Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Það svarar því hverfyrir sig hvernigliðna árið var. Ekk- ert eitt svar er til og miklu varðar til hvers er horft, þegar almennt er spurt. Veðurstofan getur upplýst okkur um veðrið á liðnu ári, þótt umdeilanlegt sé hvaða veður telst gott. Sólríkur tími og stillur þykja oft til marks um að sumar hafi verið gott. En bændur setja þó þann fyrirvara að væta skili sér í nægum skömmtum og á réttum tíma. Laxveiðimenn eru sama sinnis, þótt önnur vætutíð henti þeim. Á vet- urna hafa skíðamenn veð- urlegar sérþarfir sem passa ekki endilega fyrir hina. Svipuð dæmi má finna úr efnahagslífinu. Slakni á krónunni gleðjast útflytj- endur og þeir sem flytja inn ferðamenn. Þeir sem flytja inn annað deila ekki ánægjunni. Bankafall haustið 2008 og tíðin í kjöl- farið var almennt séð lítið gleðiefni. Þeir sem lentu í slitastjórnum, fengu stórbú til skipta og lögfræðingum í umfangsmiklum dóms- málum leið þó eins og í síld- arævintýri. Engir algildir dómar um nýliðna tíð verða því kveðnir upp. Árið 2014 var það fyrsta heila hjá nýrri ríkisstjórn. Sú nálg- ast viðfangsefni sín með viðfelldnari hætti en hin sem fyrr var. Það er þakk- ar efni, þótt ekki hafi þurft mikið til. En undrun vekur að sú nýja hefur ekki hafið raunverulega tiltekt eftir þá gömlu. Fyrri ríkisstjórn náði fram margvíslegum pólitískum grillum, sem þeir, sem að henni stóðu, höfðu lengi gengið með. Nú var hrópað að tími hinna óbrúklegu hugmynda væri kominn, „því hér varð hrun“. Grillurnar töfðu al- menning við að koma sér upp úr erfiðleikunum sem urðu. Ákvarðanir, sem teknar voru í sviphendingu haustið 2008, réðu mestu um það að Ísland er ekki að drattast með 25 prósent at- vinnuleysi eins og evrurík- in Grikkland og Spánn. At- vinnuleysið skaust upp í 10 prósent þegar verst var hér. En þar sem þess hafði verið gætt að mestu að al- menningur yrði ekki látinn taka á sig skuldir annarra var atvinnuleysi komið nið- ur í 3 stig á fáum árum. Það gerðist þrátt fyrir skaðleg- ar skattalegar ákvarðanir sem dregnar voru upp úr- pólitískum villitrúarhatti fyrrverandi stjórnarflokka. Ótrúlega hægt hefur geng- ið að leiðrétta þau mistök, og vonandi verða gagnleg skref stigin á næsta ári. Á alþjóðavísu gilda ekki síður fyrirvarar um gott ár eða vont. En margt hefur farið óhönduglega og sumt hörmulega. Stór hluti ver- aldarinnar er í stjórnmála- og efnahagslegu uppnámi og því ástandi hefur fylgt flóttamannastraumur til þeirra landa sem betur mega. En í efnahagslegum afturkipp ráða þau illa við það sem á þeim hefur skoll- ið á þessu ári og árunum á undan. Tilraunin með evr- una hefur misheppnast. Grikkland er æpandi dæmi um þjóð sem býr við gjald- miðil sem er 40% eða svo of hátt skráður fyrir hana. Sama er um Spán og því miður bendir flest til að Ítalía verði enn ein sönn- unin um ábyrgðarlausa efnahagslega tilraun. Úkraína og lýðræðislegar tilraunir þess lands á sam- úð Íslendinga og vest- rænna þjóða. En augljóst er að fyrirsvarsmenn ESB héldu illa á Úkraínumálinu og réðu svo alls ekki við at- burðarásina. Efnahags- þvinganir gagnvart Rúss- um voru máttlausar og gagnslitlar. En þegar fall olíuverðs bættist óvænt við þrengdist að Rússum. Ástandið er orðið háska- legt og það fyrir fleiri en Rússa. Mikilvægustu markaðssvæði Íslands eru því óörugg þegar horft er til nýs árs. Skammt er á milli fagnaðarefna og hörmunga. Sautján ára stúlka fékk friðarverðlaun Nóbels að verðleikum. Skömmu síðar myrtu hermdarverkamenn 145 skólabörn í föðurlandi hennar, Pakistan. Spár um nýja árið eru haldlitlar, það sýnir sagan. En vonir og góðar óskir eiga rétt á sér. Gleðilegt nýtt ár. Við áramót 2.1.| Arnar Sigurðsson Er Vigdís ómissandi? Ef gjafafé frá Vesturlöndum fer í að tryggja í sessi spillta valdastétt er hún líklegri til að vinna gegn en að stuðla að þróun. 3.1.| Eygló Egilsdóttir Hugleiddu slökun Með nútímatækni verður einnig erfiðara fyrir okkur að stjórna áreitinu þar sem sí- fellt auðveldara er að vera sí- tengd umheiminum. 3.1.| Ragnheiður Elín Árnadóttir Ár tækifæranna Hér er komin ríkisstjórn sem sér framundan ærin verkefni til uppbyggingar atvinnulífs eftir stöðnun síðustu ár. Oft var þörf en nú er nauðsyn. 6.1.| Einar Örn Gunnarsson Óboðlegar fréttir RÚV af laxeldi Hefur hann gengið svo langt í áróðursskyni að halda því fram opinberlega að eldislax sé því krabbameinsvaldandi og að hann sé hættulegur börnum og ófrískum konum. 7.1.| Guðmundur Oddsson Hvenær segja menn satt? Er það ekki nokkuð ljóst að ef ríkisstjórn er komin í and- stöðu við meirihluta þjóð- arinnar og vill ekki reyna að ná fram þeim bestu samn- ingum sem hægt er að fá, á hún að sjálf- sögðu að segja af sér. 8.1.| Óli Björn Kárason Barist gegn einkaframtakinu Það er verkefni ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks að snúa þessari þróun við. Það verður gert með einfaldara regluverki, lægri opinberum gjöldum og jákvæðu við- horfi til atvinnurekstrar. 9.1.| Þröstur Ólafsson Einangrun afturför og kúgun Pólitískur arftaki gamla bændasamfélagsins var Framsóknarflokkurinn. Hann hélt á lofti og barðist fyrir kröfum þess um lokað, sam- keppnislaust samfélag. 10.1.| Árni Sigfússon Nýr vegur til velferðar Það reynist vera mikill munur á þeim börnum sem búa við félagslega og efnahagslega erfiðar aðstæður en hafa fengið skipulegan stuðning fyrstu árin og þeim sem ekki höfðu slíkan stuðning. 11.1.| Guðlaugur G. Sverrisson Er RÚV í nöp við forsetann? Þetta gengur svo langt að nú um áramót bar svo við að helstu fréttir Ríkisútvarpsins af nýársávarpi forsetans og áramótaávarpi forsætisráð- herra snérust um hvað einhverjir menn hefðu út á ávörpin að setja. 13.1.| Helgi S. Gunnarsson Hversu lengi á að tala um íbúðaleigufélög? Það er tiltölulega einfalt að koma á fót sterku húsnæðis- leigufélagi sem myndi leigja út til almennings leiguíbúðir af ýmsum gerðum og stærðum. 15.1.| Einar Benediktsson Á nýju ári Trúverðug tilgáta er að árið 2050 verði norðurskautið að mestu leyti íslaust með gjör- breyttum aðstæðum fyrir Ís- land. 16.1.| Shiran Þórisson Ferðaþjónusta og eldi Ferðaþjónustan er nú þegar mikilvægur þáttur í atvinnu- lífinu og nauðsynlegt að hún vaxi og dafni á komandi ár- um. 17.1.| Sævar Már Gústavsson Er ekki komið nóg? Sé aðili með engar erlendar tekjur líkt og Hafnarfjarðar- bær er erfitt að líkja erlendri lántöku við annað en fjárhættuspil með fjármuni bæjarbúa. 18.1.| Ármann Kr. Ólafsson Fólkið í blokkinni Er ekki nær að tala um dóm- greindarbrest að samþykkja tillögu án þess að kynna sér fyrst fjárhagslegar afleið- ingar? 20.1.| Toshiki Toma Trúfrelsi og mannréttindi Trúarbrögð eða ákveðin trú- félög geta þróast og breyst í ákveðna átt þar sem kenning þeirra verður í samræmi við hugtök um mannréttindi eða raunveruleika fólks í nútímanum. 21.1.| Anna Birna Jensdóttir Mikilvægi fagþekkingar í öldrunarþjónustu Í hjúkrunarþjónustu er mann- auðurinn lykilatriði og stjórn- endur hjúkrunarheimila geta ekki tryggt góða þjónustu nema hafa gott starfsfólk. 23.1.| Vilhjálmur Árnason 500 milljónum varið í eflingu lögreglunnar Ljóst er að þetta er aðeins fyrsta skrefið í eflingu lög- reglunnar. Enn má gera betur til að efla lögregluna og að því munum við áfram vinna í sameiningu inni á Alþingi. 24.1.| Víglundur Þorsteinsson Opið bréf til forseta Alþingis Sýnist sem það hafi verið eitt af meginverkum þeirrar inn- lendu, Landslaga ehf., að leggja á ráðin með grein- argerðum fyrir nefndina og FME hvernig bera skyldi sig að við það að fara í kringum neyðarlögin. 25.1.| Jón Bjarnason og Atli Gíslason Afturköllum umsóknina um aðild að ESB Það er að okkar mati heiðarleg- ast og réttast að afturkalla um- sóknina strax formlega eins og núverandi ríkisstjórn- arflokkar lofuðu fyrir síðustu kosningar. 28.1.| Ögmundur Jónasson Stjórnsýslan bæti sig Mikilvægt er að stjórnsýslan hlusti nú grannt eftir þeim ábendingum sem frá emb- ætti Umboðsmanns Alþingis koma. 29.1.| Skúli Bjarnason og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir „Deilist nú valdsmaður víða“ Auðvitað gengur það ekki í nú- tíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum! 31.1.| Hannes Hólmsteinn Gissurarson Nokkrar spurningar til dr. Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur Ég bar fyrir nokkru sömu spurningar upp opinberlega við Robert Wade, og kaus hann að svara engu. Ef dr. Sigurbjörg svarar engu held- ur, þá segir það auðvitað sína sögu. 1.2.| Jón Magnússon og Guðni Ágústsson Hryðjuverkalögin voru glæpsamlega atlaga gegn fullvalda ríki Ekkert hefur komið fram sem réttlætir aðgerðir Breta gagnvart Landsbanka Ís- lands. Engar fréttir sýna fram á stóra fjármagnsflutninga úr útibúinu í London af hinum svokölluðu Icesave- reikningum. 5.2.| Ármann Þorvaldsson Athugasemdir við staðhæfingar Guðrúnar Johnsen Það er auðvelt að gagnrýna eftir á þær aðgerðir sem bankarnir réðust í við þessar aðstæður, en til að það megi draga einhvern lærdóm af slíkri gagnrýni þá verður hún að byggjast á staðreyndum. 6.2.| Salvör Sæmundsdóttir Hvers á landsbyggðarfólk að gjalda Fólk er að sligast undan komugjöldum til lækna og öðrum kostnaði við lækn- ismeðferðir svo ekki bætist við stórfelldur kostnaður við ferðalög til og frá heimili. 7.2.| Bergur Þorri Benjamínsson Gripaflutningar á fötluðum Miðað við ástand bif- reiðanna má þakka fyrir að þær komist yfirleitt á áfangastað án þess að bila á miðri leið og öryggisbúnaði í þeim er mjög ábótavant. 8.2.| Tryggvi Gíslason Nýr Landspítali Athuganir sýna að nýtt sér- hannað húsnæði dregur mjög úr sýkingum sem eru kostnaðarsamar og eykur öryggi sjúklinga. 11.2.| Ásta Stefánsdóttir Fjölga þarf hjúkrunarrýmum á Suðurlandi Nauðsynlegt er að nýta fjár- magn með skynsamlegum hætti, nýta sem best það húsnæði sem fyrir hendi er og skapa með því möguleika á að sinna fleiri einstaklingum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu að halda. 14.2.| Svana Helen Björnsdóttir Tækifæri í iðnaði Þegar haft er í huga hve brotfall nemenda er mikið í þeim framhaldsskólum landsins sem byggja alfarið á bóknámi er sorglegt að ekki skuli vera hægt að kynna betur tæki- færin í verk- og tækninámi. 15.2.| Tómas Ingi Olrich Að lúta hagfræðingum í andakt Samkvæmt lagaákvæðinu hefði fyrrverandi seðla- bankastjóri Frakklands og bankastjóri Seðlabanka Evr- ópu, Jean-Claude Trichet, tæplega getað sótt um stöðu seðla- bankastjóra Íslands, þótt hann hefði verið íslenskur ríkisborgari. 17.2.| Aðalsteinn Ingólfsson Fyrir Íslands hönd Og þá spyr maður sig, eru það næg meðmæli með er- lendum listamanni að hafa sýnt hér tvisvar í mý- flugumynd árið 2008? 18.2.| Hulda Margrét Eggertsdóttir Hlutverk áfengis- og vímuefna- ráðgjafans í meðferðinni Það tekur tíma að breyta lífi sínu, venjum og viðhorfum. Það gerist ekki bara á 10 dögum á Vogi eða 28 dögum í eftirmeðferð. 21.2.| Skúli Magnússon Eiga dómstólar heima í miðbæ Reykjavíkur? Þótt kaffi-, veitingahús, hótel og listasmiðjur þrífist sem betur fer vel í miðborginni, er það þó ekki þessi starf- semi sem felur í sér eig- inlega innviði miðbæjar eða helsta að- dráttarafl, m.a. fyrir ferðamenn.Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.