arngunnur Atladóttir,
Þórhildur Einarsdóttir,
Nikulás Einarsson
og ömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Auðkúlu í Arnarfirði,
Sólvangsvegi 2,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði
föstudaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 19. desember kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
María Gunnarsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KOLBRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Háabergi 17,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 16. desember.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 22. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið
eða líknardeild Landspítalans.
Benedikt R. Steingrímsson,
Margrét Benediktsdóttir, Pétur Hafliðason,
Jenný Ýrr Benediktsdóttir, Ágúst Þórhallsson,
Hlín Benediktsdóttir, Gísli Þór Jónsson,
Guðrún Benediktsdóttir, Steinn Sigurðsson,
Selma Benediktsdóttir, Eiríkur Ástvald Magnússon
og barnabörn.
Að skrifa minningagrein
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.