Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Góð og margþætt heilbrigðisþjónusta er meginþema í stefnu allra stjórnmálaafl- anna. Við erum stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Reyndar örlítið kraftaverk í svo fá- mennu samfélagi. Við höfum getað boðið upp á heimsklassa læknis- þjónustu. Gæfa okkar hefur verið að læknar hafa snúið heim eftir fram- haldsnám og byggt upp kerfi þekk- ingar og færni, þar sem einn tekur við af öðrum. Kynslóð eftir kynslóð lækna. Eitthvert okkar eða skyld- menni njóta góðs af því daglega. Það hrikti í þegar þrengdi að þjóðar- búinu. Reynt var að bjarga bönkum á kostnað velferðarinnar. Læknum hefur fækkað og illa gengur að manna ýmsar sérgreinar. Langtímaspár sýna að ef heldur fram sem horfir blasa við erfiðleikar sem erfitt verður að yfirstíga og mörg ár getur tekið að leiðrétta. Kerfið í upp- námi. Því miður ekki bara í framtíð- inni ef ekkert verður að gert. Vand- inn er alvarlegur nú þegar. Eitt eru langtímaspár og annað ástandið sem blasir við í dag. Það vita þeir sem hafa þurft að leita sér læknishjálpar og lent í að sitja stundum saman á bráðamóttöku eða hafa lent á biðlist- um. Sérfræðilæknar fást ekki heim til Íslands á þeim grunnlaunum og í þeim vinnuaðstæðum sem í boði eru á sjúkrahúsum og í heilsugæslunni. Við sjáum þetta á krabbameinsdeildinni, blóðsjúkdómdeildinni, nýrnalækn- ingadeildinni og hjá þeim sem aldr- aðir eru. Þetta bitnar á sjúklingum og aðstandendum þeirra. Samtök lækna hafa bent á að bæta þurfi launakjör lækna og að koma þurfi til umtalsverð kjarabót með hækkun á grunnlaunum til að snúa þessari þró un við. Röng skilaboð Þó starfandi læknar á Íslandi væru reiðubúnir að samþykkja tilboð rík- isins, sem fjármálaráðherra hefur haldið til streitu, myndi það ekki leysa vandann sem við blasir. Sér- fræðilæknar erlendis fást ekki til að koma heim. Það er bara staðreynd. Slík framvinda kjaramála fælir þá frá enn frekar. Byrjunarlaun sér- fræðilæknis hérlendis eru lægri en læknis á fyrsta ári framhaldsnáms skv. sænskum kauptöxtum. Hví ættu þeir að koma heim við þær aðstæður? Geta embættismenn fjármála rík- isins svarað því? Þetta snýst því ekki eingöngu um hvað læknar starfandi á Íslandi í dag vilja og vilja ekki. Held- ur hvað þarf til að tryggja lögbundna þjónustu á krabbameinsdeildinni og öðrum deildum Landspítalans. Til að geta haldið áfram hjartaþræðingum og röntgengreiningum. Grunnþjón- ustu á landsbyggðinni. Mörg hundr- uð milljóna króna nútíma róbótar og lækningatæki gera ekkert gagn án aðkomu mannshugans. Vandinn er orðinn svo útbreiddur að ekki er hægt að kippa einum og einum hópi sérfræðinga út úr og lappa upp á kerfið með skyndiplástrum. Um alls- herjarvanda er að ræða. Þannig hef- ur t.d. stöðugildum lækna á rann- sóknarsviði Landspítalans fækkað um 15% frá 2006. Þessi hópur er mik- ilvægur stuðningur fyrir þá sem vinna í framlínunni. Er ekki síður lífsnauðsynlegur því vinna þeirra er oft grundvöllur réttrar ákvörðunar um meðferð. Vinnuaðstæður þarf að bæta Merki um vaxandi vinnuálag hjá læknum koma skýrt fram í starfsum- hverfiskönnun Landspítalans 2012 og 2013. Um 30% sérfræðilækna merkja líkamleg álagseinkenni, svefnerfiðleika og langtímaþreytu. Um 16% finna fyrir andlegri vanlíð- an. Hjá almennu læknunum, ungu læknunum sem við treystum á að muni skila sér aftur heim að afloknu framhaldsnámi, er ástandið verra. Tæp- lega helmingur þeirra kvartar um svefnerf- iðleika. Um 70% hafa líkamleg álagseinkenni og heldur fleiri kvarta um langvarandi þreytu. Helmingur þeirra hefur merki kvíða eða þung- lyndis og tvöfaldaðist sá hópur á milli áranna 2012 og 2013. Er líklegt að þeir sækist eftir að koma aftur í þetta vinnuumhverfi? Þegar margfalt betri laun bjóðast utan Ís- lands að afloknu sérfræðinámi? Þetta eru merki um að álag á unga lækna sé alltof mikið. Að þeir fái ekki nægj- anlegan stuðning í vinnu sinni. Sér- fræðilæknar séu orðnir of fáliðaðir og skýr merki um kulnun í starfi á með- al þeirra. Fáliðun er alvarlegur vandi og má ekki taka af léttúð. Það ógnar öryggi sjúklinga. Haldi þetta áfram aðgerðalaust af hálfu stjórnvalda og stjórnenda spítalans má búast við frekari örmögnun. Nú þurfa allir að leggjast á árar. Lamandi úrræðaleysi Hafi aðilar vinnumarkaðarins eða stjórnvöld fjármála aðrar hugmyndir um hvernig takast skuli á við lækna- skortinn og hnignandi þjónustu sem því fylgir þá hafa þær ekki komið fram. Forsætisráðherra er í því vandasama hlutverki að velja á milli þess hvort hann ætlar að láta þessa aðila komast upp með að halda heil- brigðiskerfinu í gíslingu fram á næsta ár eða fara að vilja meirihluta kjósenda sem styðja og skilja nauð- syn þess að ganga strax til verks með samtökum lækna um að vernda heil- brigðiskerfið okkar. Læknar eru ákveðnir í sínum aðgerðum og munu halda kröfum sínum til streitu, því þeir skilja hvað er í húfi. Fjármála- ráðherra hefur líka val. Afstaða hans í dag og aðgerðaleysi bitnar á þeim sem síst skyldi. Ákvörðun hans ræð- ur hvers konar læknisþjónusta verð- ur á Íslandi. Ekki bara á vormán- uðum, náist ekki samkomulag við lækna fyrir áramót, heldur líka hvaða standard verður á þjónustunni á næstu árum. Hvað vilja kjósendur – bætum starfsaðstæður lækna Eftir Reyni Arngrímsson » Afstaða ráðherrans ræður hvers konar heilbrigðisþjónusta verður í boði á vormán- uðum. Reynir Arngrímsson Höfundur er varaformaður Lækna- félags Reykjavíkur. Loke Auriga Modular Las Vegas Aves NikitaCatwalk Selene Opið: Mánudag til föstudag kl.10 -18 Laugardag kl. 11- 16 Sunnudag kl. 12 - 16 www.rafkaup.is Úrval ljósa á betra verði Hefst 2. janúar k l.12:00 10-70% afslátt ur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.