Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Ég vil lýsa yfir ánægju minni með bók Styrmis Gunnarssonar Í köldu stríði. Þar lýsir höfundur linnulaus- um deilum í herbúðum sósíalista sem stóðu nær allan sjöunda áratug- inn. Þau samtök sem þar komu við sögu voru Sósíalistaflokkurinn, Sósíalistafélag Reykjavíkur, Mál- fundafélag jafnaðarmanna og Al- þýðubandalagið. Einnig lýsir höf- undur af nærfærni lífshlaupi nokkurra skólasystkina sinna í Laugarnesskólanum. Á síðustu öld var býsna oft klofningur og ágrein- ingur í samtökum sósíalista. Komm- únistaflokkur Íslands var stofnaður 1930 og varð að Sósíalistaflokknum 1938. Allt þetta klofningsbrölt vinstri manna endaði með stofnun Alþýðubandalagsins 1968 og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna 1974. Ekki var nú allt þar með búið því Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalag voru lögð niður undir lok aldarinnar og Samfylking og Vinstri græn stofnuð. Maður spyr sig að því: Skyldu þessi nýjustu stjórnmála- samtök vinstri manna eiga eftir að klofna eins og forverarnir? Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Í köldu stríði Frá landsfundi Steingrímur í pontu. Í kalda stríðinu mynduðu austur- og vesturveldin tvær blokkir, Varsjár- bandalagið og NATO. Á milli þeirra var járn- tjaldið. Þá var al- gengt að fylgismenn blokkanna bölvuðu hvorir öðrum og ætl- uðu þeim heima- byggð í herbergjum helvítis. Menn lýstu hug sínum með orð- um eins og „rússadindill“, „kana- sleikja“ og „fjandans Rússarnir“, Íslendingar völdu að tilheyra NATO, – móti Varsjárbandalag- inu. Nú er ljóst að það val var rétt. Á þessum tímum hvíldi nær all- ur efnahagur Íslands á fisk- veiðum, 95%-97% af gjaldeyri þjóðarinnar komu frá fiskveiðum, og þá eins og nú urðum við að kaupa flest okkar aðföng fyrir gjaldeyri. Það var því lífsnauðsyn að Íslendingar hefðu yfirráð yfir fiskimiðum við landið. Árið 1950 var sett reglugerð um 4 mílna landhelgi og breytta grunnlínupunkta, sem lokuðu fyr- ir firði og flóa. Vegna gamals samnings tók reglugerðin ekki gildi gagnvart Bretum fyrr en árið 1951, og þá varð fjandinn laus. Bretar settu löndunarbann á íslenskan fisk. Þeir vissu vel að íslenski togara- fiskurinn, sem seldur var sem hráefni til Bretlands, var uppi- staðan í gjaldeyristekjum Íslend- inga. Þeir ætluðu því að svelta Íslendinga til hlýðni. Þeir þekktu að varnirnar veikjast þegar hungrið fer að bíta. „Fjandans Rússarnir“ Löndunarbann Breta leiddi af sér merkilegt og farsælt fyrir- bæri. Það var samningur við „fjandans Rússana“ um vöru- skipti yfir járntjaldið. Við létum þá hafa fisk og fengum í staðinn timbur, járn, stál, olíu, togara og bíla og margt fleira. Viðskiptin voru í anda gömlu kaupfélaganna. Bændur lögðu inn afurðir og tóku út nauðsynjavörur. Vegna fjarlægðar varð að landa þessum fiski á Íslandi og vinna hann þar og senda frosinn til Rússanna. Það leiddi af sér mjög aukna vinnu og verðmætasköpun í landinu. Þegar Bretar afléttu löndunarbanninu fengu þeir aðeins brot af þeim ísfiski sem áður var landað. Hitt fór í „fjandans Rússana“ á miklu hærra verði. Viðskipta-vinir Síðar urðu Rússar helstu kaupendur ís- lensku saltsíldarinnar og greiddu með pen- ingum. Þá kepptu fleiri um að selja þeim síld. Sumir buðu lægra verð, allt að 10% undir samnings- verði Íslendinga. En „fjandans Rússarnir“ keyptu af okkur því þeir litu á Íslendinga sem við- skipta-vini. Sú skýring var gefin hér heima, að Rússar eru sein- teknir til viðskipta en tryggir sem viðskiptavinir, því keyptu þeir síldina af Íslendingum þó dýrari væri. Þess má geta, að „fjandans Rússarnir“ voru í fremstu röð þeirra sem buðust til, eftir hrun, að lána okkur gjaldeyri. Þá áttum við ekki fyrir brýnustu nauðsynj- um og hryðjuverkalög Breta ollu því, að engir bankar vildu tryggja greiðslur á vöru til Ís- lands. Mannsbragur Nú er svo komið að bankar vilja ekki tryggja greiðslu á vöru til Rússa. Hvað það varðar eiga þeir sín sverð í annarra slíðrum. Er ekki mannsbragur að Íslend- ingar leiti allra leiða að auðvelda þeim að ná vopnum sínum? T.d. að skoða hvort fært er að fara gömlu kaupfélagsleiðina, að taka aftur upp vöruskipti við þá. Ég hygg að ég sé ekki einn um að finnast, að í þeim vanda eigi þeir skilið alla okkar liðveislu. Hvað sem líður alþjóðapólitík, þá eru Rússar í hópi bestu og tryggustu viðskipta-vina og góðra vina Íslendinga. „Fjandans Rússarnir“ Eftir Birgi Dýrfjörð Birgir Dýrfjörð » „Rússar eru sein- teknir til viðskipta en tryggir sem við- skiptavinir, því keyptu þeir síldina af Íslend- ingum þó dýrari væri.“ Höf. situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar. – með morgunkaffinu Þú átt alltaf erindi til okkar Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.