Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 38

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 38
38 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Á árinu 2014 hefur hagur okkar um margt vænkast. Við búum að þeim grunni sem lagður var með skynsamlegri efnahagsstjórn í kjölfar hruns, þeg- ar erfiðar ákvarðanir voru teknar sem tryggðu að jöfnuður náðist í rekstri ríkisins og hagvöxtur tók kipp. Minnkandi atvinnuleysi, metútskrift úr Háskóla Íslands og vaxandi kaupmáttur eru til vitnis þar um. Stjórnarstefna sundrungar Ríkisstjórnin sem nú situr hefur ekki haldið áfram á sömu braut. Ríkisútgjöld hafa vaxið um 90 milljarða frá árinu 2012 og hagvöxtur dalað. En þrátt fyrir vöxt ríkisútgjalda er heil- brigðisþjónusta í uppnámi, fólki yfir 25 ára aldri úthýst úr framhaldsskólum og réttindi launafólks í atvinnuleysi skert. Þessi auknu útgjöld hafa þannig ekki bætt velferðarþjónust- una og tryggt frið á vinnumarkaði. Þau eru þvert á móti til vitnis um agaleysi í ríkisrekstri og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að forgangsraða verkefnum. Sitjandi ríkisstjórn hefur á líðandi ári áunnið sér nafngiftina „ríkisstjórn ríka fólksins“. Samfélagssýn hennar felst í að loka landinu, vernda auð áhrifavalda innan flokka sinna en útrýma leikreglum og samkeppni. Hún hefur reynst ófær um að hlusta á ólík sjónarmið, beina kröftum í góðan farveg og leiða þjóðina til farsællar niðurstöðu. Stjórnarstefnan er skýr: Sótt er að almannaþjónustu sem aldrei fyrr. Góð heilbrigðisþjónusta og menntun fyrir alla, án tillits til efnahags eru ekki lengur sjálfsögð gæði. Sköttum er létt af best stæðu fyrirtækjunum og ríkustu einstaklingunum en almenn gjaldtaka fyrir alla sjálfsagða hluti innleidd: Við munum borga sífellt meira fyrir heilbrigðisþjónustu, menntun og jafnvel fyrir að njóta náttúruauðæfa í sameiginlegri eigu okkar. Venjulegt fólk mun alltaf þurfa að vera með veskið á lofti og búa við lakari lífskjör og minni almenn tækifæri en í nágrannalöndunum. Lýðveldisbygging fyrir alla Á árinu voru 70 ár frá stofnun lýðveldisins. Það hefur alltaf þótt undrum sæta að jafn fámenn þjóð skyldi ná að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki. Kannski má segja að sjálfstæði Ís- lands hafi þá, rétt eins og nú, verið sigur draumsins yfir veru- leikanum. Forsenda þess hlýtur að vera sú að við náum sam- stilltu átaki – samtaki – og getum þannig verið þjóð meðal þjóða. Haraldur Guðmundsson, forystumaður Alþýðuflokks- ins, rakti sýn jafnaðarmanna á lýðveldisstofnunina í ræðu 18. júní 1944 og lagði þá út af hinni sígildu hugmynd jafnaðar- manna um þjóðarheimilið. Hann sagði: „Nú er það okkar að sýna, að við kunnum að halda svo á málum okkar, að þjóðin verði raunverulega frjáls, að við látum okkur ekki nægja að reisa lýðveldisbygginguna, heldur viljum og getum komið öllu svo vel fyrir innan stokks, að hún verði öllum Íslendingum hjartfólgið heimili. Við verðum að létta af öllum oki og ófrelsi örbirgðar, skorts, fáfræði og volæðis. Við verðum að útrýma bölvun öryggisleysisins og kvíðanum fyrir komandi degi.“ En myndin sem blasir við á Íslandi í dag er ekki af hjart- fólgnu heimili. Fyrsta læknaverkfall Íslandssögunnar hefur mánuðum saman sett velferð sjúkra í uppnám og vekur al- mennar efasemdir um það öryggi sem við höfum búið við og gengið að sem vísu á Íslandi. Læknar sem vilja vinna hér sjá ekki framtíð í stefnulausu landi, þar sem hvorki liggur fyrir hvert skuli stefnt um efnahagsþróun eða almenna velferðar- þjónustu. Hvað hefur skilið Ísland frá öðrum litlum ríkjum og öðru fremur varðað leið okkar frá örbirgð til auðsældar frá seinna stríði? Sú staðreynd að fólkið okkar hefur kosið að koma heim að námi loknu og leggja sitt af mörkum í þjóðar þágu við að auka hagsæld með verkum sínum og þekkingu, kenna öðrum, byggja hús, brýr, vegi og raflínur, græða land, stofna fyrir- tæki eða lækna sjúka. Hin ósagða forsenda þessa hefur verið sú að á Íslandi væri mögulegt að lifa lífi sem stæðist sam- jöfnuð við það sem byðist í nágrannalöndunum. Þegar áherslur ríkisstjórnar miða allar í aðra átt, er þetta óskrifaða samkomulag rofið. Barnabætur og vaxtabætur dragast saman að raunvirði. Fólk á lágmarkslaunum fær ekki fullar barnabætur því það er með of há laun og hjón á meðallaunum með eitt barn fá engar barnabætur. Fyrirheit um lengingu fæðingarorlofs hafa verið dregin til baka og eltingarleikurinn við dagforeldra tekur ómældan tíma og orku foreldra ungra barna. Ekkert gerist af hálfu ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu félagslegs húsnæðis og engar nýjar leiðir bjóðast til húsnæðisfjármögnunar. Skulda- millifærslan stóra flytur fé frá ungu fólki og öldruðum til fólks á besta aldri og gerir þeim sem eiga eftir að kaupa sína fyrstu íbúð enn erfiðara fyrir en ella. Fé flyst frá landsbyggðunum til þéttbýlissvæðanna á suðvesturhorninu. Sóknarstefna fyrir atvinnulíf Sóknarfæri Íslands eru í mannauði og þekkingu. Ríkis- stjórnin virðist fremur vilja hræra í þeim potti sem nú er til skiptanna og deila úr honum en að nýta tækifærin og skapa ný verðmæti. Forgangsverkefnið er ekki afnám hafta, heldur skuldamillifærslan. Álögum er létt af stöndugum útflutnings- fyrirtækjum, umfram það sem efnisleg rök standa til. Trygg- ingagjaldið er ekki lækkað samfara minnkuðu atvinnuleysi, heldur breytt í almennan skattstofn og þannig lagðar hlut- fallslega meiri álögur á mannfrek þekkingarfyrirtæki en önn- ur fyrirtæki í landinu. Ýmis gjöld vegna sérstakra verkefna eru látin renna í ríkissjóð og þannig lagðir á nýir fyrirtækja- skattar, óháð því hvort fyrirtækin skila hagnaði eða ekki. Yfirlit ríkisskattstjóra um 40 helstu gjaldendur opinberra gjalda á líðandi ári er fróðleg lesning. Á listanum eru hvorki meira né minna en 12 fjármálafyrirtæki og slitabú og ein lög- mannsstofa. Á þeim tímabundna búhnykk verða engin var- anleg verðmæti byggð. Á listanum er einungis að finna 2 þekkingarfyrirtæki, Össur og Marel, sem bæði eru áratuga- gömul en vaxa nú fyrst og fremst erlendis. Á sínum tíma náðu Össur, Marel og Actavis að verða stór í íslensku umhverfi og sköpuðu hvert um sig mörg hundruð vel launuð störf. Engin ný slík fyrirtæki sjást á þessum lista. Nýrri þekkingarfyrir- tæki virðast fara úr íslenskri eigu miklu fyrr á líftímanum og einungis halda hér eftir litlum kjarna sem telur í besta falli fá- eina tugi starfsmanna. Þetta er herkostnaðurinn af stefnuleysi í efnahagsmálum og óskýrri forgangsröðun ríkisstjórnar. Við ættum að setja allt afl í rannsóknir og þróun, lækka tryggingagjald öllum öðrum sköttum fremur og veita skýr fyrirheit um afnám hafta með hagsmuni íslenskra fyrirtækja í öndvegi og opnun á við- skiptaumhverfi Íslands. Hjartfólgið heimili allra Mikilvægasta verkefni okkar andspænis landlægu vonleysi og vantrú er að gera lýðveldisbygginguna að hjartfólgnu heimili okkar allra. Til þess þarf almennar leikreglur og fé- lagslegt réttlæti, sem tryggir öllum frelsi til að njóta hæfileika sinna. Bölvun öryggisleysisins og kvíði fyrir komandi degi var hlutskipti alltof margra alltof lengi og það er engin ástæða til að vekja upp þann draug með verri aðgangi að almennri menntun, gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu og sveltistefnu gagnvart atvinnuleitendum. Stærsti árangur lýðveldisbyggingarinnar síðustu 70 árin er almennari velsæld en tíðkast í flestum öðrum löndum. Við skulum varðveita þann árangur og setja okkur að fækka enn þeim sem kvíða komandi degi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Hjartfólgið heimili okkar allra Morgunblaðið/Eggert Stærsti árangur lýðveldisbyggingarinnar síðustu 70 árin er almennari velsæld en tíðkast í flestum öðrum löndum. Við skulum varðveita þann ár- angur og setja okkur að fækka enn þeim sem kvíða komandi degi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.