Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 31

Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Elsku afi. Það er einhvern veginn erf- itt að vera sorg- mæddur og hugsa um þig á sama tíma sem alltaf varst svo glaður og já- kvæður. Ég er ofboðslega þakklátur fyr- ir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Sérstaklega rennur hugurinn til góðra stunda í bíl- skúrnum í Hrauntúninu þar sem allt var mögulegt. Þá skipti engu máli hvað okkur datt í hug, það var flestallt framkvæmanlegt og breytti engu hvort smíða ætti töfrastafi eða langdræg skotvopn og ekki til það bilaða leikfang sem ekki fékk bót sinna meina í skúrn- um. Allra skemmtilegast var þó þegar þú veiddir músina sem þú hélst síðan í búri í skúrnum leyndri fyrir ömmu í lengri tíma, eða þar til Daði bróðir fór til ömmu og bað um „ostbita fyrir músina í skúrnum“, þá var gam- anið búið. Það þarf ekki að taka það fram að bæði gildran og búrið voru að sjálfsögðu smíðuð í bíl- skúrnum góða. Það er auðvitað margra annarra góðra stunda að minnast, svo sem á Bárunni, úti í Brandi, uppi á brennustæði, í Færeyjum, úti á golfvelli eða bara á bryggjurúnti með bláan Opal. Fyrir allar þessar góðu stundir og margar fleiri er ég ofboðslega þakklátur. Það hefur alltaf verið skemmti- legt að heimsækja ykkur ömmu, hér áður fyrr ekki síst fyrir vegleg veisluborð en amma á nú meiri heiður af þeim. Skemmtilegast hefur mér þótt það í seinni tíð, eft- ir að ég eignaðist börn sjálfur, að sjá hvað lifnaði yfir bæði þér og börnunum þegar þið hittust og vart mátti á milli sjá hvor hafði meira gaman af fíflalátunum í ykkur. Afbakaðir söngtextar og furðulegt barnamál hafa verið fastir liðir í þessum fagnaðarfund- um sem enda svo allir á sömu orð- unum „komdu fljótt aftur“. Mér hefur alltaf þótt það leið- inlegt að hafa aldrei þekkt ömmur og afa foreldra minna. Þetta fólk sem þau tala svo fallega um en ég þekki ekki neitt. Þess vegna er ég mjög þakklátur fyrir að Aron fékk að kynnast þér og mun alltaf eiga fallegar og skemmtilegar minn- ingar um þig, alveg eins og ég og aðrir sem voru svo lánsamir að fá að kynnast þér. Sindri Ólafsson. Elsku Einar afi. Ég á agalega bágt með að trúa því að þú sért ekki lengur á meðal okkar og hryggir það mig mikið að hugsa til þess að ég fái aldrei aftur að hitta þig. Alveg frá því að ég man eftir mér varstu alltaf svo yndislegur, lífsglaður og hjálpsamur. Það var alltaf ljúft að hugsa til þess að ef mig vantaði einhverja hjálp, ein- hvern til að spjalla við eða bara horfa á vikugamlan fótboltaleik, þá gat ég alltaf leitað upp á Hrauntún, síðar Smáragötu, og fundið þig í bílskúrnum að brasa eða inni í góðu yfirlæti hjá ömmu. Þó svo að þú sért farinn frá okkur þá munu allar þessar stór- kostlegu minningar lifa með okk- ur að eilífu. Allir skutluskallarnir, lakkrísbíltúrarnir og öll þau skipti sem ég hringdi í ykkur ömmu, annaðhvort með fáránlegar hug- myndir sem mig vantaði hjálp við eða þegar ég fór í fýlu og ákvað að strjúka að heiman. Ef ég komst lengra en út að horni þá endaði ég oftar en ekki í köku og mjólk hjá ykkur hjúunum. Ég mun ávallt vera þakklátur fyrir það að Hrafntinna hafi fengið að eyða tíma með langafa sínum sem er í kláru uppáhaldi en alltaf Einar Ólafsson ✝ Einar Ólafssonfæddist 23. des- ember 1933. Hann lést 30. nóvember 2014. Útför Einars fór fram 13. desem- ber 2014. þegar hún sá þig þá titraði hún öll af gleði og skreið/hljóp í fangið til þín. Margfrægir barna- slagarar eins og „gúrri, gúrri“, „vei, vei, vei“, „áfram ÍBV“ og „ðá, ðá“ ásamt óteljandi öðr- um munu lifa í huga okkar allra um ókomna tíð. Ég mun sjá til þess að Hrafntinna viti hver Einar langafi hennar var og hvaða mann hann hafði að geyma. „Hvað segirðu, nafni?“ er setn- ing sem ég hef heyrt frá blautu barnsbeini. Ég hef alltaf verið svo innilega stoltur af því að heita sama nafni og afi minn, því þessi afi minn er enginn venjulegur maður heldur ein af mínum helstu fyrirmyndum og einhver besta sál sem fyrirfinnst. Það er þess vegna sem ég skrifa þetta með kökkinn í hálsinum og berst við að halda aft- ur af tárunum á sama tíma og ég brosi upp til þín og rifja upp allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Ég elska þig, elsku afi minn. Takk fyrir allt saman. Þinn nafni, Einar Kristinn Kárason. Með hlýju frá hjartans rótum og miklum söknuði kveðjum við vin okkar og frænda, Einar á Kap- inni. Einar Ólafsson, skipstjóri og útvegsbóndi, var höfðingi í öllu sem hann kom nálægt, hugsaði stórt og af miklum metnaði og samferðamenn hans nutu þess í starfi og leik. Það var alltaf skemmtilegt, allt- af gaman að hitta Einar og gest- risni hans og Ágústu konu hans ljómaði ávallt af hlýju, gleði og höfðingsskap. Það fór ekkert á milli mála að við fundum alltaf hvað við vorum velkomin og alltaf var tekið vel á móti okkur. Húm- orinn var ekki langt undan og ein- hvern veginn var aldrei farið í um- ræður án þess að þær enduðu með einhverjum hlátrasköllum og vit- leysu. Nú ert þú síðastur farinn af þín- um stóra og sterka systkinahópi og þín verður sárt saknað eins og allra hinna. Þú varst heljarmenni, frábær, yndislegur, heiðarlegur, góður og gerðir heiminn betri. Takk fyrir okkur, takk fyrir allt og takk fyrir að hafa verið ná- kvæmlega eins og þú varst. Við sendum Ágústu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum kveðju með von um að Guð verði með ykkur og verndi. Bjarki Guðna og fjölskylda. Hann móðurbróðir minn, Einsi, Einar Ólafsson skipstjóri, hefur yfirgefið þessa jarðvist. Dánartil- kynningin er ein af þeim stundum sem munu aldrei gleymast. Guð virðist standa heiðursvörð og þótt andartakið sé dánarfregn nákom- ins ættingja örlar á létti með sorg- inni. Stálhörð harka var ómæld ef á þurfti að halda og henni beitti Einar ekki síst gagnvart sjálfum sér í óbilgjörnu kvalastríði sjúk- dómsins fram til loka. Ekki tjáði að spyrja hann hvernig hann hefði það? Einatt var svarið; „gott“, jafnvel þó svo útlitið væri allt ann- að en gott. En sigur hefur unnist. Sá sem spyr hvort maður hafi beð- ið bænirnar sínar, en það gerði Einsi, er trúaður. Svo mikinn þátt átti hann í lífinu að alls ekki er of- sögum sagt að hann hafi verið fyr- irmynd, fóstri, þótt lærisveinninn hafi ekki alltaf fylgt námsefninu sem kennarinn lagði fyrir nógu vel eftir. Sjómenn koma og fara, góðir sjómenn og afburðagóðir sjómenn líka. Einar tilheyrði seinni hópn- um. Hann byrjaði ungur, fyrst sem háseti en fljótlega valdist hann til ábyrgðarstarfa á sjónum. Að vera valinn 14 ára gamall til að gerast háseti hjá slíkum snillingi er að ekki sé meira sagt upphefð í lífi unglings. Má segja að þá hafi verið mótandi skref stigið. Einar gerðist útgerðarmaður í félagi við Ágúst Guðmundsson, ættaðan af Ströndunum, tiltölulega ungur. Kap II VE 4 var skipið fyrst. 100 tonna austurþýskt. Seinna stækk- uðu þeir við sig og stundaðar voru mest loðnuveiðar. Fiskað var frek- ar af lagni en hörku og aflabrögðin voru góð. Hann átti til að færa sig um set á miðunum, stundum um tugi mílna, eða hundruð, úr góðu fiskiríi í enn betra. Kom fyrir að menn undruðust hvað væri verið að færa sig úr svo góðu. Það þurfti örugglega kjark til og óbilandi innsæi. En niðurstaðan var ávallt að enn betra fiskirí beið okkar. Spurður undir fjögur augu hvað réði þessum einhliða ákvörðunum var svarið: „Ég er ekki klár á því, ég efaðist sjálfur en gerði það samt.“ Það einkennir snillinga að geta ekki útskýrt gerðir sínar. Einar var einn af sex systkina hópi, fimm bræður og ein systir. Þau fæddust flest inn í erfið ár kreppunnar, um þriðja áratug síð- ustu aldar. Einar var sonur Ólafs Ingileifssonar, útgerðarmanns og skipstjóra í Eyjum, sem ættaður var frá Höfðabrekku, Vík í Mýrdal og Guðfinnu Jónsdóttur frá Ólafs- húsum í Vestmannaeyjum. Systk- in Einars voru: Sigurgeir (Siggi Vídó) skipstjóri, Eggert vélstjóri, Þórarinn sem dó innan eins árs, Guðni skipstjóri og Jóna Guðrún. Þau eru nú öll látin. Það sem ein- kenndi Einar til hugar og handar var lagni en veiðimennska var honum í blóð borin. Hann var mik- ill lundaveiðimaður sem og fiski- maður, það voru kjörkostir á hans uppvaxtarárum í Eyjum. Að eiga hann að sem stoð og styttu al- mennt í dagsins amstri var ómet- anlegt, sterkur og traust góð- menni. Ungur giftist hann Ágústu Ágústsdóttur frá Aðalbóli í Eyj- um. Þau eignuðust fjögur fyrir- myndarbörn, Ólaf skipstjóra, Agnesi endurskoðanda, Viðar málara og Hjalta stýrimann og skipstjóra. Ágústa og Einar voru alltaf sem eitt, samhent og falleg hjón til fyrirmyndar. Tregi og söknuður hvílir yfir en tími gæfu- manns er kominn. Fyrir sérstaka tryggð og hug- ulsemi í gegnum tíðina friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Innilegustu samúðarkveðjur fyrir hönd okkar systkina, Gunnar Marel Eggertsson. Afburðamaður, beinskeyttur og sanngjarn í senn, yfirvegaður með stóíska ró sunnanblæsins, húmoristi af Guðs náð, glæsi- menni og athafnamaður sem alltaf voru hlunnindi að hitta. Einar á Kapinni sigldi særok- inn ef svo bar undir af öryggi, reynslu og verkviti. Ég man eftir því sem peyi þegar maður átti nánast heima hjá bryggjunum og fylgdist með bátunum koma til hafnar oft í misjöfnu. Við þekktum bátana á mastursljósunum og fleiru, en Einar var mjög ná- kvæmur á beygjunni fyrir Kletts- nefið. Hann fór mjög nálægt eins og hann væri að renna sér fyrir keilu í skíðabrekku. Einar var aflakló og mjög far- sæll. Sjarmi hans var undarlegt rólyndi á harðsóttum leikvelli. Hann haggaðist aldrei frekar en Heimaklettur þótt hvini í rá og reiða, bergi og brimi. Það fylgdi honum alltaf þetta þægilega við- mót, hlýja og nærgætni og gam- ansemin var ávallt til staðar í aug- um og orðum. Systkinin öll voru mörkuð þeim sterka stofni sem að þeim stóð, kynngimagnað fólk sem hefur skilað sér í ríkum mæli til afkomendanna. Góð bankainn- istæða fyrir Ísland. Einar var traustur og staðfast- ur, gat verið meinhæðinn en meiddi aldrei og svo brosti hann sínu saklausa brosi og það fór hon- um svo vel hvað þá þegar hann brosti til hennar Ágústu sinnar sem var honum svo öflugur bak- hjarl, enda voru þau svo sannar- lega eins og eitt alla tíð. Það var í rauninni eins og að lenda í góðu veðri að hitta Einar á förnum vegi, það fylgdi honum svo þægileg birta og yfirvegun að maður sá betur en að öllu jöfnu raunveruleg verðmæti í lífsins leik. Einars er sárt saknað. Góður Guð verndi og varðveiti Ágústu og fjölskyldu þeirra og vini. Hann er kominn fyrir Klettsnef himnarík- isrannsins í öruggri beygju að bryggjupolla á altari almættisins í nýtt skipsrúm, afburðamaður. Árni Johnsen. Einar Ólafsson, félagi okkar og vinur, hefur nú, eftir hetjulega baráttu, orðið að lúta í lægra haldi fyrir hinum illvíga sjúkdómi, krabbameini. Kynni okkar Einars hófust árið 1962 þegar ég réðst sem háseti um borð í Ófeigi II VE hjá Óla í Skuld. Þar var Einar 1. vélstj. og hægri hönd skipstjórans. Með okkur tókst fljótt góð vinátta. Haustið 1963 tók ég vélstjóranámskeið og var ráðinn 2. vélstjóri á Ófeig. Þar fékk ég góða reynslu undir hand- leiðslu Einars sem var frábær lærifaðir. Hann var sérstaklega þolinmóður við strákinn sem kunni lítið til véla. Innprentaði mér reglusemi í umgengni við vél- ar sem ég hef búið að alla mína vélstjóratíð. Þegar Óli skipstjóri hætti tók Einar við skipstjórninni. Þá réð hann mig sem 1. vélstjóra. Farnaðist Einari vel sem skip- stjóra og aflaði vel. Árið 1971 ákváðum við að fara í útgerð saman. Fengum fyrir- greiðslu í Útvegsbankanum. Þeir spurðu, meðal annars: Eigið þið eyðslusamar eiginkonur? Við lit- um hvor á annan, sögðum svo ekki vera. Úr varð að við stofnuðum fyrirtækið Bessa sf., keyptum Kap II, 100 tonna bát, og byrjuð- um róðra um sumarið. Gekk út- gerðin strax vel. Um haustið var farið á síld. Næsta haust á eftir voru síldveiðar bannaðar og voru nú góð ráð dýr. Þá var ákveðið að fara á net og gekk langt umfram væntingar. Oft var slarksamt á þessum litla bát hér austur á grunnum og köntum í misjöfnum haustveðrum og reyndi mikið á skipstjórann en honum fórst verk- ið vel úr hendi eins og endranær. Í júní 1976 festum við kaup á Óskari Magnússyni frá Akranesi og nefndum hann Kap II VE-4. Þótti hann mikið skip á sínum tíma og reyndist okkur þetta mikið happa- fley. Einari voru slysavarnir sjó- manna hugleiknar. Eftir að ungur maður lenti í netaspili um borð í Kap heimsóttum við Sigmund Jó- hannsson uppfinningamann og ræddum við hann um hvort hægt væri að útbúa öryggi á netaspilið svo það stöðvaðist sjálfkrafa. Kom hann með fullmótaða teikningu að spilöryggi. Vélsmiðjan Þór smíð- aði og setti búnaðinn upp sem virkaði vel. Þessi útfærsla fór um borð í bátaflotann á næstu árum. Í kjölfarið fækkaði þessum slysum. Nefna má að Gunnar Felixson hjá TM samþykkti að greiða kostnað- inn við verkið. Virtum við Gunnar alltaf fyrir þetta. Árið 1981 sýndi Sigmund okkur teikningar að fjar- stýrðum skotgálga til sjósetningar gúmmíbjörgunarbáta. Þarna var lausnin komin og var fyrsti skot- gálginn settur upp og prófaður um borð í Kap. Sambærilegur búnað- ur er nú skyldubúnaður í íslenska flotanum. Árið 1987 hættum við útgerð og rerum á önnur mið. Seldum Kap- ina en Bessa ehf. höfum við rekið til þessa dags. Eru samstarfsárin því orðin 43. Margs er að minnast eftir svo mörg ár. Það er mikil gæfa að hafa eytt stærstum hluta ævistarfsins í samvinnu við Einar og Ágústu konu hans og fjölskyld- una, enda eru vinaböndin sterk. Við vottum Ágústu og hennar fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Með söknuði kveðjum við góðan vin og samstarfsmann. Fyrir hönd okkar Ásu konu minnar og allrar fjölskyldunnar, Ágúst Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar Teg. Sedan Vandaðir herra inniskór hlýir og góðir. Stærðir: 40 - 48 Verð: 4.475.- Teg. Moscou Vandaðir herra in- niskór hlýir og góðir. Stærðir: 40 - 46 Verð: 3.975.- Teg. Raflon Vandaðir herra inniskór hlýir og góðir. Stærðir: 40 - 48 Verð: 5.475.- Teg. 608 Vandaðir herra inniskór hlýir og góðir. Stærðir: 41 - 46 Verð: 3.985.- Teg: 824 Vandaðir herra inniskór hlýir og góðir. Stærðir: 41 - 46 Verð: 3.975.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardag 20. des 10 -18 Þóláksmessu: 10 - 20 Aðfangad. 10 - 12 Ath. lokað á sunnudögum Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Teg. 503601 42 Vandaðir og mjúkir herrainniskór úr leðri. Stærðir: 40 - 46 Verð: 11.800.- Teg. 314705 12 0037 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, loðfóðraðir. Stærðir: 41 - 46 Verð: 17.885.- Teg. 314701 12 3003 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, loðfóðraðir. Stærðir: 41 - 46. Verð: 17.885.- Teg. 204203 23 000 Klassískir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 40 - 47. Verð: 16.750.- Teg: 204203 23 322 Klassískir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.750.- Teg. 53802 482 Vandaðir herra- kuldaskór úr leðri, fóðraðir með lambsgæru. Stórar stærðir. Verð: 29.950.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardag 13. des 10 -16 laugardag 20. des 10 -18 Þorláksmessu: 10 - 20 aðfangad. 10 - 12 Ath. lokað á sunnudögum Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Smáauglýsingar Ýmislegt BÍLAR Sérblað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.