Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 8

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 HARÐSNÚINN • blandari • Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn Nýr öflugur 1000 vatta blandari frá Dualit sem hentar vel fyrir heimili sem og smærri fyrirtæki. Ný tækni, svokölluð VortecS tryggir að ekkert botnfall myndast og því blandast hráefnið betur saman. Dualit blandarinn er með sérstaka ísmulnings stillingu sem mylur jafnt ísmola sem og frosna ávexti. • 2ja lítra harðplastkanna - sterk og höggþolin • Auðvelt að losa könnu - létt og þægileg • Má fara í uppþvottavél Verð kr. 41.722,- m.vsk. Umræða um lausatök í rekstriríkisins nú á síðustu dögum ársins er ánægjuefni. Ekki vegna þess að lausatök séu ánægjuleg, heldur þvert á móti.    Nú er það aðvísu svo að núverandi fjár- málaráðherra kannast ekki við nein lausatök og bendir á að frum- útgjöld fari lækkandi í hlutfalli við landsframleiðslu. Það er gott svo langt sem það nær.    Á hinn bóginn hefur ekki fariðframhjá almenningi að á sum- um sviðum að minnsta kosti hafa lausatökin verið viðhöfð.    Eitt áberandi dæmi um það erhækkun fjárframlaga til Rík- isútvarpsins, sem nýtur einhverra óútskýrðra sérkjara þegar kemur að úthlutun skattfjár.    Þá hefur ekki heldur fariðframhjá almenningi hvernig fulltrúar stjórnarflokkanna í fjár- laganefnd hafa talað og þær áhyggjur sem þeir hafa lýst af skorti á hagræðingaraðgerðum.    Fyrir skattgreiðendur skiptirmiklu máli að hagræðingar- áform nái fram að ganga og að stofnanir og kerfi hafi ekki betur í glímunni við stjórnmálamenn um skattfé.    Enginn heldur því fram að þaðsé létt verk að hagræða í rík- isrekstri, en stjórnvöld þurfa að gera allt sem þau geta til að ná ár- angri á því sviði. Til þess er lág- mark að til staðar sé vilji til að tak- ast á við fámenna en háværa þrýstihópa. Mikilvæg umræða um lausatök STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 3 alskýjað Akureyri 3 léttskýjað Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló -6 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 1 slydda Lúxemborg 1 skýjað Brussel 2 skýjað Dublin 7 heiðskírt Glasgow 6 léttskýjað London 6 léttskýjað París 3 skýjað Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg 3 skýjað Berlín -1 þoka Vín -2 skýjað Moskva -15 heiðskírt Algarve 13 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 11 heiðskírt Mallorca 8 léttskýjað Róm 2 heiðskírt Aþena 5 súld Winnipeg -27 heiðskírt Montreal -12 léttskýjað New York 0 heiðskírt Chicago -8 skýjað Orlando 21 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:21 15:42 ÍSAFJÖRÐUR 12:04 15:08 SIGLUFJÖRÐUR 11:49 14:49 DJÚPIVOGUR 10:59 15:02 Átta starfsmönnum fjölmiðlafyrir- tækisins 365 var sagt upp á mánu- dag. Forstjóri 365 segir uppsagnirn- ar lið í því að hagræða í rekstri og einfalda skipulag. Fólkið starfaði á sölu-, þjónustu- og fjármálasviði. Mikil uppstokkun hefur átt sér stað á 365 miðlum eftir að Sævar Freyr Þráinsson tók við sem for- stjóri og Kristín Þorsteinsdóttir gerðist útgáfustjóri. Í lok október var tíu fastráðnum starfsmönnum sagt upp auk átta verktaka og í sept- ember hafði enn fleiri starfsmönnum verið sagt upp störfum. Nýtt skipulag kynnt bráðlega Sævar segir að ekki sé von á frek- ari uppsögnum og gerir hann ráð fyrir að nýtt skipulag fyrirtækisins verði kynnt snemma á nýju ári. Sam- keppniseftirlitið heimilaði samruna 365 miðla og Tals undir merki 365 fyrr í mánuðinum. Af því tilefni var haft eftir Sævari í tilkynningu að í kjölfar sameiningarinnar yrði unnt að bjóða nýjungar, sem ekki hefðu sést áður á fjarskiptamarkaðnum. Samkeppniseftirlitið setti þó skil- yrði fyrir sameiningunni og verður m.a. óheimilt að gera það að skilyrði fyrir kaupum á þjónustu á fjölmiðla- markaði að fjarskiptaþjónusta fylgi með í kaupunum. sunnas@mbl.is Átta sagt upp störfum hjá 365  Fólkið starfaði á sölu-, þjónustu- og fjár- málasviði  Hagrætt og skipulag einfaldað Morgunblaðið/Ómar 365 Höfuðstöðvar fjölmiðlafyrir- tækisins 365 við Skaftahlíð. Herdís Stor- gaard, verkefn- isstjóri slysa- varna barna, segir að hlífar um augu og eyru séu nauð- synlegir fylgi- hlutir um ára- mótin. Slys vegna augnskaða og heyrnarskaða berast reglulega eftir áramót og vill Herdís árétta að hlífarnar séu ekki slæm fjárfesting. „Ég veit til þess að þau hjá heyrnarvernd hafa lengi bar- ist fyrir þessu málefni. Mér finnst eins og það sé að verða breyting á við- horfi fólks því þessi öryggistæki eru ódýr og ekki slæm fjárfesting.“ Her- dís bendir einnig á að gott sé fyrir þá að sem eru að skjóta upp að vera í ull og með leðurhanska enda þau efni minna eldfim en önnur. „Svo er líka gott að áminna fólk að það er ekki leyfilegt að skjóta upp við brennur. Við fáum alltof margar tilkynningar um slys sem verða á brennum vegna fólks sem kveikir á flugeldum þar.“ Hlífar um augu og eyru nauð- synleg  Bannað að skjóta upp á brennum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.