Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 48

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 www.gilbert.is Við óskum þér og þínum friðsældar á jólum og farsældar á komandi ári Nýútgefin bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., Í krafti sann- færingar, hefur meðal annars að geyma magnaða frásögn af meint- um misfellum innan Hæstaréttar. Jón fjallar í löngu og rökstuddu máli um það sem aflaga hefur farið að hans mati í starfi réttarins. Und- irritaðir vilja leyfa sér að blanda sér í umræðuna því mikið er í húfi enda varðar málið þjóðina alla. Verklag Hæstaréttar Jón gefur þá rökstuddu atvika- lýsingu að einstakir dómar kunni að líða fyrir mikið álag sem leiði til þess að uppkveðnir dómar standist ekki gæðakröfur og dómurum verði á fingurbrjótar. Fjölskyldustemm- ing innan dómsins er líka vandamál að hans mati þar sem menn veigra sér meðal annars við að skrifa sér- atkvæði og getur dómsniðurstaða að mati Jóns orðið óheppileg sam- suða mismunandi úrlausna. Hann dregur fram nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Í bókinni er brugðið upp vísbend- ingum um skort einstakra dómara á samúð með sakborningum, virð- ingarleysi fyrir réttlæti, jafnvel kunni dómar að hafa verið felldir í Hæstarétti í hefndar- og refsiskyni, ætlað Jóni en bitnað á skjólstæð- ingum hans. Dómarar gerist á stundum gæslumenn pólitískra hagsmuna og viðhafi athafnir í því skyni að lítillækka aðra dómara við réttinn og beiti þeir þá jafnvel fyrir sig ósannsögli. Jón gefur í skyn að klíkuskapur dómara sé slíkur að dómar líði jafnvel fyrir. Það vekur athygli að þriggja manna dómur veldur að mati Jóns óöryggi um niðurstöður dóma og gæti innkoma varadómara valdið kúvendingu í dómsniðurstöðu fyrir réttinum og nefnir Jón dæmi þar um. Vitneskja um þetta er ekki al- menn og kemur þetta á óvart ekki síst vegna þeirra dæma sem Jón dregur fram. Samkvæmt þessu get- ur sekt manna eða sakleysi oltið á heilsufari dómara og sambærilegt athæfi gæti sætt gjörólíkri meðferð. Skipan dómara Á undanförnum áratugum hefur mátt sjá að skipan dómara við rétt- inn hefur verið æði brokkgengt ferli. Jón dregur upp lítt fegraða mynd af því hvernig val á dómurum fer fram. Samkvæmt þessum lýs- ingum skortir formfestu og einnig hitt að einstakir sitjandi dómarar hafa beitt þrýstingi við að koma þóknanlegum kandidötum á fram- færi og beitt sér jafnvel gegn öðr- um. Jón telur einnig að klíka manna sækist eftir að stýra dóms- kerfi landsins. Jón nefnir til sögunnar að til- nefndir dómarar komi fyrir þing- nefnd og geri grein fyrir sjálfum sér og skoðunum sínum í opinni dagskrá fjölmiðla. Það yrði mun gagnsærra ferli en nú er. Að sögn Jóns var brotið á honum í skipunarferli hans sem dómara ár- ið 2004 og telur hann að rannsaka hefði átt háttsemi átta af níu hæstaréttardómurum í ferlinu. Við þessari alvarlegu ásökun hefði þurft að bregðast. Lokaorð Hæstiréttur liggur eins og að framan er rakið undir rökstuddu ámæli sem hlýtur að veikja tiltrú allra Íslendinga á faglegri getu dómsins til að starfa hlutlægt og með lögspekina að leiðarljósi við úrvinnslu mála. Jón lýsir vinnu- brögðum sem vart eru boðleg í nokkurri stofnun og alls ekki Hæstarétti. Þetta er ekki einkamál þeirra sem í hlut eiga en fátækleg viðbrögðin við málflutningi Jóns eru ef til vill mesta áhyggjuefnið eða þögnin ein. Eftir Jón Þ. Hilmarsson og Guðlaug Guðmundsson » Jón lýsir vinnu- brögðum sem vart eru boðleg í nokkurri stofnun og alls ekki Hæstarétti. Höfundar eru endurskoðendur. Í krafti sannfæringar Nýlega barst mér bréf. Það var frá Líf- eyrissjóði banka- manna, hlutfallsdeild, þar sem fram kom að Fjármálaráðuneytið hafði í lok nóvember sl. staðfest ákvörðun árs- fundar Lífeyrissjóðs- ins frá síðastliðnu vori um að skerða réttindi í hlutfallsdeildinni um 9,65 %. Ég fjallaði um þessa ákvörðun og ástæður hennar í grein svipaðri þessari, sem birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst sl. Í bréfinu sem ég fékk nú kemur fram hvernig þessi ákvörðun verður til þess, að stærri hluti lífeyr- isgreiðslna til sjóðsfélaga verður í framtíðinni fjármagnaður úr sjóðum allra landsmanna því Trygg- ingastofnun ríkisins þarf að greiða hærri hluta eftir en áður. Í bréfinu segir að ástæðan fyrir ákvörðuninni sé hækkaður lífaldur. Það kemur hins vegar ekki fram í bréfinu að það er bara hluti skýring- arinnar. Það kemur ekki fram að Landsbankinn ber stóran hluta af ábyrgðinni. Stór þáttur í þeirri stað- reynd að sjóðurinn er rekinn með halla, þrátt fyrir að ávöxtun á inn- stæður sé og hafi verið vel yfir mörkum alla tíð (næstbesta ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða sl. 15 ár), er nefnilega sá, að Landsbankinn hefur á stefnuskrá sinni að gera sólarlags- samninga við eldri starfsmenn, sem eiga kost á að fara á 95 ára regluna. Sú regla gerir ráð fyrir að þegar samanlagður lífaldur og starfsaldur er 95 ár megi hefja töku lífeyris með áunnið hlutfall af meðallaunum síð- ustu 5 ára, þó ekki fyrir 60 ára aldur. Miðað er við svokölluð föst laun, sem eru í seinni tíð oft bara hluti launa bankastarfsmanna. Þessi stefna Landsbankans hefur orðið til þess að mun fleiri hafa nýtt sér regluna en þau 25% starfs- manna, sem forsendur gerðu ráð fyrir að myndu nýta sér þann rétt. Reyndar er Lands- bankinn ekki eina fyr- irtækið sem á aðild að sjóðnum, og hefur stundað þetta, heldur eiga Seðlabanki Ís- lands, Reiknistofa bankanna og Valitor m.a. aðild að sjóðnum og eiga fulltrúa í stjórn hans. Þessar forsendur um að 25% lífeyrisþega myndu nýta sér 95 ára regluna, voru meðal þeirra sem lagðar voru til grundvallar þegar Hlutfalls- deildin var stofnuð við sölu rík- isbankanna fyrir aldamót, þegar losa þurfti nýja eigendur undan banka- ábyrgðinni, sem bankarnir báru á fyrirrennara sjóðsins, sem hét Eft- irlaunasjóður starfsmanna Lands- banka Íslands og Seðlabanka Ís- lands. Þetta var reyndar ekki eina forsendan sem var röng, því fyrri eigendur Landsbankans gerðu sátt við sjóðinn 2006 og greiddu tæpa 2 milljarða inn í hann í kjölfar mál- sóknar sem stjórn sjóðsins neyddist til að fara í gegn fyrirtækjunum til að leiðrétta rangar forsendur, sem þá voru komnar fram. Nú er svipuð staða uppi, reyndar að sumu leyti verri, því þá voru for- sendurnar ófyrirséðar og að sumu leyti tilkomnar fyrir gassagang og flumbrugang. Nú eru fyrirtækin eins og Landsbankinn markvisst að ávísa á lífeyrissjóðinn, með því að gera starfsmönnum tilboð sem þeir eiga bágt með að hafna, þvinga þá til að hefja töku lífeyris fyrr en ella og með því auka útgjöld sjóðsins meira en ráð var fyrir gert og þar með skerða kjör annarra sjóðsfélaga. Að sjálfsögðu ætti Landsbankinn að bæta sjóðnum það í hvert skipti, sem hann gerir sólarlagssamning, því það er löngu komið fram yfir fyrr- nefnd 25% og hver einasti sólarlags- samningur nú er í raun for- sendubrestur, nema bætur komi fyrir. Það er aldrei gott að þurfa að vas- ast í málarekstri. Allra síst gegn vinnuveitanda sínum. Það sést best á nýlegum málarekstri Seðla- bankastjóra, sem reyndar leit ekki svo illa út fyrir launþegann þegar fyrri grein mín var skrifuð, því þá virtist Seðlabankinn ætla að greiða allan málskostnað, þó nú hafi annað komið á daginn. Mér sýnist samt að málsókn sé kostur sem þarf að skoða alvarlega. Annaðhvort einstakir félagar hlut- fallsdeildar, sem hópmálsókn, eða það sem best væri, ef stjórn sjóðsins gerði það fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Tryggingastofnun á reyndar mikilla hagsmuna að gæta og reynd- ar skondið til þess að hugsa ef hún tæki þátt í slagnum gegn núverandi eigendum, sem eru auðvitað m.a. við öll Íslendingar í gegnum eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og Seðla- banka Íslands. En auðvitað ættu aðildarfyr- irtækin að sjá sóma sinn í að bæta sjóðnum í hvert sinn sem þau ganga á hlut hans með einum eða öðrum hætti. Þau bera ábyrgð á fjárhags- legu heilbrigði hans ekkert síður en sjóðsfélagar gera. Enn ávísar Landsbankinn á innstæður annarra Eftir Kjartan Jóhannesson » Að sjálfsögðu ætti að bæta sjóðnum það í hvert skipti, sem gerður er sólarlagssamningur nú því hann er í raun forsendubrestur, nema komi bætur fyrir. Kjartan Jóhannesson Höfundur á aðild að Lífeyrissjóði bankamanna. Ég eignaðist „Stiklur“ Ómars Ragnarssonar, síðari hluta, fjögurra diska safn og tók mér jól- in til að skoða þá. Ómar hikar aldrei. Hann verð- ur svo tendraður af því sem grípur hann að tími og vegalengdir týnast. Það er hreint með ólík- indum hvað maðurinn skilur eftir sig. Margt að því hefði enginn annar haft kjark eða þrek til að nálgast. Flugvélin og bíllinn eru farartæki sem fáir geta nýtt sér á sama hátt og Ómar en hann á líka brýnt erindi á þá staði sem hann sækir heim. Sumir verða uppteknir af ákveðnum svæð- um á Íslandi, en fyrir Ómari er þetta merkilega land á við eitt kálfsskinn. Enginn útkjálki eða öræfi eru honum óviðkomandi. Sama er að segja um íbúana, þeir eru ekki metnir eftir því hvaða flokk þeir kjósa, eða eignum sem metnar verða til fjár. Nei, heldur hve saga þeirra er óvenjuleg og lífs- reynslan dýr sem þeir hafa ratað í, eða valið sér. Viðtöl hans við ein- staklinga eiga engan samjöfnuð. Ómar er líka svo fölskvalaus að all- ir opna sig fyrir honum. Um ferðir hans á lofti og á landi segir enginn texti jafn skýra sögu. Hann situr um veður sem styðja frásögnina og kem- ur vel undirbúinn í hvern áfanga og ræðir við heimamenn eins og nábúa sem hann hefur alltaf þekkt. Ég efast um að nokkur Íslendingur þekki kennileiti á landinu jafn vel og hann. Honum er líka gefið sérstakt minni á stað- arheiti og landslag sem hann hefur einu sinni litið augum. Fyrir mér eru ferð- ir Ómars um hálendið stór upplifun, sömu- leiðis flug hans yfir eyðistaði og jökla sem enginn hefur leikið eftir, eða hafís á Vest- fjörðum sem fáir hafa reynt að mynda. Í til- vikum hefur hann brugðið á það ráð að kalla til snilldar kvikmyndamenn eins og t.d. Friðþjóf Helgason. Ómar á skilið stórt lof fyrir fram- tak sitt og arfinn sem hann eftirlætur okkur. Í myndum sínum kemur hann því að hve dýrmæt eign er í íslenskri náttúru. Hann ferðast til Noregs og Bandaríkjanna til að sanna gildi þeirra staða sem aðrar þjóðir hafa lagt í að vernda með merkilegum ár- angri. Sérstaða Íslands er honum of- arlega í huga og hve hæpið sé að láta ekki náttúruna njóta vafans, þegar gengið er á þessa auðlegð. Það er heimskra manna háttur. Sjónvarpið á þakkir skildar fyrir aðild sína að myndgerðinni. Stórkostlegar „Stiklur“ Eftir Pál Steingrímsson Páll Steingrímsson » Í myndum sínum kemur hann því að hve dýrmæt eign er í ís- lenskri náttúru. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.