Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Opið: 8 :00-18 :00 mánud . til fim mtud. 8:00-1 7:00 föstud aga Er bílrúðan brotin eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkisskattstjóri hefur sett upp á vef sínum lista yfir fyrirtæki og ein- staklinga sem strikuð hafa verið út af virðisaukaskattsskrá vegna van- skila á skýrslum og skatti. Listinn er ekki síst settur upp til að við- skiptavinir geti varað sig á að borga viðkomandi virðisaukaskatt. Ríkisskattstjóri fékk í byrjun árs 2011 heimild til að fella út af virð- isaukaskattsskrá einstaklinga og lögaðila sem ekki skila virðisauka- skattsskýrslu tvö tímabil í röð og láta þar með áætla á sig skattinn. 866 komnir á válistann Fram kemur í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, að frá því heimildin var sett í þetta horf hafa alls 866 aðilar verið felldir af virðisauka- skattsskrá, 598 einstaklingar og 268 lögaðilar. Númer þeirra eru birt sem vánúmer og listinn nefndur vá- listi þótt þar sé ekki fjallað um dýr í útrýmingarhættu eins og á hinum hefðbundnu válistum. Með því að fella aðila af virð- isaukaskattsskrá er honum óheimilt að innheimta virðisaukaskatt. Geri hann það engu að síður og gefur út reikninga með virðisaukaskatti er viðskiptavinum hans óheimilt að nýta hann sem innskatt. Hægt er að fletta upp í válistanum á vef rík- isskattstjóra, rsk.is. Erfitt að snúa við Í Tíund er vakin athygli á því að afskráning af virðisaukaskattsskrá vegna þessa ákvæðis setur viðkom- andi fyrirtæki eða einstakling í þrönga stöðu. Viðskipti tapast auk þess sem ströng skilyrði eru sett fyrir því að fella númer út af válist- anum þegar þau eru á annað borð þangað komin. Virðisaukaskattur er stærsti ein- staki tekjustofn ríkissjóðs og því skiptir traust framkvæmd miklu máli fyrir afkomu hans. „Ríkisskatt- Settir á válista til að vara viðskiptavini við  Hert eftirlit með skilum á virðisaukaskattsskýrslum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stoppað í götin Fyrirtæki í ýmsum greinum atvinnulífsins eru á válista yfir fyrirtæki sem ekki hafa skilað skýrslum um innheimtu virðisaukaskatts. stjóri metur þessar aðgerðir nauð- synlegar í því skyni og jafnframt skipta þær máli fyrir þá sem eiga í samkeppni við aðila sem engu skila,“ segir í grein í Tíund. Heil- brigður rekstur eigi ekki að líða fyr- ir þá sem ekki sinna skyldum sín- um. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Borghildur Erlingsdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana og forstöðumaður Einkaleyfastofu, hafnar því að for- stöðumenn ríkis- stofnana noti fjöl- miðla til að skapa samúð með við- komandi stofnun. „Flestum stofnunum er komið á fót með lögum sem eru samþykkt á Al- þingi og sam- kvæmt þessum lögum er stofnunum fengið ákveðið hlutverk. Það er beinlínis skylda forstöðumanna að láta í sér heyra þegar vegið er að þessari starfsemi eða þjónustu sem stofnuninni er skylt að veita lögum samkvæmt. Hlutverk forstöðumanna er að tryggja að tiltekin starfsemi eða þjónusta sé veitt. Þetta er starfsemi sem er bundin í lög þannig það er ekki athugavert að það heyrist í for- stöðumönnum, en ég vil taka það fram að jafnan eru það fjölmiðlar sem leita til forstöðumanna. Þetta eru fréttir eins og allar aðrar fréttir, upplýsingar um ríkisrekstur,“ segir Borghildur í kjölfar harðrar gagn- rýni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar al- þingismanns og Vigdísar Hauks- dóttur, formanns fjárlaganefndar, á meinta andspyrnu sem ríkisstofn- anir veita gegn niðurskurði. Ekki óeðlilegt Þá sagði Vigdís Hauksdóttir við Morgunblaðið að það væri galið að undirstofnanir ríkisins hefðu 20 upplýsingafulltrúa og með því væru forstöðumenn að framselja vald sitt og aðgang að sér. Borghildur telur ekki óeðlilegt að upplýsingafulltrúar séu í stærri stofnunum. „Hlutverk ríkisstofnana er yfirleitt og oft á tíðum að veita upplýsingar og vera leiðbeinandi og í forystu varðandi þróun mála á sín- um sviðum, þannig það er ekkert óeðlilegt að það séu upplýsinga- fulltrúar í stærri stofnunum. Ég geri ráð fyrir að upplýsingafulltrú- um sé ætlað að veita upplýsingar um starfsemi tiltekinnar stofnunar og þá starfsemi sem á að vera til hagsbóta fyrir land og þjóð. Við lif- um í nútímasamfélagi og á 21. öld- inni þannig að þetta er ekki óeðli- legt fyrirkomulag.“ „Við lifum í nú- tímasamfélagi“  Hafnar gagnrýni Vigdísar og Guðlaugs Borghildur Erlingsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Árleg vetrarfuglatalning Náttúru- fræðistofnunar Íslands (NÍ) fór fram um síðustu helgi, 27.-28. des- ember. Ekki tókst að telja á öllum svæðum og verður talið áfram næstu daga, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðs- stjóra dýrafræði hjá NÍ. Hann var í gær að telja á svæðum sem höfðu orðið útundan af ýmsum ástæðum. Fáir talningarmenn höfðu skilað niðurstöðum í gær. Kristinn Hauk- ur sagði að búið væri að telja á flestum svæðum suðvestanlands og átti hann von á niðurstöðunum næstu daga. Flest elstu vetr- arfuglatalningarsvæðin eru í þeim landshluta. Væntanlega berast nið- urstöður frá um 130 svæðum á landinu. Góðar aðstæður voru til fugla- talningar á Suðvesturlandi á laug- ardag en ekki jafn góðar á sunnu- dag. Kristinn Haukur sagði að flestir hefðu lokið við að telja á sínum svæðum suðvestanlands á laugardag. Í gær viðraði vel til talningar við suðurströndina og var gott að komast þar um. Fyrstu niðurstöður sýndu að höfnin á Rifi var full af skörfum og þar hefur aldrei sést jafnmikið af skörfum á þessum árstíma. Þar var greinilega einhver fiskur, ekki þó síld, sem skarfarnir sóttu í. Ekki er síld í Kolgrafafirði um þessar mundir en þar hefur verið mikil fuglamergð undanfarna vet- ur. Mjög mikið sást af súlu við Vest- mannaeyjar um síðustu helgi. Kristinn Haukur sagði að fiski- göngur drægju oft að sjófugla eins og súlur og skarfa. Örfáar súlur sáust við Reykjanesið. Venjulega var súlan fjarverandi á þessum árstíma og hending að sjá súlu í kringum áramótin. Það hefur breyst og er orðið miklu algengara að sjá hana hér, jafnvel í hundraða eða þúsunda tali, í kringum ára- mót. Ástæðan er sú að nú er hér æti fyrir hana. Kristinn Haukur kvaðst hafa verið nýlega í Marokkó og þar var mikið af ungri súlu. Súlurnar eru því alveg frá Íslandsströndum og suður undir vesturströnd Afríku. „Þær eru tækifærissinnar og velja sér vetursetu þar sem þær hafa nóg æti,“ sagði Kristinn Haukur. Morgunblaðið/Jim Smart Súla Óvenjumikið sást af súlu við Vestmannaeyjar í árlegri vetrarfugla- talningu. Súlan velur sér vetursetu þar sem hún hefur nóg æti. Vetrarfuglar taldir víða um landið  Mikið af skarfi á Rifi og súlu í Eyjum Aðeins 1060 framteljendur skiluðu skattframtali á pappír í ár. Eru það 0,4% skattframtala sem alls eru rúmlega 265 þúsund. Breytingin frá pappír í rafrænt form gekk tiltölulega fljótt fyrir sig, eins og fram kemur í grein í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra. Þegar innleiðingin hófst, á árinu 1999, nýttu rösklega 19 þúsund framteljendur þann valkost að telja fram á vefnum eða með sér- stökum framtalsforritum endurskoðenda. Á öðru ári töldu 72 þúsund fram rafrænt og 139 þúsund á þriðja ári sem var vel yfir helmingur framteljenda. Þá var starfsmönnum ríkisskattstjóra orðið ljóst að pappírinn myndi smám saman hverfa. Einföldun skila með nýjum framtalsmáta mun algerlega útrýma pappírsframtölum á næstu tveimur árum. Pappírinn í útrýmingarhættu AÐEINS 1060 SKILUÐU FRAMTALI Á PAPPÍR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.