Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 40
40 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 V ið áramót gefst gott færi til að líta yfir hið stóra svið stjórnmálanna og rifja upp hvernig allt hið hversdagslega streð skiptir máli í hinu stóra samhengi; litlar ákvarðanir í litlu landi geta skipt miklu fyrir marga einstaklinga og hópa, og jafn- vel haft áhrif langt út fyrir landsteinana. Stjórnmálamenn bera ríkar skyldur, gagnvart umheiminum, Íslendingum öll- um og framtíðinni. Skyldur gagnvart umheiminum Fyrst ber að nefna þá sem búa við fátækt í öðrum löndum. Það vill gleymast að þrátt fyrir erfið ár hér á Íslandi eftir bankahrunið þá erum við enn rík þjóð í alþjóðlegum sam- anburði. Þannig skipum við ellefta sæti á lista OECD yfir lífsgæði þjóða og erum þar einu sæti fyrir ofan Bretland. Í fyrra ákvað Bretland að uppfylla markmið Sameinuðu þjóð- anna um lágmarksframlag þróaðra ríkja til þróunarsamvinnu og setja 0,7% af vergum þjóðartekjum sínum í þróunarsam- vinnu. Meðal annarra þjóða sem hafa uppfyllt þetta markmið eru Svíþjóð, Noregur, Lúxemborg, Danmörk og Holland (sem datt nýlega niður í 0,67%). Þessi hlutfallstala hefur ver- ið talin lágmarksframlag, Sameinuðu þjóðirnar mæla með því að hlutfallið sé að minnsta kosti 1% og hafa Svíþjóð, Noregur og Lúxemborg náð því markmiði. En hvar með Ísland þar sem lífsgæðin eru að meðaltali meiri en hjá Bretum? Framlög Íslands liggja nú í 0,22% og verða óbreytt á næsta ári samkvæmt nýsamþykktu fjárlaga- frumvarpi, langt undir 0,7% markinu og enn fjær 1% sem Sameinuðu þjóðirnar mælast til þess að þjóðir eins og Ísland verji til þróunarsamvinnu. Þetta er líka talsvert minna en áætlað var í þingsályktun um aðgerðaáætlun um þróunar- samvinnu sem samþykkt var á Alþingi árið 2013 með öllum greiddum atkvæðum nema einu. Samkvæmt þessari áætlun áttu framlög Íslands að nema 0,35% af þjóðartekjum árið 2015. Það vantar því um tvo og hálfan milljarð króna upp á að ríkisstjórnin fylgi samþykktri áætlun Alþingis í þróunarsamvinnumálum og rúmlega níu milljarða upp á að hún nái settu markmiði. Markmiðið hefur verið skilgreint svo að Ísland uppfylli „pólitískar og siðferðis- legar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna“. Við erum fjarri því að uppfylla þær skyldur en vaxandi ójöfn- uður milli heimshluta hefur verið og verður áfram stærsta ógnin við frið og öryggi í heiminum. Ísland má ekki skorast undan því að vera hér þjóð meðal þjóða og sýna gott for- dæmi. Skyldur gagnvart okkur sjálfum Það má til sanns vegar færa að einn besti mælikvarði á gæði samfélags sé hvernig þar er hlúð að þeim sem standa höllum fæti. Stjórnspekingurinn John Rawls færði fyrir því rök að réttlátt samfélag væri skipulagt með það að markmiði að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Því miður vantar töluvert upp á að ná því markmiði í íslensku samfélagi, enda ljóst að stórir hópar fólks hafa markvisst orðið útundan und- anfarin misseri. Fátækt brennur á mörgum í samfélaginu – meðal annars sumum öryrkjum og öldruðum – og margir hafa haft sam- band við þingmenn og lýst óviðunandi stöðu sinni. Húsnæðis- markaðurinn er ansi erfiður á ekki stærra landi, stórir hópar eiga enga möguleika á að kaupa húsnæði og ekki er nægt framboð af boðlegu húsnæði á sanngjörnu verði á leigumark- aði. Örorkubætur og almannatryggingar duga ekki til að tryggja viðunandi framfærslu og ofan á þetta bætist sú stað- reynd að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að hækka álögur á mat sem bitnar ekki síst á tekjulágum hópum. Nefna má fátækt meðal barna og foreldra þeirra. Sam- kvæmt skýrslu Barnaheilla frá apríl á þessu ári búa 16% ís- lenskra barna við hættu á fátækt eða félagslegri einangrun og hefur aukist frá hruni. Eins og bent er á í skýrslunni er menntun ein helsta leið barna út úr fátækt og einangrun og því mikilvægt að efla menntakerfið til að sporna gegn þess- um vanda og tryggja gjaldfrelsi þess á sem flestum skólastig- um. Í þessu sambandi er einnig rétt að benda á að sam- kvæmt nýlegri skýrslu Hagstofunnar frá síðastliðnum júní er skortur á efnislegum gæðum, en það er ný mæling á lífs- kjaravanda, langtum mestur meðal einstæðra foreldra. Stundum tala stjórnmálamenn eins og það sé náttúrulög- mál að hluti þjóðarinnar búi við fátækt. Ég hafna því með öllu. Ísland er ríkt land, með miklar náttúruauðlindir í sjó og á landi, og hér býr vel menntað fólk sem skapar mikil verð- mæti. Sé gæðum þjóðarinnar skipt jafnar er ekkert því til fyrirstöðu að útrýma því sem næst efnislegri fátækt. Til þess að svo verði þarf hins vegar að nýta markvisst þau tæki sem fyrir hendi eru til að jafna kjör og aðstæður fólks. Það er brýnt að tryggja aðgang allra að menntun og velferðarþjón- ustu um leið og nýta má skattkerfið til að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. Það er líka rétt að nefna í þessu samhengi að það er engin tilviljun að þeim ríkjum þar sem jöfnuður hefur verið mestur í sögulegu samhengi (og þar má nefna Norðurlönd) hefur líka vegnað best þegar kemur að almennri velsæld borgaranna og hagsæld samfélaga. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD dregur ójöfnuður beinlínis úr hagvexti, m.a. vegna þess að hann tak- markar aðgengi að menntun og þar með verðmætasköpun í samfélaginu. Einnig er bent á að samkvæmt greiningu OECD hafa tekjujöfnunaraðgerðir ekki slæm áhrif á hagvöxt, heldur geta þær þvert á móti ýtt undir hagvöxt þegar vel er að verki staðið. Skyldur gagnvart framtíðinni Að lokum vil ég nefna annan hóp sem oft gleymist í opin- berri umræðu en ákvarðanir okkar hafa þó gríðarleg áhrif á. Það eru þeir sem koma til með að byggja þessa jörð og þetta land þegar við erum fallin frá – komandi kynslóðir. Vegna loftslagsbreytinga og annarra óafturkræfra náttúru- spjalla er hætt við að afkomendur okkar muni taka við heimi þar sem matar- og vatnsskortur er viðvarandi, ham- farastormar daglegt brauð og yfirborð sjávar hefur jafnvel drekkt heilu borgunum og stórum hluta ræktarlands. Jörðin gæti vel orðið næstum óbyggileg ef ekki er spyrnt við í loftslagsmálum. Samkvæmt þeim vísindamönnum sem best þekkja til höf- um við aðeins örfáa áratugi til viðbótar til að snúa þróuninni við. Hækki hitastig jarðar jafnverulega og hætta er á losast koldíoxíð sem nú er bundið í náttúrunni sjálfri út í andrúms- loftið án þess að við fáum rönd við reist. Það er því ótvíræð skylda þeirra kynslóða sem nú eru uppi að sporna gegn lofts- lagsbreytingum og tryggja afkomendum okkar lífsskilyrði sem jafnast á við það sem við höfum notið. Hvað er þá hægt að gera? Lausnirnar eru í sjálfu sér ekki flóknar og þar gegnir hið opinbera lykilhlutverki, því for- senda þess að sporna við öfugþróuninni er að það verði hag- kvæmara fyrir einstaklinga að notfæra sér umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem menga. Slíkar aðgerðir til að sporna gegn loftslagsbreytingum eru stærsta úrlausnarefni okkar samtíðar og jafnframt réttlætismál gagnvart komandi kyn- slóðum. Jöfnuður og sjálfbærni í þágu almennings eru stóru við- fangsefnin á sviði stjórnmálanna. Þar getum við Íslendingar gert betur á komandi árum. Ég óska landsmönnum öllum farsæls komandi árs. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Stjórnmál framtíðarinnar Morgunblaðið/Eggert Stundum tala stjórnmálamenn eins og það sé náttúrulögmál að hluti þjóðarinnar búi við fá- tækt. Ég hafna því með öllu. Ísland er ríkt land, með miklar náttúruauðlindir í sjó og á landi, og hér býr vel menntað fólk sem skapar mikil verð- mæti. Sé gæðum þjóðarinnar skipt jafnar er ekkert því til fyrirstöðu að útrýma því sem næst efnislegri fátækt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.